Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 12:00 Emil Karel Einarsson verður í eldlínunni á móti KR á morgun. vísir/ernir Þór Þorlákshöfn ritar nýjan kafla í sögu félagsins á morgun þegar liðið mætir KR í úrslitaleik Powerade-bikars karla í körfubolta, en aldrei áður hefur Þorlákshafnarliðið komist í bikarúrslitaleik. Þórsarar hafa spilað vel á tímabilinu og góð ára verið í kringum liðið sem er í baráttunni um fjórða sætið í Dominos-deildinni. Liðið er ungt og ferskt og í Þorlákshöfn ríkir mikil eftirvænting. „Það er gífurlega mikil stemning í Höfninni og hún hefur verið mikil síðan við slógum út Keflavík í undanúrslitum. Það var erfitt að koma sér niður á jörðina eftir þannig leik og lítið annað hefur verið rætt,“ segir Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs, við Vísi. „Það verður erfitt að stilla spennustigið því við erum allir óreyndir og KR-ingarnir eru reynslumiklir. Þeir hafa gert þetta allt áður. Það verður gaman að sjá hvort við verðum of stressaðir.“Finnur Freyr Stefánsson og Einar Árni Jóhannsson, þjálfarar KR og Þórs, berjast um þennan bikar á morgun.vísir/ernirEkki eins manns sýning KR er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en liðinu hefur gengið bölvanlega að landa bikarmeistaratitlinum undanfarin ár. Meistararnir úr vesturbænum eru engu að síður taldir sigurstranglegri á morgun. Þeir hafa unnið Þórsarar tvisvar í deildinni nú þegar en Þór hefur gefið meisturunum alvöru leiki. „Við getum unnið KR á góðum degi en til þess þurfum við 40 virkilega góðar mínútur. Ég held að þetta fari eftir stemningunni hjá liðinu í leiknum. Við þurfum að passa að hengja ekki haus of snemma ef illa gengur og að sama skapi ekki vera of æstir of snemma. Við þurfum að stilla spennustigið rétt,“ segir Emil Karel. Leikgleðin hefur verið áberandi hjá Þórsurum á tímabilinu enda liðið tiltölulega ungt sem fyrr segir. Mikil liðsheild einkennir Þór og Emil segir það lykilástæðu árangursins í vetur. „Einar þjálfari hefur lagt upp með síðan við byrjuðum að æfa í júní er að við erum lið. Við eigum að spila saman. Þetta er ekki eins manns sýning hjá Kananum eða öðrum í liðinu. Það hefur skilað sér í skemmtilegum bolta hjá okkur. Boltinn er að fljóta vel og allir fá góð skot. Þá er gaman að spila körfubolta,“ segir Emil Karel.Græni Drekinn er besta stuðningsmannasveitin í körfuboltanum.vísir/ernirGræni Drekinn fær liðsstyrk Mikið af góðum skyttum er í liðinu en inn í teig eru tveir af bestu stóru mönnum deildarinnar; risinn Ragnar Nathanaelsson og mjúki Escalade-jeppinn Grétar Ingi Erlendsson. Þeir gætu verið lykill að sigri Þórs á morgun. „Þeir eru gífurlega miklir leiðtogar báðir tveir. Grétar er elstur í liðinu, orðinn svolítið gamall kallinn. Raggi er alltaf Raggi. Hann er fyrstur að peppa menn upp og lætur menn líka heyra það ef illa gengur. Það gæti verið erfitt að eiga við þá saman undir körfunni. Við höfum unnið í því að breyta leikstílnum okkar eftir að Grétar kom til baka og þetta er allt að koma,“ segir Emil, en Þór kemur inn í leikinn eftir tap gegn Stjörnunni í byrjun vikunnar. „Það var mjög lélegt hjá okkur að klára það ekki. Við vorum einbeitingarlausir í leiknum og fundum ekki svör við Coleman. Við þurfum að gefa þeim hrós líka en við áttum að gera betur.“ Bikarúrslitaleik Þórs og KR hefst klukkan 16.30 á morgun og má fastlega búast við að allur Þorlákshafnarbær verði mættur. „Ég held að það verði ekkert opið á morgun. Íþróttahúsið verður allavega lokað. Lang flestir verða á leiknum þannig það verður gaman að sjá stemninguna í Höllinni. Sérstaklega þegar allir bæjarbúar verða mættir í grænu og Græni Drekinn þar í fararbroddi. Þetta verður ógeðslega gaman,“ segir Emil og vísar til stuðningmannasveitar liðsins sem er búin að fá lykilmann til baka fyrir úrslitaleikinn. „Gamli trommarinn er kominn aftur í Græna Drekann. Hann trommaði svo hátt þegar við vorum í lokaúrslitum hér fyrir nokkrum árum að það heyrðist ekki í skotklukkunni. Það verða læti, ég lofa því,“ segir Emil Karel Einarsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Þór Þorlákshöfn ritar nýjan kafla í sögu félagsins á morgun þegar liðið mætir KR í úrslitaleik Powerade-bikars karla í körfubolta, en aldrei áður hefur Þorlákshafnarliðið komist í bikarúrslitaleik. Þórsarar hafa spilað vel á tímabilinu og góð ára verið í kringum liðið sem er í baráttunni um fjórða sætið í Dominos-deildinni. Liðið er ungt og ferskt og í Þorlákshöfn ríkir mikil eftirvænting. „Það er gífurlega mikil stemning í Höfninni og hún hefur verið mikil síðan við slógum út Keflavík í undanúrslitum. Það var erfitt að koma sér niður á jörðina eftir þannig leik og lítið annað hefur verið rætt,“ segir Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs, við Vísi. „Það verður erfitt að stilla spennustigið því við erum allir óreyndir og KR-ingarnir eru reynslumiklir. Þeir hafa gert þetta allt áður. Það verður gaman að sjá hvort við verðum of stressaðir.“Finnur Freyr Stefánsson og Einar Árni Jóhannsson, þjálfarar KR og Þórs, berjast um þennan bikar á morgun.vísir/ernirEkki eins manns sýning KR er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en liðinu hefur gengið bölvanlega að landa bikarmeistaratitlinum undanfarin ár. Meistararnir úr vesturbænum eru engu að síður taldir sigurstranglegri á morgun. Þeir hafa unnið Þórsarar tvisvar í deildinni nú þegar en Þór hefur gefið meisturunum alvöru leiki. „Við getum unnið KR á góðum degi en til þess þurfum við 40 virkilega góðar mínútur. Ég held að þetta fari eftir stemningunni hjá liðinu í leiknum. Við þurfum að passa að hengja ekki haus of snemma ef illa gengur og að sama skapi ekki vera of æstir of snemma. Við þurfum að stilla spennustigið rétt,“ segir Emil Karel. Leikgleðin hefur verið áberandi hjá Þórsurum á tímabilinu enda liðið tiltölulega ungt sem fyrr segir. Mikil liðsheild einkennir Þór og Emil segir það lykilástæðu árangursins í vetur. „Einar þjálfari hefur lagt upp með síðan við byrjuðum að æfa í júní er að við erum lið. Við eigum að spila saman. Þetta er ekki eins manns sýning hjá Kananum eða öðrum í liðinu. Það hefur skilað sér í skemmtilegum bolta hjá okkur. Boltinn er að fljóta vel og allir fá góð skot. Þá er gaman að spila körfubolta,“ segir Emil Karel.Græni Drekinn er besta stuðningsmannasveitin í körfuboltanum.vísir/ernirGræni Drekinn fær liðsstyrk Mikið af góðum skyttum er í liðinu en inn í teig eru tveir af bestu stóru mönnum deildarinnar; risinn Ragnar Nathanaelsson og mjúki Escalade-jeppinn Grétar Ingi Erlendsson. Þeir gætu verið lykill að sigri Þórs á morgun. „Þeir eru gífurlega miklir leiðtogar báðir tveir. Grétar er elstur í liðinu, orðinn svolítið gamall kallinn. Raggi er alltaf Raggi. Hann er fyrstur að peppa menn upp og lætur menn líka heyra það ef illa gengur. Það gæti verið erfitt að eiga við þá saman undir körfunni. Við höfum unnið í því að breyta leikstílnum okkar eftir að Grétar kom til baka og þetta er allt að koma,“ segir Emil, en Þór kemur inn í leikinn eftir tap gegn Stjörnunni í byrjun vikunnar. „Það var mjög lélegt hjá okkur að klára það ekki. Við vorum einbeitingarlausir í leiknum og fundum ekki svör við Coleman. Við þurfum að gefa þeim hrós líka en við áttum að gera betur.“ Bikarúrslitaleik Þórs og KR hefst klukkan 16.30 á morgun og má fastlega búast við að allur Þorlákshafnarbær verði mættur. „Ég held að það verði ekkert opið á morgun. Íþróttahúsið verður allavega lokað. Lang flestir verða á leiknum þannig það verður gaman að sjá stemninguna í Höllinni. Sérstaklega þegar allir bæjarbúar verða mættir í grænu og Græni Drekinn þar í fararbroddi. Þetta verður ógeðslega gaman,“ segir Emil og vísar til stuðningmannasveitar liðsins sem er búin að fá lykilmann til baka fyrir úrslitaleikinn. „Gamli trommarinn er kominn aftur í Græna Drekann. Hann trommaði svo hátt þegar við vorum í lokaúrslitum hér fyrir nokkrum árum að það heyrðist ekki í skotklukkunni. Það verða læti, ég lofa því,“ segir Emil Karel Einarsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum