Adam Scott vann sitt fyrsta mót í eitt og hálft ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. febrúar 2016 08:30 Ástralski kylfingurinn Adam Scott stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic-mótinu sem kláraðist á PGA National-vellinum á Flórída í gærkvöldi. Fyrir sigurinn fékk hann rétt tæpar 142 milljónir króna. Scott lék lokahringinn á pari eftir að fá þrjá fugla og þrjá skolla, en í heildina spilaði hann hringina fjóra á níu högum undir pari. Hann lagði grunninn að sigrinum á öðrum og þriðja hring sem hann spilaði á níu undir. Spánverjinn Sergio Garcia var í harðri baráttu við Scott um sigurinn, en Garcia spilaði lokahringinn á einu höggi yfir pari. Hann fór völlinna í heildina á 272 höggum eða átta höggum undir pari, höggi meira en Scott og þurfti því að sætta sig við annað sætið. Bandaríkjamennirnir Blayne Barber og Justin Thomas komu svo næstir en báðir spiluðu þeir hringina fjóra á 275 höggum eða fimm höggum undir pari vallarins. Scott hefur haft hægt um sig í golfheiminum síðan hann tók árið 2014 með trompi. Það ár vann hann sitt fyrsta og eina risamót, Masters-mótið, og komst í efsta sæti heimslistans. Síðan þá hefur hann ekki unnið PGA-mót og var kominn niður í 16. sæti heimslistans. Á sama tíma og þessi 35 ára gamli kylfingur vann ekki neitt voru ungu strákarnir að slá í gegn. Jordan Spieth (átta titlar), Rory McIlroy (sjö titlar) og Jason Day (fimm titlar) unnu samtals 20 mót á milli sigra Scotts, en enginn þeirra er orðinn þrítugur. „Það er svo sannarlega léttir að vinna loksins mót aftur eftir eitt og hálft ár án sigurs. Það verður bara erfiðara og erfiðara að vinna mót nú til dags,“ sagði glaður Adam Scott eftir sigurinn. Hér að ofan má sjá það helsta frá lokadeginum en hér að neðan má sjá geggjað högg Scotts úr sandgryfju 136 metra frá pinna. Golf Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Adam Scott stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic-mótinu sem kláraðist á PGA National-vellinum á Flórída í gærkvöldi. Fyrir sigurinn fékk hann rétt tæpar 142 milljónir króna. Scott lék lokahringinn á pari eftir að fá þrjá fugla og þrjá skolla, en í heildina spilaði hann hringina fjóra á níu högum undir pari. Hann lagði grunninn að sigrinum á öðrum og þriðja hring sem hann spilaði á níu undir. Spánverjinn Sergio Garcia var í harðri baráttu við Scott um sigurinn, en Garcia spilaði lokahringinn á einu höggi yfir pari. Hann fór völlinna í heildina á 272 höggum eða átta höggum undir pari, höggi meira en Scott og þurfti því að sætta sig við annað sætið. Bandaríkjamennirnir Blayne Barber og Justin Thomas komu svo næstir en báðir spiluðu þeir hringina fjóra á 275 höggum eða fimm höggum undir pari vallarins. Scott hefur haft hægt um sig í golfheiminum síðan hann tók árið 2014 með trompi. Það ár vann hann sitt fyrsta og eina risamót, Masters-mótið, og komst í efsta sæti heimslistans. Síðan þá hefur hann ekki unnið PGA-mót og var kominn niður í 16. sæti heimslistans. Á sama tíma og þessi 35 ára gamli kylfingur vann ekki neitt voru ungu strákarnir að slá í gegn. Jordan Spieth (átta titlar), Rory McIlroy (sjö titlar) og Jason Day (fimm titlar) unnu samtals 20 mót á milli sigra Scotts, en enginn þeirra er orðinn þrítugur. „Það er svo sannarlega léttir að vinna loksins mót aftur eftir eitt og hálft ár án sigurs. Það verður bara erfiðara og erfiðara að vinna mót nú til dags,“ sagði glaður Adam Scott eftir sigurinn. Hér að ofan má sjá það helsta frá lokadeginum en hér að neðan má sjá geggjað högg Scotts úr sandgryfju 136 metra frá pinna.
Golf Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn