Sport

Tyson Fury lét Conor og UFC heyra það: MMA er kjaftæði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samsett mynd/Getty
Tyson Fury, þungavigtarmeistarinn í hnefaleikum, sendi Conor McGregor og raunar öllum MMA-bardagamönnum pillu á Twitter-síðu sinni um helgina.

McGregor tapaði um helgina fyrir Nate Diaz á UFC-bardagakvöldi í Las Vegas en Diaz hafði betur með uppgjafartaki í annarri lotu.

Sjá einnig: Svona vann Diaz Conor | Sjáðu bardagann í heild sinni

McGregor byrjaði vel en var vankaður eftir högg frá Diaz sem fór með Írann í gólfið og kláraði bardagann þar.

Fury er af írskum ættum sjálfur en var ekki hrifinn af því hversu fljótt McGregor gafst upp. Hann hefur tapað öllum þremur bardögum sínum á hengingu.

Sjá einnig: Skýr skilaboð frá Conor McGregor á Instagram í kvöld: Enginn feluleikur framundan

McGregor var auðmjúkur í tapi sínu um helgina og hefur lofað því að koma sterkari til baka. Fury virðist þó ekki hrifinn, hvorki af Conor né íþróttinni sjálfri, miðað við færslur hans sem má lesa hér fyrir neðan.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×