Nýtt lag frá Kristínu Stefáns: „Lagið minnir okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2016 15:30 Kristín Stefánsdóttir. vísir Tónlistarkonan Kristín Stefánsdóttir, hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Join In. Lag og texta samdi Kristín en lagið var unnið í samvinnu við Daða Birgisson og Kristjönu Stefánsdóttur. Upptökustjóri og framleiðandi er Daði sem jafnframt spilar á hljómborð og bassa, Kristjana aðstoðaði við söngupptökur, Gísli Magna Sigríðarson syngur bakraddir, Börkur Hrafn Birgisson er á gítar og Kristinn Snær Agnarsson á trommum. Þetta er annað lagið sem Kristín sendir frá sér. Þetta lag samdi hún fyrir lokatónleikana sína í Danmörku en hún var við nám í Complete Vocal söngskólanum þar. „Lag og texti varð til í flugvélinni þegar ég var einu sinni sem oftar á leið þangað. Ég var að lesa bókina hans Guðna Gunnarssonar, Máttur viljans og lagið kviknaði út frá þeim lestri. Lagið var fullskapað þegar ég lenti og ég fékk síðan einvala lið tónlistarmanna til að hjálpa mér að láta það verða að veruleika.“ Hún segist vera mjög sátt með útkomuna. „Lagið hefur fallegan boðskap; að minna okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum. Það er svo ótrúlega mikilvægt að gleyma því ekki. Mér fannst takast einstaklega vel til með útsetninguna, lagið hefur sérstakan sígildan blæ og mikla hlýju sem hæfir boðskap lagsins vel. Ég er fyrst og fremst innilega þakklát öllum þeim frábæru listamönnum sem unnu með mér bæði á sviði tónlistar og myndbandsgerðar og ljáðu mér krafta sína. Að fá eina litla hugmynd í kollinn og sjá hana svo fæðast er algjörlega magnað“. Myndbandið við lagið var unnið af Eventa Films en það má sjá hér að neðan. Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tónlistarkonan Kristín Stefánsdóttir, hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Join In. Lag og texta samdi Kristín en lagið var unnið í samvinnu við Daða Birgisson og Kristjönu Stefánsdóttur. Upptökustjóri og framleiðandi er Daði sem jafnframt spilar á hljómborð og bassa, Kristjana aðstoðaði við söngupptökur, Gísli Magna Sigríðarson syngur bakraddir, Börkur Hrafn Birgisson er á gítar og Kristinn Snær Agnarsson á trommum. Þetta er annað lagið sem Kristín sendir frá sér. Þetta lag samdi hún fyrir lokatónleikana sína í Danmörku en hún var við nám í Complete Vocal söngskólanum þar. „Lag og texti varð til í flugvélinni þegar ég var einu sinni sem oftar á leið þangað. Ég var að lesa bókina hans Guðna Gunnarssonar, Máttur viljans og lagið kviknaði út frá þeim lestri. Lagið var fullskapað þegar ég lenti og ég fékk síðan einvala lið tónlistarmanna til að hjálpa mér að láta það verða að veruleika.“ Hún segist vera mjög sátt með útkomuna. „Lagið hefur fallegan boðskap; að minna okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum. Það er svo ótrúlega mikilvægt að gleyma því ekki. Mér fannst takast einstaklega vel til með útsetninguna, lagið hefur sérstakan sígildan blæ og mikla hlýju sem hæfir boðskap lagsins vel. Ég er fyrst og fremst innilega þakklát öllum þeim frábæru listamönnum sem unnu með mér bæði á sviði tónlistar og myndbandsgerðar og ljáðu mér krafta sína. Að fá eina litla hugmynd í kollinn og sjá hana svo fæðast er algjörlega magnað“. Myndbandið við lagið var unnið af Eventa Films en það má sjá hér að neðan.
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira