Vefsala SVFR opnuð Karl Lúðvíksson skrifar 25. febrúar 2016 10:24 Mynd: www.svfr.is Nú hefur verið opnað fyrir vefsölu á veiðisvæði Stangaveiðifélags Reykjavíkur en eftir forúthlutun og frágang umsókna sést að mun meira var sótt um en á síðasta ári. Það sést vel þegar lausar stangir eru skoðaðar á vinsælum veiðisvæðum miðað við hvernig staðan var á sama tíma í fyrra. Það má nefna til dæmis flaggskip félagsins, Langá á Mýrum, en þar eru aðeins lausar stangir á stangli fyrir utan eitt holl um mánaðarmót ágúst september sem er óselt en það verður það varla lengi. Heildarveiðin í ánni í fyrra var 2.616 laxar á fyrsta sumrinu sem áinn var aðeins veidd á flugu og sú ákvörðun hefur greinilega dregið að veiðimenn sem vilja aðeins veiða í ám sem eru "fly-only" og þá sérstaklega erlendir veiðimenn. Nokkuð er laust í júlí á Bíldsfellinu í Soginu sem er alveg ótrúlegt enda er svæðið eitt það vinsælasta í ánni en það verður þó líklega fljótt að fara til utan félagsmanna. Meira úrval er á silungasvæðum SVFR en þau leyfi fara gjarnan mun jafnar heldur en leyfin í laxveiðiárnar. Það sem vekur einnig eftirtekt er að finna lausar stangir í september í Elliðaánum en það er geysilega skemmtilegur tími þar sem besta svæðið er flugusvæðið ofan við Árbæ og á þessum tíma er fiskurinn oft ansi tökuglaður. Þeir utan félagsmenn sem gátu ekki tekið þátt í úthlutun í Elliðaárnar verða þó líklega fljótir að grípa bestu dagana þar. Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði
Nú hefur verið opnað fyrir vefsölu á veiðisvæði Stangaveiðifélags Reykjavíkur en eftir forúthlutun og frágang umsókna sést að mun meira var sótt um en á síðasta ári. Það sést vel þegar lausar stangir eru skoðaðar á vinsælum veiðisvæðum miðað við hvernig staðan var á sama tíma í fyrra. Það má nefna til dæmis flaggskip félagsins, Langá á Mýrum, en þar eru aðeins lausar stangir á stangli fyrir utan eitt holl um mánaðarmót ágúst september sem er óselt en það verður það varla lengi. Heildarveiðin í ánni í fyrra var 2.616 laxar á fyrsta sumrinu sem áinn var aðeins veidd á flugu og sú ákvörðun hefur greinilega dregið að veiðimenn sem vilja aðeins veiða í ám sem eru "fly-only" og þá sérstaklega erlendir veiðimenn. Nokkuð er laust í júlí á Bíldsfellinu í Soginu sem er alveg ótrúlegt enda er svæðið eitt það vinsælasta í ánni en það verður þó líklega fljótt að fara til utan félagsmanna. Meira úrval er á silungasvæðum SVFR en þau leyfi fara gjarnan mun jafnar heldur en leyfin í laxveiðiárnar. Það sem vekur einnig eftirtekt er að finna lausar stangir í september í Elliðaánum en það er geysilega skemmtilegur tími þar sem besta svæðið er flugusvæðið ofan við Árbæ og á þessum tíma er fiskurinn oft ansi tökuglaður. Þeir utan félagsmenn sem gátu ekki tekið þátt í úthlutun í Elliðaárnar verða þó líklega fljótir að grípa bestu dagana þar.
Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði