Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu 22. febrúar 2016 11:27 Mikil eftirspurn er frá erlendum ferðamönnum eftir bílaleigubílum frá einstaklingum hér á landi að sögn Viktors Þórissonar, sem rekur einkabílaleiguna CarRenters.is. Víða um heim hafa einkabílaleigur orðnið vinsælar síðastliðin ár eins og margt annað sem heyrir undir deilihagkerfið (e. peer to peer). ,,Við erum með með rúmlega 100 bíla skráða en það þyrfti að auka talvert bílafjöldann til að anna eftirspurn. Erlendir ferðamenn sækja mjög mikið í einkabílaleigu. Eftirspurn hefur alla tíð verið meiri en framboð bíla yfir sumartímann og er að aukast. Algent er að einstaklingar fái um 300.000 - 800.000 krónur í tekjur yfir sumarið ef þeir lána bílinn sinn,” segir Viktor en hann stofnaði CarRenters árið 2013. Þetta er fyrsta einkabílaleiga sem stofnuð var Íslandi og hefur verið starfrækt síðan. Carrenters virkar þannig að einstaklingar skrá bílinn sinn, í framhaldinu fá þeir skilaboð og/eða bókanir frá væntanlegum leigjendum. Eigendur afhenda síðan bílinn og fá 80% verðsins greitt að leigu lokinni. ,,Einnig er í boði að láta fulltrúa CarRenters.is sjá um afhendingu og móttöku á bílnum gegn greiðslu. Virkni síðunnar er í raun sú sama og airbnb nema það að um bíla er að ræða í stað íbúða. Einnig er sá munur á að skýr lög hafa verið sett um þessa starfsemi af Alþingi og er því ekkert á neinskonar gráu svæði með þetta lýkt og með airbnb. Síðasta sumar voru sett lög á alþingi sem taka á svona starfsemi og eru nú réttindi og skyldur hvers aðila skýr,” segir Viktor. Hann segir að velta síðasta mánaðar hafi verið um sjöföld samanborið við sama mánuð í fyrra. Leigan á fólksbílum hjá CarRenters er í kringum 10.000 kr á dag, jepplingar í kringum 15.000 kr á dag og stærri jeppar allt að18.000 kr á dag. ,,Þessir bílar hafa yfirleitt fullbókast yfir sumarið. Einn 7 manna jeppi hefur nú þegar bókast fyrir yfir milljón krónur fyrir næsta sumar. Það má segja að nú sé rétti tíminn til að skrá bíla. CarRenters er í samstarfi við öll tryggingarfélög landsins og tilkynnir þeim um hverja leigu sem á sér stað. Iðgjald eigenda hækkar um í kringum 1.000 kr fyrir hvern leigðan dag,” segir Viktor. Hann segir ennfremur að CarRenters sé að vinna í að útvíkka starfsemina til annarra landa og er í samstarfi við trygginarlögfræðinga erlendis vegna þess. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent
Mikil eftirspurn er frá erlendum ferðamönnum eftir bílaleigubílum frá einstaklingum hér á landi að sögn Viktors Þórissonar, sem rekur einkabílaleiguna CarRenters.is. Víða um heim hafa einkabílaleigur orðnið vinsælar síðastliðin ár eins og margt annað sem heyrir undir deilihagkerfið (e. peer to peer). ,,Við erum með með rúmlega 100 bíla skráða en það þyrfti að auka talvert bílafjöldann til að anna eftirspurn. Erlendir ferðamenn sækja mjög mikið í einkabílaleigu. Eftirspurn hefur alla tíð verið meiri en framboð bíla yfir sumartímann og er að aukast. Algent er að einstaklingar fái um 300.000 - 800.000 krónur í tekjur yfir sumarið ef þeir lána bílinn sinn,” segir Viktor en hann stofnaði CarRenters árið 2013. Þetta er fyrsta einkabílaleiga sem stofnuð var Íslandi og hefur verið starfrækt síðan. Carrenters virkar þannig að einstaklingar skrá bílinn sinn, í framhaldinu fá þeir skilaboð og/eða bókanir frá væntanlegum leigjendum. Eigendur afhenda síðan bílinn og fá 80% verðsins greitt að leigu lokinni. ,,Einnig er í boði að láta fulltrúa CarRenters.is sjá um afhendingu og móttöku á bílnum gegn greiðslu. Virkni síðunnar er í raun sú sama og airbnb nema það að um bíla er að ræða í stað íbúða. Einnig er sá munur á að skýr lög hafa verið sett um þessa starfsemi af Alþingi og er því ekkert á neinskonar gráu svæði með þetta lýkt og með airbnb. Síðasta sumar voru sett lög á alþingi sem taka á svona starfsemi og eru nú réttindi og skyldur hvers aðila skýr,” segir Viktor. Hann segir að velta síðasta mánaðar hafi verið um sjöföld samanborið við sama mánuð í fyrra. Leigan á fólksbílum hjá CarRenters er í kringum 10.000 kr á dag, jepplingar í kringum 15.000 kr á dag og stærri jeppar allt að18.000 kr á dag. ,,Þessir bílar hafa yfirleitt fullbókast yfir sumarið. Einn 7 manna jeppi hefur nú þegar bókast fyrir yfir milljón krónur fyrir næsta sumar. Það má segja að nú sé rétti tíminn til að skrá bíla. CarRenters er í samstarfi við öll tryggingarfélög landsins og tilkynnir þeim um hverja leigu sem á sér stað. Iðgjald eigenda hækkar um í kringum 1.000 kr fyrir hvern leigðan dag,” segir Viktor. Hann segir ennfremur að CarRenters sé að vinna í að útvíkka starfsemina til annarra landa og er í samstarfi við trygginarlögfræðinga erlendis vegna þess.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent