Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur helstu fyrirmyndirnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. mars 2016 09:00 Róbert Laxdal verður átján ára innan skamms og er með tvær nýjar plötur í smíðum. Kötturinn hans sem heitir Keli læðist hér inn á myndina. Vísir/Stefán Róbert Laxdal er sautján ára gamall rappari sem sendi í desember síðastliðnum frá sér sína fyrstu plötu og ber hún nafnið Púsluspil. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á rappi en segir jafnframt að móðir sín, Ingibjörg Ferdinandsdóttir, eigi sinn þátt í að kveikja áhugann á rappi. „Já, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á rappi. Mamma mín er líka oft að segja mér frá því, þegar ég var í maganum á henni, þá var hún mikið að hlusta á Snoop Dogg og Eminem og eitthvað svoleiðis, þannig að hún vill meina að hún hafi haft einhver áhrif á þetta,“ segir Róbert spurður út í rappáhugann. „Ég myndi líka segja að hún væri líklega helsti aðdáandi minn og sú sem sýnir þessu mestan áhuga,“ bætir Róbert við.Semur textana sjálfur Platan kom út á streymissíðunni SoundCloud, þar sem hægt er að hlusta á hana frítt. Hann semur alla textana á plötunni sjálfur en fékk þó smá aðstoð við gerð plötunnar, meðal annars frá félaga sínum, Arnóri Breka, en saman unnu þeir Rímnaflæði árið 2013. „Arnór á einhverja fjóra takta á plötunni og eitthvað í nokkrum textum. Svo er ég líka með aðra takta sem ég hef meðal annars keypt á netinu en þetta er náttúrulega bara frí plata þannig að ég er ekki að græða neitt á þessu. Ég gef Arnóri mikið kredit því hann mixaði líka plötuna,“ útskýrir Róbert. Tónlistarmaðurinn Valgeir Skagfjörð masteraði plötuna en Valgeir er fyrrverandi píanókennari Róberts. „Við kynntumst þegar ég var að læra á píanó hjá honum. Svo missti ég áhugann á píanóinu en hélt alltaf sambandi við hann. Hann bauðst svo til að mastera stök lög fyrir mig og á endanum masteraði hann alla plötuna.“Draumur að rappa með Emmsjé Gauta Róbert á sér nokkra uppáhaldsrappara og segir að Kanye West og Pharrell séu hans helstu áhrifavaldar en á hann sér einhverja uppáhaldsrappara hér á landi? „Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur eru í uppáhaldi í rappinu en almennt, þá finnst mér Ásgeir Trausti vera rosalega góður, ég myndi segja að platan hans væri uppáhaldi hjá mér núna.“ „Já, það væri alveg geðveikt,“ segir Róbert léttur í lundu, spurður út í hvort hann dreymi um að rappa með sínum uppáhaldsröppurum, Emmsjé Gauta og Úlfi Úlfi. Róbert er úr Mosfellsbænum, sem hefur jú alið af sér kanónur í íslensku rappsenunni eins og Dóra DNA og Steinda Jr, og stundar nám við Verzlunarskóla Íslands og er þar á öðru ári. Hann segist taka lítið eftir rappsenunni í Verzló en hefur áhuga á að vinna í tónlist með öðrum. „Ég tek lítið eftir því sem er að gerast í rappinu í Verzló en ég hef sjúklegan mikinn áhuga á að kynnast fólki sem er að gera tónlist og er á svipuðum aldri og ég,“ segir Róbert.Kominn með efni í nýja plötu Róbert leggur mikið í sköpun sína og vann til að mynda að sinni fyrstu plötu í næstum heilt ár. „Ég byrjaði að vinna í plötunni í janúar og hún kom út í desember, þannig að það fór alveg heilt ár í hana. Mér finnst að tónlistarmenn verði að hafa trú á sjálfum sér og því sem þeir eru að gera og alls ekki búa til einhverja ákveðna tegund af tónlist bara svo fólki líki við þá og hlusti á þá. Mér finnst að tónlistarmenn eigi að búa til tónlist sem þeim þykir vera best og helst leggja mikla vinnu í það sem þeir eru að gera,“ útskýrir Róbert. Um þessar mundir er hann að vinna að tveimur plötum, önnur verður á íslensku og hin á ensku. „Ég er næstum því alveg tilbúinn með nýja plötu. Ég er meira að segja líka að vinna í annarri plötu með félaga mínum, Davíð Fannari, en hún verður á ensku.“ Hann segir þó að hann eigi auðveldara með að skrifa texta á íslensku heldur en ensku. „Ég get skrifað eitt lag á íslensku á mjög stuttum tíma en þegar ég skrifa á ensku þarf ég að leggja meiri vinnu og tíma í þetta.“ Róbert veit ekki alveg hvenær næsta plata kemur út en gerir ráð fyrir að það verði á árinu. Tónlist Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Róbert Laxdal er sautján ára gamall rappari sem sendi í desember síðastliðnum frá sér sína fyrstu plötu og ber hún nafnið Púsluspil. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á rappi en segir jafnframt að móðir sín, Ingibjörg Ferdinandsdóttir, eigi sinn þátt í að kveikja áhugann á rappi. „Já, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á rappi. Mamma mín er líka oft að segja mér frá því, þegar ég var í maganum á henni, þá var hún mikið að hlusta á Snoop Dogg og Eminem og eitthvað svoleiðis, þannig að hún vill meina að hún hafi haft einhver áhrif á þetta,“ segir Róbert spurður út í rappáhugann. „Ég myndi líka segja að hún væri líklega helsti aðdáandi minn og sú sem sýnir þessu mestan áhuga,“ bætir Róbert við.Semur textana sjálfur Platan kom út á streymissíðunni SoundCloud, þar sem hægt er að hlusta á hana frítt. Hann semur alla textana á plötunni sjálfur en fékk þó smá aðstoð við gerð plötunnar, meðal annars frá félaga sínum, Arnóri Breka, en saman unnu þeir Rímnaflæði árið 2013. „Arnór á einhverja fjóra takta á plötunni og eitthvað í nokkrum textum. Svo er ég líka með aðra takta sem ég hef meðal annars keypt á netinu en þetta er náttúrulega bara frí plata þannig að ég er ekki að græða neitt á þessu. Ég gef Arnóri mikið kredit því hann mixaði líka plötuna,“ útskýrir Róbert. Tónlistarmaðurinn Valgeir Skagfjörð masteraði plötuna en Valgeir er fyrrverandi píanókennari Róberts. „Við kynntumst þegar ég var að læra á píanó hjá honum. Svo missti ég áhugann á píanóinu en hélt alltaf sambandi við hann. Hann bauðst svo til að mastera stök lög fyrir mig og á endanum masteraði hann alla plötuna.“Draumur að rappa með Emmsjé Gauta Róbert á sér nokkra uppáhaldsrappara og segir að Kanye West og Pharrell séu hans helstu áhrifavaldar en á hann sér einhverja uppáhaldsrappara hér á landi? „Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur eru í uppáhaldi í rappinu en almennt, þá finnst mér Ásgeir Trausti vera rosalega góður, ég myndi segja að platan hans væri uppáhaldi hjá mér núna.“ „Já, það væri alveg geðveikt,“ segir Róbert léttur í lundu, spurður út í hvort hann dreymi um að rappa með sínum uppáhaldsröppurum, Emmsjé Gauta og Úlfi Úlfi. Róbert er úr Mosfellsbænum, sem hefur jú alið af sér kanónur í íslensku rappsenunni eins og Dóra DNA og Steinda Jr, og stundar nám við Verzlunarskóla Íslands og er þar á öðru ári. Hann segist taka lítið eftir rappsenunni í Verzló en hefur áhuga á að vinna í tónlist með öðrum. „Ég tek lítið eftir því sem er að gerast í rappinu í Verzló en ég hef sjúklegan mikinn áhuga á að kynnast fólki sem er að gera tónlist og er á svipuðum aldri og ég,“ segir Róbert.Kominn með efni í nýja plötu Róbert leggur mikið í sköpun sína og vann til að mynda að sinni fyrstu plötu í næstum heilt ár. „Ég byrjaði að vinna í plötunni í janúar og hún kom út í desember, þannig að það fór alveg heilt ár í hana. Mér finnst að tónlistarmenn verði að hafa trú á sjálfum sér og því sem þeir eru að gera og alls ekki búa til einhverja ákveðna tegund af tónlist bara svo fólki líki við þá og hlusti á þá. Mér finnst að tónlistarmenn eigi að búa til tónlist sem þeim þykir vera best og helst leggja mikla vinnu í það sem þeir eru að gera,“ útskýrir Róbert. Um þessar mundir er hann að vinna að tveimur plötum, önnur verður á íslensku og hin á ensku. „Ég er næstum því alveg tilbúinn með nýja plötu. Ég er meira að segja líka að vinna í annarri plötu með félaga mínum, Davíð Fannari, en hún verður á ensku.“ Hann segir þó að hann eigi auðveldara með að skrifa texta á íslensku heldur en ensku. „Ég get skrifað eitt lag á íslensku á mjög stuttum tíma en þegar ég skrifa á ensku þarf ég að leggja meiri vinnu og tíma í þetta.“ Róbert veit ekki alveg hvenær næsta plata kemur út en gerir ráð fyrir að það verði á árinu.
Tónlist Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira