Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2016 16:28 Sævar Helgi Bragason segir þessa uppgötvun marka tímamót í stjarnvísindum og opna nýjar víddir í rannsóknum á alheminum. Vísir „Núna er orðið til nýtt svið stjarnvísinda sem heita þyngdarbylgjustjarnvísindi,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær fregnir að vísindamenn hafa fundið þyngdarbylgjur. Tilkynnt var um þetta á blaðmannafundi í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sævar segir þetta marka tímamót í stjarnvísindum og opna nýjar víddir í rannsóknum á alheiminum. Umfjöllun Stjörnufræðivefsins um þyngdarbylgjur Vísindamennirnir fundu þyngdarbylgjurnar 14. september síðastliðinn þegar þeir skoðuðu allra síðustu andartök samruna tveggja svarthola. „Þetta er mjög mikilvægt próf á almenna afstæðiskenningu Einsteins og enn ein staðfestingin á því að Einstein hafði rétt fyrir sér þegar hann var að lýsa eðli alheimsins í sambandi við það að hann sé með þrjár rúmvíddir, fram og aftur, hægri – vinstri og upp og niður og ein tímavídd af því svartholin hafa áhrif á allt þetta í tímarúminu. Þetta er að segja okkur ýmislegt um það hvernig þetta er að hegða sér,“ segir Sævar Helgi.Sjá svar Vísindavefsins um þyngdarbylgjurBreytingin nemur einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar Vísindamennirnir notuðust við víxlunarnema til þyngdarbylgjumælinga sem staðsettir eru í skoðunarstöðvum í Louisiana og Washington í Bandaríkjunum. Þessir víxlunarnemar innihalda leysigeisla sem vísindamennirnir notuðu til að nema þyngdarbylgjurnar. „Það er mjög erfitt að nema þetta, breytingin nemur kannski einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar sem er minna en venjulegt atóm. Þetta eru eins og gárur nema það eru bæði gárur sem toga tímarúmið í kringum okkur og svo strekkja þær á því þjappa þeim saman í leiðinni. Við finnum fyrir áhrifunum á jörðinni og það er það sem menn eru að mæla í LIGO,“ segir Sævar Helgi en LIGO er skammstöfunin á ensku fyrir heiti stöðvanna sem innihalda þessa víxlunarnema, eða Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory.Staðfesting á samruna svarthola Sævar tekur fram að þessi samruni sem vísindamennirnir fylgdust með átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. „Þarna eru tvö svarthol sem voru sirka 30 sinnum efnismeiri en sólin. Þetta er líka þá fyrsta staðfestingin á slíkum atburði, við höfum aldrei orðið vör við slíkt áður. Þarna sjáum við að við getum lært miklu meira um svarthol með því að rannsaka þyngdarbylgjur,“ segir Sævar.Sigur fyrir mælitækin Hann segir þetta einnig sigur fyrir þessi mælitæki sem voru búin til sérstaklega í þessum tilgangi. Bæta á við öðru tæki sem hefur fengið heitið VIRGO sem verður staðsett í Evrópu. Með þremur tæki verður hægt að miða nákvæmlega út var þessi atburður átti sér stað. „Þá er hægt að leita eftir eftirgeislun og þeim áhrifum sem þetta hefur á umhverfið sitt,“ segir Sævar Helgi. Hann segir ljóst að vísindamennirnir sem leiddu þessa skoðun fái Nóbelsverðlaunin en um er að ræða risastóran hóp vísindamanna í sextán löndum, þó svo að verkefnið sé að mestum hluta fjármagnað af Bandaríkjamönnum. Hér fyrir neðan er myndband sem mögulega gæti útskýrt málið betur fyrir lesendum: Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
„Núna er orðið til nýtt svið stjarnvísinda sem heita þyngdarbylgjustjarnvísindi,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær fregnir að vísindamenn hafa fundið þyngdarbylgjur. Tilkynnt var um þetta á blaðmannafundi í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sævar segir þetta marka tímamót í stjarnvísindum og opna nýjar víddir í rannsóknum á alheiminum. Umfjöllun Stjörnufræðivefsins um þyngdarbylgjur Vísindamennirnir fundu þyngdarbylgjurnar 14. september síðastliðinn þegar þeir skoðuðu allra síðustu andartök samruna tveggja svarthola. „Þetta er mjög mikilvægt próf á almenna afstæðiskenningu Einsteins og enn ein staðfestingin á því að Einstein hafði rétt fyrir sér þegar hann var að lýsa eðli alheimsins í sambandi við það að hann sé með þrjár rúmvíddir, fram og aftur, hægri – vinstri og upp og niður og ein tímavídd af því svartholin hafa áhrif á allt þetta í tímarúminu. Þetta er að segja okkur ýmislegt um það hvernig þetta er að hegða sér,“ segir Sævar Helgi.Sjá svar Vísindavefsins um þyngdarbylgjurBreytingin nemur einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar Vísindamennirnir notuðust við víxlunarnema til þyngdarbylgjumælinga sem staðsettir eru í skoðunarstöðvum í Louisiana og Washington í Bandaríkjunum. Þessir víxlunarnemar innihalda leysigeisla sem vísindamennirnir notuðu til að nema þyngdarbylgjurnar. „Það er mjög erfitt að nema þetta, breytingin nemur kannski einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar sem er minna en venjulegt atóm. Þetta eru eins og gárur nema það eru bæði gárur sem toga tímarúmið í kringum okkur og svo strekkja þær á því þjappa þeim saman í leiðinni. Við finnum fyrir áhrifunum á jörðinni og það er það sem menn eru að mæla í LIGO,“ segir Sævar Helgi en LIGO er skammstöfunin á ensku fyrir heiti stöðvanna sem innihalda þessa víxlunarnema, eða Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory.Staðfesting á samruna svarthola Sævar tekur fram að þessi samruni sem vísindamennirnir fylgdust með átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. „Þarna eru tvö svarthol sem voru sirka 30 sinnum efnismeiri en sólin. Þetta er líka þá fyrsta staðfestingin á slíkum atburði, við höfum aldrei orðið vör við slíkt áður. Þarna sjáum við að við getum lært miklu meira um svarthol með því að rannsaka þyngdarbylgjur,“ segir Sævar.Sigur fyrir mælitækin Hann segir þetta einnig sigur fyrir þessi mælitæki sem voru búin til sérstaklega í þessum tilgangi. Bæta á við öðru tæki sem hefur fengið heitið VIRGO sem verður staðsett í Evrópu. Með þremur tæki verður hægt að miða nákvæmlega út var þessi atburður átti sér stað. „Þá er hægt að leita eftir eftirgeislun og þeim áhrifum sem þetta hefur á umhverfið sitt,“ segir Sævar Helgi. Hann segir ljóst að vísindamennirnir sem leiddu þessa skoðun fái Nóbelsverðlaunin en um er að ræða risastóran hóp vísindamanna í sextán löndum, þó svo að verkefnið sé að mestum hluta fjármagnað af Bandaríkjamönnum. Hér fyrir neðan er myndband sem mögulega gæti útskýrt málið betur fyrir lesendum:
Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira