Augljós auðlind Magnús Guðmundsson skrifar 29. febrúar 2016 07:00 Þetta land er opið sár og ein lifandi kvika. Og þjóðin sem býr á þessu sérstaka landi endurspeglar það skemmtilega. Við minnsta rof í samfélagi þjóðarinnar á hún það til að gjósa eins og eldfjall og farvegurinn sem eitt sinn lá um heitu pottana í laugunum og kaffistofur vinnustaða liggur nú eftir kommentakerfum netmiðla og um spjallþræði samfélagsmiðla og það oft af minnsta tilefni. Það er stundum synd hvað við missum fyrir vikið af stóru málunum. Edduverðlaunin sem voru afhent í gærkvöldi eru ágætis dæmi um þetta. Í þessum rituðu orðum erum við enn í aðdragandanum á sunnudagssíðdegi og ekki komið í ljós hverjir hreppa Eddur í ár en efalítið eru þau öll vel að því komin. Stóra málið er hins vegar að árið 2015 var ótrúlegt fyrir íslenska kvikmyndagerð. Þetta er ekkert kvikmyndavor. Þetta er bullandi bíósumar árið um kring þar sem íslenskar kvikmyndir rökuðu til sín yfir hundrað verðlaunum á kvikmyndahátíðum víða um veröldina. Það slagar hátt í verðlaun þriðja hvern dag ársins! Þessi góði árangur er ekkert sjálfsprottið fyrirbæri eða tilviljun. Að baki liggur botnlaus vinna hæfileikaríkra íslenskra kvikmyndagerðarmanna í listrænum og metnaðarfullum verkum sem heillað hafa fagfólk sem og áhorfendur á kvikmyndahátíðum. Þetta fólk, þekking þess og færni, er auðlind sem við sem þjóð þurfum að virkja til áframhaldandi góðra verka og frekari sigra okkur öllum til farsældar bæði listrænt sem og fjárhagslega. Það er líka gott að hafa í huga að heimur listrænna kvikmynda er ört stækkandi fyrirbæri á heimsvísu og þar liggja ómæld tækifæri fyrir þá sem hafa þor til þess að sækja fram til nýrra sigra. Það verður forvitnilegt að sjá hvort íslenska ríkið hefur þetta þor og rænu til þess að auka margfalt fjárfestingar í þessari ört vaxandi atvinnugrein. Það hefur hins vegar verið dálítið raunalegt að fylgjast með aðdraganda Edduverðlaunanna, uppskeruhátíð kvikmynda- og sjónvarpsfólks á Íslandi, þar sem umfjöllunin og áhuginn hefur einkum legið í því hver tekur þátt og hver mætir í veisluna og hver ekki. Auðvitað geta allir hætt og farið heim eða „halt síns eigin partí“ eins og partídrottningin sagði um árið en það er eiginlega synd að þetta skuli vera orðið að aðalatriði. Auðvitað liggur ábyrgðin að einhverju leyti hjá fjölmiðlum sem keppast við að auka lestur, hlustun og áhorf til þess að lifa af í hörðu samkeppnisumhverfi. Það sem er lesið og það sem er rætt er það sem miðlarnir þurfa að treysta á til þess að ná sér í auglýsendur með tilheyrandi tekjum. Karpið og athyglin hefur að mestu snúist um þann hluta Edduverðlaunanna er snýr að sjónvarpshlutanum og með fullri virðingu fyrir mikilvægi þess að vel sé að þeim málum staðið þá er synd að kvikmyndahlutinn hafi fyrir vikið ekki vakið meiri athygli. Það er því óskandi að nú, að öllum upphlaupum liðnum, verði íslenskar kvikmyndir á allra vörum og fyrir allra augum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Þetta land er opið sár og ein lifandi kvika. Og þjóðin sem býr á þessu sérstaka landi endurspeglar það skemmtilega. Við minnsta rof í samfélagi þjóðarinnar á hún það til að gjósa eins og eldfjall og farvegurinn sem eitt sinn lá um heitu pottana í laugunum og kaffistofur vinnustaða liggur nú eftir kommentakerfum netmiðla og um spjallþræði samfélagsmiðla og það oft af minnsta tilefni. Það er stundum synd hvað við missum fyrir vikið af stóru málunum. Edduverðlaunin sem voru afhent í gærkvöldi eru ágætis dæmi um þetta. Í þessum rituðu orðum erum við enn í aðdragandanum á sunnudagssíðdegi og ekki komið í ljós hverjir hreppa Eddur í ár en efalítið eru þau öll vel að því komin. Stóra málið er hins vegar að árið 2015 var ótrúlegt fyrir íslenska kvikmyndagerð. Þetta er ekkert kvikmyndavor. Þetta er bullandi bíósumar árið um kring þar sem íslenskar kvikmyndir rökuðu til sín yfir hundrað verðlaunum á kvikmyndahátíðum víða um veröldina. Það slagar hátt í verðlaun þriðja hvern dag ársins! Þessi góði árangur er ekkert sjálfsprottið fyrirbæri eða tilviljun. Að baki liggur botnlaus vinna hæfileikaríkra íslenskra kvikmyndagerðarmanna í listrænum og metnaðarfullum verkum sem heillað hafa fagfólk sem og áhorfendur á kvikmyndahátíðum. Þetta fólk, þekking þess og færni, er auðlind sem við sem þjóð þurfum að virkja til áframhaldandi góðra verka og frekari sigra okkur öllum til farsældar bæði listrænt sem og fjárhagslega. Það er líka gott að hafa í huga að heimur listrænna kvikmynda er ört stækkandi fyrirbæri á heimsvísu og þar liggja ómæld tækifæri fyrir þá sem hafa þor til þess að sækja fram til nýrra sigra. Það verður forvitnilegt að sjá hvort íslenska ríkið hefur þetta þor og rænu til þess að auka margfalt fjárfestingar í þessari ört vaxandi atvinnugrein. Það hefur hins vegar verið dálítið raunalegt að fylgjast með aðdraganda Edduverðlaunanna, uppskeruhátíð kvikmynda- og sjónvarpsfólks á Íslandi, þar sem umfjöllunin og áhuginn hefur einkum legið í því hver tekur þátt og hver mætir í veisluna og hver ekki. Auðvitað geta allir hætt og farið heim eða „halt síns eigin partí“ eins og partídrottningin sagði um árið en það er eiginlega synd að þetta skuli vera orðið að aðalatriði. Auðvitað liggur ábyrgðin að einhverju leyti hjá fjölmiðlum sem keppast við að auka lestur, hlustun og áhorf til þess að lifa af í hörðu samkeppnisumhverfi. Það sem er lesið og það sem er rætt er það sem miðlarnir þurfa að treysta á til þess að ná sér í auglýsendur með tilheyrandi tekjum. Karpið og athyglin hefur að mestu snúist um þann hluta Edduverðlaunanna er snýr að sjónvarpshlutanum og með fullri virðingu fyrir mikilvægi þess að vel sé að þeim málum staðið þá er synd að kvikmyndahlutinn hafi fyrir vikið ekki vakið meiri athygli. Það er því óskandi að nú, að öllum upphlaupum liðnum, verði íslenskar kvikmyndir á allra vörum og fyrir allra augum.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun