Menning

Skissur af augnablikum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Lítil saga úr umhverfinu.
Lítil saga úr umhverfinu.
Grafísk verk Hildar Björnsdóttur eru til sýnis í veitingastofum Hannesarholts að Grundarstíg 10. Sýningin ber titilinn Innlit.

Hildur býr í Noregi og starfar þar sem myndlistarmaður og myndlistarkennari. Hún hefur haldið fjölmargar sýningar en þetta er í fyrsta sinn sem verk hennar koma fyrir almenningssjónir á Íslandi.



Eitt af verkum Hildar Björnsdóttur.
Flest verkin á sýningunni í Hannesarholti eiga uppruna sinn í skissum af augnablikum, þar sem Hildur einbeitir sér að viðfangsefninu og teiknar upplifun sína án þess að líta á pappírinn – með svokallaðri blindteikningu.

Hún sækir meðal annars innblástur í íslenska náttúru og ferðalög víðs vegar um heim verða að litlum sögum í verkum hennar.

Hildur verður í Hannesarholti frá klukkan 14 sunnudaginn 28. febrúar. Sýningin Innlit mun standa þar til 20. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.