Leitin að fullkomna pottinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2016 07:00 Varla er hægt að finna pláss á landinu þar sem sundlaug er ekki að finna. Hana má nýta til að eiga góðar leikstundir með krökkunum, slaka á í beinu framhaldi af útihlaupi eða líkamsræktartíma og svo er heimsókn í gufuna einhver besti þynnkubani sem fyrir finnst. Klukkutíma blundur í framhaldinu toppar svo allt. Já, svo má víst líka synda í laugunum. Margar laugar eiga sér langa sögu eins og Sundhöllin í Reykjavík, sem brátt verður að túristagildru dauðans með glæsilegu útivistarsvæði. Aðrar yngri á borð við Álftaneslaug og Lágafellslaug eru nánast vatnsskemmtigarðar með öllum sínum rennibrautum og öldulaug. Nánast alls staðar er boðið upp á gufubað, víða er sauna, heitir pottar með hitastigi við allra hæfi og nú líka kaldir pottar fyrir þá hörðustu. Sjálfur er ég nýbyrjaður á skriðsundsnámskeiði sem gæti breytt sundlaugahegðun minni en hingað til hef ég varið 95 prósent heimsókna minna í heitum pottum. Kann ég þá sérstaklega vel við að liggja flatur í svonefndum diskum eða vaðlaugum sem er víða að finna og fara yfir málin með vinunum. Hins vegar eiga allir slíkir pottar sem ég hef prófað á landinu það sameiginlegt að hinn fullkomna líkamsstaða finnst aldrei þrátt fyrir mikla leit. Svo virðist sem hönnuðir þessara tegunda lauga hafi vanrækt þennan þátt. Það bara hlýtur að vera til hin fullkomna hönnun þar sem þú getur legið á bakinu, höfðinu líður vel, axlirnar eru ofan í heitu vatninu og þú rennur ekki úr stöðu þinni þannig að hausinn fer undir yfirborð vatnsins. Þegar hinn fullkomni diskur hefur verið hannaður þá verð ég fastagestur í viðkomandi laug. Skiptir þá engu þótt þá laug verði að finna á Kópaskeri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun
Varla er hægt að finna pláss á landinu þar sem sundlaug er ekki að finna. Hana má nýta til að eiga góðar leikstundir með krökkunum, slaka á í beinu framhaldi af útihlaupi eða líkamsræktartíma og svo er heimsókn í gufuna einhver besti þynnkubani sem fyrir finnst. Klukkutíma blundur í framhaldinu toppar svo allt. Já, svo má víst líka synda í laugunum. Margar laugar eiga sér langa sögu eins og Sundhöllin í Reykjavík, sem brátt verður að túristagildru dauðans með glæsilegu útivistarsvæði. Aðrar yngri á borð við Álftaneslaug og Lágafellslaug eru nánast vatnsskemmtigarðar með öllum sínum rennibrautum og öldulaug. Nánast alls staðar er boðið upp á gufubað, víða er sauna, heitir pottar með hitastigi við allra hæfi og nú líka kaldir pottar fyrir þá hörðustu. Sjálfur er ég nýbyrjaður á skriðsundsnámskeiði sem gæti breytt sundlaugahegðun minni en hingað til hef ég varið 95 prósent heimsókna minna í heitum pottum. Kann ég þá sérstaklega vel við að liggja flatur í svonefndum diskum eða vaðlaugum sem er víða að finna og fara yfir málin með vinunum. Hins vegar eiga allir slíkir pottar sem ég hef prófað á landinu það sameiginlegt að hinn fullkomna líkamsstaða finnst aldrei þrátt fyrir mikla leit. Svo virðist sem hönnuðir þessara tegunda lauga hafi vanrækt þennan þátt. Það bara hlýtur að vera til hin fullkomna hönnun þar sem þú getur legið á bakinu, höfðinu líður vel, axlirnar eru ofan í heitu vatninu og þú rennur ekki úr stöðu þinni þannig að hausinn fer undir yfirborð vatnsins. Þegar hinn fullkomni diskur hefur verið hannaður þá verð ég fastagestur í viðkomandi laug. Skiptir þá engu þótt þá laug verði að finna á Kópaskeri.