Umfjöllun og viðtöl: Höttur - ÍR 93-70 | Höttur gefst ekki upp Gunnar Gunnarsson á Egilsstöðum skrifar 25. febrúar 2016 22:30 Tobin Carberry skilaði ótrúlegum tölum í kvöld. vísir/anton Höttur þurfti sigur í kvöld gegn ÍR til að eiga möguleika á áframhaldandi sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Leikskipulag Hattarmanna gekk upp gegn ÍR-ingum sem vart er hægt að segja að hafi mætt í Egilsstaði. Borche Ilievski tók sitt fyrsta leikhlé eftir þrjá og hálfa mínútu þótt Höttur væri ekki nema 6-1 yfir. Honum líkaði ekki það sem hann sá frá sínu liði og lái honum hver sem vill því ÍR-liðið var andlaust, einkum var sóknarleikur þess í molum. Leikhléið skilaði sínu. ÍR-ingar mættu Hattarmönnum framarlega í öllum innköstum og hraði kom í sóknarleikinn þannig þær enduðu með skotum. Þetta skilaði því að ÍR-ingar komust í fyrsta sinn yfir með síðustu körfu leikhlutans, 17-19. Fyrsta og eina skiptið. Höttur skoraði fyrstu fimm stig annars leikhluta og héldu áfram með að raða niður tveimur stigum fyrir hvert sem ÍR skoraði, alls 32 gegn 16 í leikhlutanum og fóru með 49-35 forskot inn í hálfleik. Höttur spilaði sterka vörn og ÍR afleita sókn. Nokkrar sendingar fóru beint í hendur Hattarmanna sem refsuðu grimmilega með skyndisóknum þar sem Tobin Carberry var yfirleitt fremstur. ÍR-ingar höfðu haft ágæt tök á Carberry í fyrsta leikhluta en misstu þau gjörsamlega þarna og náðu þeim aldrei aftur. Hann endaði leikinn með 42 stig, 14 fráköst og tíu stoðsendingar. Höttur þurfti ekki bara að vinna leikinn heldur helst vinna hann með 15 stigum eða meira til að hafa betur gegn ÍR í innbyrðisviðureignum sem gætu skipt máli í lokin. Með fjórtán stiga forskoti var það orðið raunhæft. Hagur Hattar vænkaðist áfram í byrjun þriðja leikhluta með tólf stigu gegn einu frá ÍR á fyrstu 2:40 mínútunum og komust í 61-36. Borche tók leikhlé en það varð ekki nema til að stöðva skriðið. Forskotið fór ekki undir 15 stigin það sem eftir var leiks. Villur höfðu safnast upp á ÍR-liðið, einkum í fyrri hálfleik og svo fór að tveir leikmenn þess fóru af velli með fimm villur um miðjan fjórða leikhluta og fleiri voru í vandræðum. Það skipti ekki máli. Sigurinn var Hattar og var nógu stór. Hrósa má Hetti fyrir frábæra vörn, almennt agaðan sóknarleik og stjörnuleik Tobins og Mirko Virijevic, sem skoraði 19 stig og tók 15 fráköst. ÍR-ingar geta ekkert jákvætt tekið út úr sínum leik, nema kannski nokkrar troðslu Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar. Hann skoraði reyndar nokkrar fallegar utan þriggja stiga línunnar líka og varð stigahæstur gestanna með 16 stig.Borche Ilievski: Verðum að tala saman í fúlustu alvöru á morgun Borche Ilievski, þjálfari ÍR, segir að leikmenn hans verði að skoða sinn gang næstu daga eftir rúmlega 20 stiga tap fyrir Hetti í kvöld. „Við vorum virkilega lélegir í kvöld. Við byrjuðum leikinn illa en rönkuðum við okkur og vorum tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Eftir það hættum við. Það vantaði einhverja stemmingu í liðið. Við fundum aldrei taktinn í næstu þremur leikhlutum og töpuðum illa. Við höfum átt í vandamálum en þau eru ekki afsökun. Við náðum einu sinni æfingu þar sem allur hópurinn var með í aðdraganda leiksins og það dugar ekki, sama hver andstæðingurinn er. Við verðum að tala alvarlega saman á morgun, æfa vel og bæta okkur í næsta leik. Tobin og Mirko voru frábærir og við fundum engar leiðir til að stöðva þá. Höttur barðist vel og verðskuldaði sigurinn.“ Í dag varð ljóst að Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell leikur ekki meira á leiktíðinni eftir að hafa veikst illa af lungnabólgu. „Það er áfall að missa hann. Hann er mikill frákastari og margt í leik okkar valt á honum en við verðum að spila eins vel og við getum án hans.“ Með leiknum í kvöld hefur ÍR tapað sex leikjum í röð. Liðið er fjórum stigum frá FSu og Hetti í fallsætunum þegar þrjár umferðar eru eftir. „Nei, ég held að við höfum ekki dregist inn í fallbaráttuna með þessum leik en við sjáum hvað gerist. Við verðum að standa saman, endurheimta stemminguna og vinna, þótt ekki sé nema fyrir stoltið.“Hreinn Gunnar: Við ætluðum að loka leið þeirra að körfunni Hreinn Gunnar Birgisson, fyrirliði Hattar, telur liðið enn eiga möguleika á að bjarga sér frá falli þótt það þurfi hið minnsta að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og frábær frammistaða hjá liðinu í heild. Við þurfum að vinna þá ef ÍR tapar sínum leikjum og það er vel gerlegt. Öfugt miðað við það sem við höfum gert í vetur þá kláruðum við það sem við ætluðum að gera, bæði að vinna leikinn og vinna hann með 15 stigum eða meiru. Við lögðum upp með að loka leið þeirra að körfunni og láta reyna á skot þeirra fyrir utan. Það gekk eftir.“Viðar Örn: Við vorum töffarar í dag Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, útnefndi leikinn gegn ÍR í kvöld þann besta sem Höttur hefði spilað á leiktíðinni. Niðurstaðan var 93-70 sigur og áframhaldandi möguleiki á sæti í úrvalsdeild að ári. Við bættist pressa að vinna með 15 stigum til að hafa betur í innbyrðisviðureignum gegn ÍR. „Þetta var besta frammistaðan heilt yfir í 40 mínútur. Við ræddum það snemma vikunnar að klára hvern leikhluta vel en við höfum stundum endað þá illa. Það gekk eftir og við náðum alltaf að bæta í. Þótt ÍR-ingar væru tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta þá vorum við að gera það sem beðið var um og höfðum trú á verkefninu og héldum áfram að gera það sem við ætluðum. ÍR-ingar komust aldrei á skrið. Við stjórnuðum hraðanum og hægðum þeirra aðgerðir niður. Strákarnir spiluðu frábæra vörn í dag og voru töffarar í dag.“ Viðar segir að hann hafi aldrei verið stressaður um að missa forskotið niður fyrir 15 stig í síðasta leikhluta. „Við gerðum tvisvar smá mistök þar þannig að forskotið fór niður í 18-19 stig og ÍR-ingarnir reyndu að garga og góla til að rífa upp stemmingu en við stjórnuðum þessu.“ Tobin Carberry átti stórleik, skoraði 42 stig og ÍR-ingar réðu ekkert við hann. „Við sátum tveir eftir uppi í klefa þegar flestir aðrir voru farnir að hita upp og ég bað hann um að spila sinn besta leik á ferlinum til þessa. Þetta var einn af betri leikjum hans fyrir Hött.“ Til að ná ÍR að stigum, miðað við að Breiðholtsliðið tapi síðustu þremur leikjum sínum, þarf Höttur að vinna tvo af þremur leikjum. „Þessi sigur gerir það að verkum að við erum áfram í baráttunni. Við vorum komnir með bakið þéttingsfast upp að vegg og hálstak að auki en nú höfum við smá rúm. Við gætum sloppið með að vinna tvo leiki en ef við höldum áfram að spila svona og bæta okkur þá getum við unnið öll lið. Ég leyfi mér að segja að við höfum spilað flottan bolta eftir áramót og það er að byggjast upp sjálfstraust innan hópsins. Staðan er ansi þung en það hentar okkur kannski vel að vera með bakið upp að vegg.Höttur-ÍR 93-70 (17-19, 32-16, 26-20, 18-15)Höttur: Tobin Carberry 42/14 fráköst/10 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 19/15 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 9/6 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 9, Ásmundur Hrafn Magnússon 9, Sigmar Hákonarson 3/6 stoðsendingar, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 2.ÍR: Björgvin Hafþór Ríkharðsson 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 14/6 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 12/4 fráköst, Daði Berg Grétarsson 8, Sveinbjörn Claessen 7/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 6/4 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 1, Trausti Eiríksson 1/5 fráköst.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira
Höttur þurfti sigur í kvöld gegn ÍR til að eiga möguleika á áframhaldandi sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Leikskipulag Hattarmanna gekk upp gegn ÍR-ingum sem vart er hægt að segja að hafi mætt í Egilsstaði. Borche Ilievski tók sitt fyrsta leikhlé eftir þrjá og hálfa mínútu þótt Höttur væri ekki nema 6-1 yfir. Honum líkaði ekki það sem hann sá frá sínu liði og lái honum hver sem vill því ÍR-liðið var andlaust, einkum var sóknarleikur þess í molum. Leikhléið skilaði sínu. ÍR-ingar mættu Hattarmönnum framarlega í öllum innköstum og hraði kom í sóknarleikinn þannig þær enduðu með skotum. Þetta skilaði því að ÍR-ingar komust í fyrsta sinn yfir með síðustu körfu leikhlutans, 17-19. Fyrsta og eina skiptið. Höttur skoraði fyrstu fimm stig annars leikhluta og héldu áfram með að raða niður tveimur stigum fyrir hvert sem ÍR skoraði, alls 32 gegn 16 í leikhlutanum og fóru með 49-35 forskot inn í hálfleik. Höttur spilaði sterka vörn og ÍR afleita sókn. Nokkrar sendingar fóru beint í hendur Hattarmanna sem refsuðu grimmilega með skyndisóknum þar sem Tobin Carberry var yfirleitt fremstur. ÍR-ingar höfðu haft ágæt tök á Carberry í fyrsta leikhluta en misstu þau gjörsamlega þarna og náðu þeim aldrei aftur. Hann endaði leikinn með 42 stig, 14 fráköst og tíu stoðsendingar. Höttur þurfti ekki bara að vinna leikinn heldur helst vinna hann með 15 stigum eða meira til að hafa betur gegn ÍR í innbyrðisviðureignum sem gætu skipt máli í lokin. Með fjórtán stiga forskoti var það orðið raunhæft. Hagur Hattar vænkaðist áfram í byrjun þriðja leikhluta með tólf stigu gegn einu frá ÍR á fyrstu 2:40 mínútunum og komust í 61-36. Borche tók leikhlé en það varð ekki nema til að stöðva skriðið. Forskotið fór ekki undir 15 stigin það sem eftir var leiks. Villur höfðu safnast upp á ÍR-liðið, einkum í fyrri hálfleik og svo fór að tveir leikmenn þess fóru af velli með fimm villur um miðjan fjórða leikhluta og fleiri voru í vandræðum. Það skipti ekki máli. Sigurinn var Hattar og var nógu stór. Hrósa má Hetti fyrir frábæra vörn, almennt agaðan sóknarleik og stjörnuleik Tobins og Mirko Virijevic, sem skoraði 19 stig og tók 15 fráköst. ÍR-ingar geta ekkert jákvætt tekið út úr sínum leik, nema kannski nokkrar troðslu Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar. Hann skoraði reyndar nokkrar fallegar utan þriggja stiga línunnar líka og varð stigahæstur gestanna með 16 stig.Borche Ilievski: Verðum að tala saman í fúlustu alvöru á morgun Borche Ilievski, þjálfari ÍR, segir að leikmenn hans verði að skoða sinn gang næstu daga eftir rúmlega 20 stiga tap fyrir Hetti í kvöld. „Við vorum virkilega lélegir í kvöld. Við byrjuðum leikinn illa en rönkuðum við okkur og vorum tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Eftir það hættum við. Það vantaði einhverja stemmingu í liðið. Við fundum aldrei taktinn í næstu þremur leikhlutum og töpuðum illa. Við höfum átt í vandamálum en þau eru ekki afsökun. Við náðum einu sinni æfingu þar sem allur hópurinn var með í aðdraganda leiksins og það dugar ekki, sama hver andstæðingurinn er. Við verðum að tala alvarlega saman á morgun, æfa vel og bæta okkur í næsta leik. Tobin og Mirko voru frábærir og við fundum engar leiðir til að stöðva þá. Höttur barðist vel og verðskuldaði sigurinn.“ Í dag varð ljóst að Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell leikur ekki meira á leiktíðinni eftir að hafa veikst illa af lungnabólgu. „Það er áfall að missa hann. Hann er mikill frákastari og margt í leik okkar valt á honum en við verðum að spila eins vel og við getum án hans.“ Með leiknum í kvöld hefur ÍR tapað sex leikjum í röð. Liðið er fjórum stigum frá FSu og Hetti í fallsætunum þegar þrjár umferðar eru eftir. „Nei, ég held að við höfum ekki dregist inn í fallbaráttuna með þessum leik en við sjáum hvað gerist. Við verðum að standa saman, endurheimta stemminguna og vinna, þótt ekki sé nema fyrir stoltið.“Hreinn Gunnar: Við ætluðum að loka leið þeirra að körfunni Hreinn Gunnar Birgisson, fyrirliði Hattar, telur liðið enn eiga möguleika á að bjarga sér frá falli þótt það þurfi hið minnsta að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og frábær frammistaða hjá liðinu í heild. Við þurfum að vinna þá ef ÍR tapar sínum leikjum og það er vel gerlegt. Öfugt miðað við það sem við höfum gert í vetur þá kláruðum við það sem við ætluðum að gera, bæði að vinna leikinn og vinna hann með 15 stigum eða meiru. Við lögðum upp með að loka leið þeirra að körfunni og láta reyna á skot þeirra fyrir utan. Það gekk eftir.“Viðar Örn: Við vorum töffarar í dag Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, útnefndi leikinn gegn ÍR í kvöld þann besta sem Höttur hefði spilað á leiktíðinni. Niðurstaðan var 93-70 sigur og áframhaldandi möguleiki á sæti í úrvalsdeild að ári. Við bættist pressa að vinna með 15 stigum til að hafa betur í innbyrðisviðureignum gegn ÍR. „Þetta var besta frammistaðan heilt yfir í 40 mínútur. Við ræddum það snemma vikunnar að klára hvern leikhluta vel en við höfum stundum endað þá illa. Það gekk eftir og við náðum alltaf að bæta í. Þótt ÍR-ingar væru tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta þá vorum við að gera það sem beðið var um og höfðum trú á verkefninu og héldum áfram að gera það sem við ætluðum. ÍR-ingar komust aldrei á skrið. Við stjórnuðum hraðanum og hægðum þeirra aðgerðir niður. Strákarnir spiluðu frábæra vörn í dag og voru töffarar í dag.“ Viðar segir að hann hafi aldrei verið stressaður um að missa forskotið niður fyrir 15 stig í síðasta leikhluta. „Við gerðum tvisvar smá mistök þar þannig að forskotið fór niður í 18-19 stig og ÍR-ingarnir reyndu að garga og góla til að rífa upp stemmingu en við stjórnuðum þessu.“ Tobin Carberry átti stórleik, skoraði 42 stig og ÍR-ingar réðu ekkert við hann. „Við sátum tveir eftir uppi í klefa þegar flestir aðrir voru farnir að hita upp og ég bað hann um að spila sinn besta leik á ferlinum til þessa. Þetta var einn af betri leikjum hans fyrir Hött.“ Til að ná ÍR að stigum, miðað við að Breiðholtsliðið tapi síðustu þremur leikjum sínum, þarf Höttur að vinna tvo af þremur leikjum. „Þessi sigur gerir það að verkum að við erum áfram í baráttunni. Við vorum komnir með bakið þéttingsfast upp að vegg og hálstak að auki en nú höfum við smá rúm. Við gætum sloppið með að vinna tvo leiki en ef við höldum áfram að spila svona og bæta okkur þá getum við unnið öll lið. Ég leyfi mér að segja að við höfum spilað flottan bolta eftir áramót og það er að byggjast upp sjálfstraust innan hópsins. Staðan er ansi þung en það hentar okkur kannski vel að vera með bakið upp að vegg.Höttur-ÍR 93-70 (17-19, 32-16, 26-20, 18-15)Höttur: Tobin Carberry 42/14 fráköst/10 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 19/15 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 9/6 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 9, Ásmundur Hrafn Magnússon 9, Sigmar Hákonarson 3/6 stoðsendingar, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 2.ÍR: Björgvin Hafþór Ríkharðsson 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 14/6 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 12/4 fráköst, Daði Berg Grétarsson 8, Sveinbjörn Claessen 7/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 6/4 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 1, Trausti Eiríksson 1/5 fráköst.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira