Sport

Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dos Anjos og Conor á blaðamannafundi á dögunum.
Dos Anjos og Conor á blaðamannafundi á dögunum. vísir/getty
Það varð ljóst í dag að ekkert verður af bardaga Rafael dos Anjos og Conor McGregor í byrjun næsta mánaðar.

Dos Anjos er meiddur og hefur þurft að draga sig úr bardaganum. Hann ætlaði að verja léttvigtarbeltið sitt gegn McGregor.

Samkvæmt heimildum MMAfighting.com þá meiddist Dos Anjos á fæti í síðustu viku.

Heimildir síðunnar herma einnig að verið sé að leita að einhverjum til þess að berjast við McGregor eftir ellefu daga. Ekki er vitað hvort það verði þá bardagi í léttvigt eða fjaðurvigt.

Þetta er í annað sinn sem brasilískur heimsmeistari dregur sig úr bardaga gegn Conor. Jose Aldo gerði það er þeir áttu að berjast síðasta sumar. Aldo mætti loksins í búrið með Conor í desember og var rotaður á 13 sekúndum.

Verður áhugavert að sjá hvað gerist í kjölfarið og hvern UFC fær til þess að berjast við Conor. Er þeir fundu andstæðing gegn Conor síðasta sumar var það upp á bráðabirgðabelti í fjaðurvigtinni. Spurning hvort UFC spili þann leik aftur.

Eins og sjá má hér að neðan var þjálfari Conors, John Kavangh, svekktur er hann heyrði af þessu.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×