Bíó og sjónvarp

Héldu að George R.R. Martin væri dáinn

Samúel Karl Ólason skrifar
George R.R. Martin er enn á lífi.
George R.R. Martin er enn á lífi. Vísir/EPA
Margir aðdáendur Game of Thrones þáttanna og A Song of Ice and Fire bókanna fengu vægt kast í morgun. Töldu þeir að höfundur bókanna sem þættirnir vinsælu eru byggðir á væri dáinn. Hann hefur enn ekki lokið við að skrifa sjöttu bókina Winds of Winter, en við hana bætist svo sjöunda bókin.

Sir George Martin, sem oft var kallaður fimmti Bítillinn, er látinn og var það tilkynnt í morgun. Ljóst er að margir rugluðu nöfnum mannanna saman.

Á vef Independent eru sýnd þó nokkur tíst þar sem fólk nánast fagnar því að George Martin hafi dáið og ekki George RR Martin. Nokkur þeirra má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×