Sport

Diaz hrósar Conor: Mér finnst hann frábær

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nate Diaz fór illa með Conor McGregor.
Nate Diaz fór illa með Conor McGregor. vísir/getty
Nate Diaz gerði sér lítið fyrir og þaggaði niður í Íslandsvininum Conor McGregor um síðustu helgi, en Bandaríkjamaðurinn hengdi Írann í UFC-bardaga þeirra.

Eins og alltaf reif Conor mikinn kjaft í aðdraganda bardagans og Diaz reyndi að halda í við írska vélbyssukjaftinn, oftast án árangurs.

Þrátt fyrir allt sem var sagt er Diaz mjög ánægður með það sem Conor er að gera fyrir UFC en hann er orðinn skærasta stjarna bardagaheimsins og fékk fyrstur manna eina milljón dollara fyrir að berjast um síðustu helgi.

„Mér finnst hann frábær,“ segir Diaz í viðtali við Fox Sports. „Fullt af því sem hann segir hef ég sagt áður eða mér hefur dottið í hug að segja. Það gerir mig reiðan en hann kom þessu á framfæri og er að standa sig vel. Sem bardagaáhugamaður er þetta sem ég vill sjá. Hann kemur inn með flotta hluti og tólk tekur eftir þessu,“ segir Diaz.

Bandaríkjamaðurinn er ekki bara ánægður með Conor utan búrsins heldur einnig bardagastíl Írans. „Nú til dags eru allir glímumenn eða í crossfit. Það er ekkert gaman og alls er ekkert töff. Þegar það róast koma mennirnir úr blönduðu bardagalistunum og afgreiða þetta fólk. Ég fíla það sem Conor er að gera,“ segir Diaz.

Conor fór upp um tvo þyngdarflokka í veltivigt til að berjast við Diaz sem sjálfur fór upp um einn þyngdarflokk. Það gekk öllu betur hjá Diaz.

„Þetta eru blandaðar bardagalistir. Menn eiga að vera klárir í að mæta öllum hvenær sem er. Ég hef sjálfur reynt að fara upp um flokk því ég berst við hvern sem er,“ segir hann.

„Conor mun standa sig frábærlega en bara ekki á móti mér. Ég fór líka upp um þyngdarflokk og mér leið vel. Honum á eftir að líða vel líka,“ segir Nate Diaz.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Nate Diaz Has Given By Far The Most Honest Interview Of Any Of...

Nate Diaz Has Given By Far The Most Honest Interview Of Any Of Conor McGregor's Opponents #Respect #UFC196

Posted by The Fighting Irish - UFC on Tuesday, March 8, 2016
MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×