Skilnaðarbörnin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Ég tilheyri því sem verður vafalaust innan tíðar þekkt sem vísitölufjölskyldan miðað við skilnaðarvagninn sem sífellt fleiri virðast stökkva á. Krakkarnir eru hjá mér aðra hverja viku og hjá mömmu sinni hina. Við erum svo heppin með samskipti okkar á milli að krakkarnir virðast enn sem komið er ekki sjá neinn ókost við fyrirkomulagið. Þau eru jafn sátt og foreldrarnir. Ástæða þess að við fyrrverandi erum svona sátt tengist því vafalítið að bæði eru laus úr sambandi sem var langt í frá að vera fullkomið þótt það væri alls ekki slæmt. Í breyttu fyrirkomulagi getur maður slakað á eina vikuna, hugsað vel um sjálfan sig og tekið svo endurnærður á móti krökkunum og gefið þeim mun meira af sér hina vikuna. Hljómar kannski eigingjarnt en í okkar tilfelli held ég að þetta hafi verið til bóta, fyrir alla. Dóttir mín er farin að spyrja hvort ég ætli ekki að finna mér fallega konu og giftast henni. Sonur minn minnir hana á að ég sé „búinn að giftast mömmu“ og svo ræða þau hve oft maður megi giftast. Allt endar yfirleitt í hlátrasköllum. Fyrirkomulagið núna er samt svo gott að hugsunin um að fara aftur í samband og sameina fjölskyldur með öllu tilheyrandi er fjarlæg. Það þyrfti í það minnsta að ígrunda vel og lengi áður en stóra skrefið yrði stigið, aftur. Auðvitað eru alls konar praktískir ókostir við núverandi fyrirkomulag. Það er dýrara, kallar á meiri skipulagningu, krakkarnir sakna stundum hins foreldrisins og öfugt. Vika getur verið langur tími fyrir smáfólk. En ef foreldrarnir eru skilningsríkir, í garð hvort annars og barnanna, og ekki á hvínandi kúpunni þá á þetta samt allt að geta gengið upp og hefur sem betur fer gert í á þriðja ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun
Ég tilheyri því sem verður vafalaust innan tíðar þekkt sem vísitölufjölskyldan miðað við skilnaðarvagninn sem sífellt fleiri virðast stökkva á. Krakkarnir eru hjá mér aðra hverja viku og hjá mömmu sinni hina. Við erum svo heppin með samskipti okkar á milli að krakkarnir virðast enn sem komið er ekki sjá neinn ókost við fyrirkomulagið. Þau eru jafn sátt og foreldrarnir. Ástæða þess að við fyrrverandi erum svona sátt tengist því vafalítið að bæði eru laus úr sambandi sem var langt í frá að vera fullkomið þótt það væri alls ekki slæmt. Í breyttu fyrirkomulagi getur maður slakað á eina vikuna, hugsað vel um sjálfan sig og tekið svo endurnærður á móti krökkunum og gefið þeim mun meira af sér hina vikuna. Hljómar kannski eigingjarnt en í okkar tilfelli held ég að þetta hafi verið til bóta, fyrir alla. Dóttir mín er farin að spyrja hvort ég ætli ekki að finna mér fallega konu og giftast henni. Sonur minn minnir hana á að ég sé „búinn að giftast mömmu“ og svo ræða þau hve oft maður megi giftast. Allt endar yfirleitt í hlátrasköllum. Fyrirkomulagið núna er samt svo gott að hugsunin um að fara aftur í samband og sameina fjölskyldur með öllu tilheyrandi er fjarlæg. Það þyrfti í það minnsta að ígrunda vel og lengi áður en stóra skrefið yrði stigið, aftur. Auðvitað eru alls konar praktískir ókostir við núverandi fyrirkomulag. Það er dýrara, kallar á meiri skipulagningu, krakkarnir sakna stundum hins foreldrisins og öfugt. Vika getur verið langur tími fyrir smáfólk. En ef foreldrarnir eru skilningsríkir, í garð hvort annars og barnanna, og ekki á hvínandi kúpunni þá á þetta samt allt að geta gengið upp og hefur sem betur fer gert í á þriðja ár.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun