Íris: Ekki hægt að lýsa þessum bikardegi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 16:45 Íris Sverrisdóttir ætlar að leiða Grindavík til sigurs á morgun. vísir/ernir Grindavík fær á morgun tækifæri til að verða fyrsta liðið í fjórtán ár sem ver bikarmeistaratitilinn í kvennaflokki í körfubolta þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitaleik í Laugardalshöll klukkan 14.00. Grindavík gerði sér lítið fyrir og vann vel mannað lið Keflavíkur í bikarúrslitum í fyrra, en eftir að tapa fyrstu þremur bikarúrslitaleikjum í sögu félagsins er Grindavík nú búið að vinna tvo í röð (2008 og 2015). „Við erum búnar að vera að slípa okkur saman og finna út hvað við ætlum að gera. Við reynum að undirbúa okkur sem best fyrir þennan leik,“ segir Íris Sverrisdóttir, fyrirliði Grindavíkur, í viðtali við Vísis um stóra leikinn á morgun. Grindavík, bæði í karla- og kvennaflokki, er mikið bikarfélag en Íris gefur lítið fyrir einhverja bikarhefð þegar liðið breytist jafn mikið og raun ber vitni á milli ára. „Það er erfitt að vera með einhverja bikarsögu því þetta er aldrei sama liðið ár eftir ár. Nú er talað um okkur sem bikarmeistara en þetta er allt annað lið heldur en var í fyrra,“ segir Íris.Ekki unnið Snæfell í vetur Mótherjinn á morgun eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára; Snæfell. Hólmarar eru taldir mun sigurstranglegri og hafa unnið Grindavík tvisvar sinnum í vetur. „Við höfum aldrei unnið Snæfell í vetur. Þetta verður mjög erfiður leikur þannig við verðum að eiga okkar besta dag til að eiga einhvern möguleika á sigri,“ segir Íris. „Þær eru með frábæran Kana og svo íslenska landsliðsmenn sem eru mjög góðir. Þær eru mjög hraðar og fljótar upp völlinn. Þær skora mikið úr hraðaupphlaupum sem er eitthvað sem við þurfum að skoða og undirbúa okkur fyrir.“ „Við þurfum að stoppa þessi hraðaupphlaup en líka bara slípa okkur saman og spila góða vörn því vörn vinnur leiki.“Einstakur dagur Grindavík er í þriðja sæti Dominos-deildar kvenna með 18 stig í 18 leikjum en Snæfell er á toppnum með 32 stig. Þær gulu hafa unnið nokkra flotta sigra á tímabilinu, til dæmis lagt Hauka í bikarnum, en dottið niður þess á milli. „Við erum aldrei búnar að vera með fullmannað lið. Það eru alltaf einhver forföll en núna erum við að ná smá stöðugleika þó það vanti eina á laugardaginn,“ segir Íris sem bætir við að Grindavík ætli sér að vinna á morgun. „Það er hungur í að vinna þennan leik. Þetta er bara einstakur dagur. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það vilja allir spila þennan leik og því erum við mjög spenntar,“ segir Íris Sverrisdóttir. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Brynjar Þór: Var sveittur af stressi fyrir leikinn í fyrra KR-ingar eru orðnir langþreyttir á harmsögum í bikarúrslitum og ætla að leggja Þór á morgun. 12. febrúar 2016 13:30 Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Þór Þorlákshöfn spilar í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. 12. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Grindavík fær á morgun tækifæri til að verða fyrsta liðið í fjórtán ár sem ver bikarmeistaratitilinn í kvennaflokki í körfubolta þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitaleik í Laugardalshöll klukkan 14.00. Grindavík gerði sér lítið fyrir og vann vel mannað lið Keflavíkur í bikarúrslitum í fyrra, en eftir að tapa fyrstu þremur bikarúrslitaleikjum í sögu félagsins er Grindavík nú búið að vinna tvo í röð (2008 og 2015). „Við erum búnar að vera að slípa okkur saman og finna út hvað við ætlum að gera. Við reynum að undirbúa okkur sem best fyrir þennan leik,“ segir Íris Sverrisdóttir, fyrirliði Grindavíkur, í viðtali við Vísis um stóra leikinn á morgun. Grindavík, bæði í karla- og kvennaflokki, er mikið bikarfélag en Íris gefur lítið fyrir einhverja bikarhefð þegar liðið breytist jafn mikið og raun ber vitni á milli ára. „Það er erfitt að vera með einhverja bikarsögu því þetta er aldrei sama liðið ár eftir ár. Nú er talað um okkur sem bikarmeistara en þetta er allt annað lið heldur en var í fyrra,“ segir Íris.Ekki unnið Snæfell í vetur Mótherjinn á morgun eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára; Snæfell. Hólmarar eru taldir mun sigurstranglegri og hafa unnið Grindavík tvisvar sinnum í vetur. „Við höfum aldrei unnið Snæfell í vetur. Þetta verður mjög erfiður leikur þannig við verðum að eiga okkar besta dag til að eiga einhvern möguleika á sigri,“ segir Íris. „Þær eru með frábæran Kana og svo íslenska landsliðsmenn sem eru mjög góðir. Þær eru mjög hraðar og fljótar upp völlinn. Þær skora mikið úr hraðaupphlaupum sem er eitthvað sem við þurfum að skoða og undirbúa okkur fyrir.“ „Við þurfum að stoppa þessi hraðaupphlaup en líka bara slípa okkur saman og spila góða vörn því vörn vinnur leiki.“Einstakur dagur Grindavík er í þriðja sæti Dominos-deildar kvenna með 18 stig í 18 leikjum en Snæfell er á toppnum með 32 stig. Þær gulu hafa unnið nokkra flotta sigra á tímabilinu, til dæmis lagt Hauka í bikarnum, en dottið niður þess á milli. „Við erum aldrei búnar að vera með fullmannað lið. Það eru alltaf einhver forföll en núna erum við að ná smá stöðugleika þó það vanti eina á laugardaginn,“ segir Íris sem bætir við að Grindavík ætli sér að vinna á morgun. „Það er hungur í að vinna þennan leik. Þetta er bara einstakur dagur. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það vilja allir spila þennan leik og því erum við mjög spenntar,“ segir Íris Sverrisdóttir.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Brynjar Þór: Var sveittur af stressi fyrir leikinn í fyrra KR-ingar eru orðnir langþreyttir á harmsögum í bikarúrslitum og ætla að leggja Þór á morgun. 12. febrúar 2016 13:30 Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Þór Þorlákshöfn spilar í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. 12. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00
Brynjar Þór: Var sveittur af stressi fyrir leikinn í fyrra KR-ingar eru orðnir langþreyttir á harmsögum í bikarúrslitum og ætla að leggja Þór á morgun. 12. febrúar 2016 13:30
Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Þór Þorlákshöfn spilar í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. 12. febrúar 2016 12:00