Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2016 08:00 Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov í Rotterdam. vísir/getty Vísir getur staðfest að næsti bardagi Gunnars Nelson fer fram í Rotterdam í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. Þá mun Gunnar berjast gegn Rússanum Albert Tumenov. Rússinn er í 15. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og tók það sæti af Gunnari sem er utan listans í augnablikinu. Tumenov er mikill rotari. Tumenov er 24 ára gamall og gengur undir viðurnefninu Einstein. Hann er frá borginni Nalchik í Rússlandi en æfir í New Jersey í Bandaríkjunum. Tumenov á 19 bardaga að baki í MMA. Hann hefur unnið 17 og aðeins tapað tveimur. Ellefu sigrar komu eftir rothögg en sex eftir dómaraúrskurð. Bæði töpin komu eftir dómaraúrskurð.Tumenov vann Lorenz Larkin í síðasta bardaga sínum.vísir/gettyFyrsta UFC-kvöldið í Hollandi Hann gerði fjögurra ára samning við UFC í desember árið 2013. Hann á sex bardaga að baki í UFC. Rússinn tapaði fyrsta bardaganum en hefur unnið síðustu fimm. Þrír af sigrunum komu eftir rothögg enda er Tumenov afar sterkur boxari, eins og áður segir, og einnig með gott sparkbox. Hann kallaði eftir bardaga við Steven „Wonderboy“ Thompson á dögunum. Sagði að þeir væru bestu standandi bardagamennirnir í vigtinni. Honum varð ekki að ósk sinni því hann þarf að glíma við Gunna næst. Síðasti bardagi Tumenov var þann 2. janúar síðastliðinn. Þá vann hann Lorenz Larkin en tveir dómarar af þremur dæmdu Tumenov sigur í þeim bardaga. Þetta verður í fyrst sinn sem UFC-kvöld er haldið í Hollandi. Ekki liggur fyrir númer hvað bardagi þeirra verður á kvöldinu en þetta verður einn af aðalbardögum kvöldsins. Gunnar keppti síðast þann 12. desember er hann tapaði fyrir Brasilíumanninum Demian Maia. Eins og áður segir er hann sæti aftar en Tumenov en sigur á Rússanum mun fleyta Gunnari aftur upp styrkleikalistann.Uppfært: UFC hefur staðfest frétt Vísis eins og sjá má hér að neðan.BREAKING! Gunnar Nelson vs. Albert Tumenov announced for #UFCRotterdam! Tickets: https://t.co/ygOVwkatM9 pic.twitter.com/aypAGYpp0v— UFC Europe (@UFCEurope) March 1, 2016 MMA Tengdar fréttir Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Íþróttamaður ársins á Vísi 2015 stefnir að því að berjast oft á nýju ári. 5. janúar 2016 11:00 Gunnar enn í fimmtánda sæti Gunnar Nelson er í sama sæti og síðast á styrkleikalista UFC en færist þó niður um eitt sæti. 24. febrúar 2016 15:30 Gunnar: Barnalegt að kenna mér um að einhverjir strákar sláist á skólalóð Fremsti bardagakappi vísar ásökunum skólastjóra Salaskóla til föðurhúsanna. 21. janúar 2016 16:00 Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur. 3. febrúar 2016 15:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Sjá meira
Vísir getur staðfest að næsti bardagi Gunnars Nelson fer fram í Rotterdam í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. Þá mun Gunnar berjast gegn Rússanum Albert Tumenov. Rússinn er í 15. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og tók það sæti af Gunnari sem er utan listans í augnablikinu. Tumenov er mikill rotari. Tumenov er 24 ára gamall og gengur undir viðurnefninu Einstein. Hann er frá borginni Nalchik í Rússlandi en æfir í New Jersey í Bandaríkjunum. Tumenov á 19 bardaga að baki í MMA. Hann hefur unnið 17 og aðeins tapað tveimur. Ellefu sigrar komu eftir rothögg en sex eftir dómaraúrskurð. Bæði töpin komu eftir dómaraúrskurð.Tumenov vann Lorenz Larkin í síðasta bardaga sínum.vísir/gettyFyrsta UFC-kvöldið í Hollandi Hann gerði fjögurra ára samning við UFC í desember árið 2013. Hann á sex bardaga að baki í UFC. Rússinn tapaði fyrsta bardaganum en hefur unnið síðustu fimm. Þrír af sigrunum komu eftir rothögg enda er Tumenov afar sterkur boxari, eins og áður segir, og einnig með gott sparkbox. Hann kallaði eftir bardaga við Steven „Wonderboy“ Thompson á dögunum. Sagði að þeir væru bestu standandi bardagamennirnir í vigtinni. Honum varð ekki að ósk sinni því hann þarf að glíma við Gunna næst. Síðasti bardagi Tumenov var þann 2. janúar síðastliðinn. Þá vann hann Lorenz Larkin en tveir dómarar af þremur dæmdu Tumenov sigur í þeim bardaga. Þetta verður í fyrst sinn sem UFC-kvöld er haldið í Hollandi. Ekki liggur fyrir númer hvað bardagi þeirra verður á kvöldinu en þetta verður einn af aðalbardögum kvöldsins. Gunnar keppti síðast þann 12. desember er hann tapaði fyrir Brasilíumanninum Demian Maia. Eins og áður segir er hann sæti aftar en Tumenov en sigur á Rússanum mun fleyta Gunnari aftur upp styrkleikalistann.Uppfært: UFC hefur staðfest frétt Vísis eins og sjá má hér að neðan.BREAKING! Gunnar Nelson vs. Albert Tumenov announced for #UFCRotterdam! Tickets: https://t.co/ygOVwkatM9 pic.twitter.com/aypAGYpp0v— UFC Europe (@UFCEurope) March 1, 2016
MMA Tengdar fréttir Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Íþróttamaður ársins á Vísi 2015 stefnir að því að berjast oft á nýju ári. 5. janúar 2016 11:00 Gunnar enn í fimmtánda sæti Gunnar Nelson er í sama sæti og síðast á styrkleikalista UFC en færist þó niður um eitt sæti. 24. febrúar 2016 15:30 Gunnar: Barnalegt að kenna mér um að einhverjir strákar sláist á skólalóð Fremsti bardagakappi vísar ásökunum skólastjóra Salaskóla til föðurhúsanna. 21. janúar 2016 16:00 Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur. 3. febrúar 2016 15:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Sjá meira
Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45
Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Íþróttamaður ársins á Vísi 2015 stefnir að því að berjast oft á nýju ári. 5. janúar 2016 11:00
Gunnar enn í fimmtánda sæti Gunnar Nelson er í sama sæti og síðast á styrkleikalista UFC en færist þó niður um eitt sæti. 24. febrúar 2016 15:30
Gunnar: Barnalegt að kenna mér um að einhverjir strákar sláist á skólalóð Fremsti bardagakappi vísar ásökunum skólastjóra Salaskóla til föðurhúsanna. 21. janúar 2016 16:00
Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur. 3. febrúar 2016 15:30