Sport

Dos Anjos klár í að berjast gegn Lawler

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rafael dos Anjos.
Rafael dos Anjos. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Rafael dos Anjos varð af sínum stærsta launaseðli er hann dró sig úr bardaganum gegn Conor McGregor með ellefu daga fyrirvara.

Hann missti ekki bara af miklum peningum heldur líka mikilli athygli því í ljós kom að Írinn er ekki ósigrandi eftir allt saman. Á því mun Nate Diaz græða.

„Ég fótbrotnaði maður og gat ekkert gert við þessu. Ég veit að fullt af fólki er að gera grín að því og kann ekki að meta það. Ég missti af stóra launaseðlinum en ég trúi því að Guð sé með áætlun fyrir mig og það sé því ástæða fyrir þessu,“ sagði Dos Anjos.

Conor ætlar væntanlega næst að verja titil sinn í fjaðurvigtinni þannig að það verður bið eftir því að Dos Anjos fái að berjast við Írann.

Léttvigtarmeistarinn er þó ekki búinn að gefast upp á að fá feitan launaseðil. Dos Anjos hefur nefnilega stungið upp á því að hann fari upp um flokk og berjist við veltivigtarmeistarann Robbie Lawler í UFC 200.

„Ég veit ekki hvað UFC er að hugsa en ég er klár í að berjast við alla. Ég fer upp í veltivigtina ef á þarf að halda. Ég virði Robbie Lawler en ef UFC vantar mann gegn honum þá er ég klár.“

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×