Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Þúsund skref auka­lega skila 15 prósent lægri dánar­tíðni

Þúsund skref aukalega á dag lækka dánartíðni fólks um fimmtán prósent. Þetta kemur fram í rannsókn þar sem tvö hundruð og tuttugu þúsund manns var fylgt eftir um árabil. Endurhæfingarlæknir segir að öll viðbótarhreyfing bæti lífslíkur fólks, sérstaklega eldri hópa.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hátt raun­gengi að nálgast „þol­mörk“ og spá því að krónan muni gefa eftir

Þrátt fyrir miklar sveiflur í hagkerfinu síðustu misseri og ár hefur krónan haldist „ótrúlega stöðug“ en eftir talsverða hækkun á raungenginu er það komið á þann stað vera ekki sjálfbært við núverandi aðstæður, einkum fyrir samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, og margt sem bendir til að gengi krónunnar muni veikjast á árinu, að mati hagfræðinga Arion. Ólíklegt er að fjárfestar auki við framvirka stöðu sína með krónunni, samkvæmt greiningu bankans, sem endurspeglar meðal annars auknar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar og óvissu hver áhrifin verða af boðuðum komu- og auðlindagjöldum.

Innherji
Fréttamynd

Vetrarfjallamennska – öryggis­reglur

Fleiri og fleiri stunda nú fjallamennsku allt árið um kring og þar með vetrarfjallamennsku. Áður fyrr var það einkum björgunarsveitarfólk sem stundaði vetrarfjallamennsku en Ferðafélag Íslands og fleiri útivistarfélög og gönguklúbbar bjóða nú upp á dagskrá gönguferða yfir veturinn. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar hér um öryggi á fjöllum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ný leið fyrir ferða­menn með átta eld­fjöllum

Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar á Reykjanesi og á Suðurlandi eru nú að kynna nýja og spennandi leið fyrir ferðamenn, sem nær frá Fagradalsfjalli á Reykjanesi að Öræfajökli í sunnanverðum Vatnajökli. Leiðin er um 700 kílómetra.

Innlent
Fréttamynd

Máttur kaffi­bollans

Hvað er betra en góður kaffibolli á köldum janúar morgni? Góður kaffibolli í góðum félagsskap! Ég þori næstum að fullyrða að flestar stórar ákvarðanir, ný verkefni, samstarf eða annarskonar snilld hafi byrjað við kaffivél einhversstaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic

Eigendur sveitahótelsins á Hestheimum í Ásahreppi á Suðurlandi vita varla í hvorn fótinn þau eiga að stíga þessa dagana vegna gleði. Ástæðan er sú að hótelið þeirra var valið eitt af hundrað sérstökustu hótelum í heimi í fjögur hundruð síðna bók, sem National Georgraphic var að gefa út.

Innlent
Fréttamynd

Það er ekki eitt, það er allt

Nú er nýtt ár gengið í garð og ný ríkisstjórn tekin við. Það var ánægjulegt þegar nýja ríkisstjórnin tilkynnti að hún hafi engin áform um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kennir hins vegar ýmissa grasa.

Skoðun
Fréttamynd

Um eflingu rannsóknainnviða ferða­þjónustunnar

Fyrir um það bil 15 árum, vorið 2010, vakti birting á tölum um rannsóknarfé ferðaþjónustunnar nokkra athygli. Í ljós kom að ferðaþjónusta fékk 0,5% af heildarfjármagni sem ríkið varði til rannsóknarstarfs helstu atvinnuvega á árinu 2007.

Skoðun
Fréttamynd

Heilsa og vel­líðan ná­tengd góðu um­hverfi

Um áramót er góður tími til að setja sér ný markmið, stíga á stokk og strengja heit, líkt og Jóhannes Jósefsson glímukappi gerði forðum daga. Þá er tilvalið að huga að heilsunni, reglubundinni hreyfingu og heilbrigðu líferni. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar um heilsu og útivist.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Far­sæl fram­tíð í ferða­þjónustu – ef rétt er spilað úr stöðunni

Það kom mörgum á óvart að ný ríkisstjórn kynnti til sögunnar komugjöld og auðlindagjöld á ferðaþjónustuna til þess að standa undir kosningaloforðum á kjörtímabilinu. Í stað þess að gefa greininni svigrúm til að vaxa og styrkjast og stækka skattspor sitt með eðlilegum hætti á að grípa til sértækra skatta til þess að reyna að auka tekjurnar af greininni.

Umræðan
Fréttamynd

Skóga­skóli verður hótel

Fyrirtæki sem rekur þrjú hótel undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu hefur keypt hús Héraðsskólans á Skógum af íslenska ríkinu. Til stendur að reka þar gistingu með morgunmat.

Innlent
Fréttamynd

Sektuð fyrir að segjast vera best

Neytendastofa hefur sektað eigendur Guide to Europe um sjö hundruð þúsund krónur vegna ósannaðra og villandi fullyrðinga í markaðsefni. Stofnunin hefur einnig bannað Guide to Europe að birta slíkar fullyrðingar.

Neytendur
Fréttamynd

„Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á mat­seðlinum“

Ákveðnar áhyggjur og kurr ríkir innan ferðaþjónustunnar eftir daginn í dag þegar ný ríkisstjórn sýndi á spilin og kynnti stefnuyfirlýsingu sína. Meðal annars stendur til að leggja á auðlinda- og komugjöld á greinina sem veldur nokkrum áhyggjum innan greinarinnar að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann fagnar því þó að ekki standi til að hækka virðisaukaskatt á greinina og hlakkar til samstarfs með nýjum ráðherra.

Innlent