Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2016 09:16 Conor McGregor tapaði sínum fyrsta UFC-bardaga á ferlinum í nótt, er Nate Diaz vann hann á hengingu [e. rear naked choke] í annarri lotu í bardaga þeirra í Las Vegas. Þetta var fyrsti bardagi McGregor í veltivigt en það er tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan fjaðurvigt, þar sem hann hefur öllu jöfnu keppt og er ríkjandi UFC-meistari. Upphaflega ætlaði McGregor að færa sig upp um aðeins einn þyngdarflokk og keppa við léttvigtarmeistarann Rafael Dos Anjos en hann var að draga sig úr bardaganum fyrir aðeins ellefu dögum síðan vegna meiðsla. Diaz tók því bardagann að sér með skömmum fyrirvara og hafði McGregor góða stjórn á bardaganum í fyrstu, en fyrirfram var hann talinn talsvert sigurstranglegri.Vísir/GettyMcGregor vankaður McGregor náði að landa nokkrum öflugum vinstri handar höggum í fyrstu lotu og fékk Diaz snemma skurð yfir hægra auganu. Diaz stóð höggin vel af sér og náði McGregor niður seint í fyrstu lotunni, en Írinn var fljótur að bregðast við og ná aftur yfirtökum. Síðari lotann þróaðist á svipaðan máta. McGregor byrjaði vel en svo kom vendipunktur þegar Diaz náði öflugu vinstri handar höggi á McGregor, sem virtist vankaður. McGregor reyndi að standa af sér árás Diaz. Írinn reyndi að koma sér undan höggunum með því að ná Diaz niður í gólfið en átti aldrei möguleika eftir það. Diaz náði stjórn á baki McGregor sem gafst upp eftir að Bandaríkjamaðurinn náði „rear naked choke“ hengingartaki.Vísir/GettyÉg er auðmjúkur í tapi Þetta var þriðja tap McGregor á ferlinum í blönduðum bardagalistum og fyrsta tapið eftir fimmtán sigra í röð. Hann hefur nú unnið alls nítján sigra en tapað þremur. Árangur hans í UFC eru nú sjö sigrar og eitt tap. „Ég tók áhættu með því að fara upp í veltivigt,“ sagði McGregor eftir bardagann í nótt. „Ég fór illa með orkuna mína. En ég er auðmjúkur í bæði sigrum mínum og töpum. Hann tók þennan bardaga með afar skömmum fyrirvara og kláraði verkið.“ „Hann var skilvirkur en ekki ég. Svona lagað gerist. Ég mun læra af þessu og vaxa. Ég tek þessu eins og maður.“ Diaz var sigurreifur eftir bardagann og notaði blótsyrði sem ekki verða höfð eftir hér. „Þetta kom mér ekki á óvart. Það er nýr konungur mættur.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. 5. mars 2016 19:15 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas. 3. mars 2016 14:00 Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45 Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Conor McGregor tapaði sínum fyrsta UFC-bardaga á ferlinum í nótt, er Nate Diaz vann hann á hengingu [e. rear naked choke] í annarri lotu í bardaga þeirra í Las Vegas. Þetta var fyrsti bardagi McGregor í veltivigt en það er tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan fjaðurvigt, þar sem hann hefur öllu jöfnu keppt og er ríkjandi UFC-meistari. Upphaflega ætlaði McGregor að færa sig upp um aðeins einn þyngdarflokk og keppa við léttvigtarmeistarann Rafael Dos Anjos en hann var að draga sig úr bardaganum fyrir aðeins ellefu dögum síðan vegna meiðsla. Diaz tók því bardagann að sér með skömmum fyrirvara og hafði McGregor góða stjórn á bardaganum í fyrstu, en fyrirfram var hann talinn talsvert sigurstranglegri.Vísir/GettyMcGregor vankaður McGregor náði að landa nokkrum öflugum vinstri handar höggum í fyrstu lotu og fékk Diaz snemma skurð yfir hægra auganu. Diaz stóð höggin vel af sér og náði McGregor niður seint í fyrstu lotunni, en Írinn var fljótur að bregðast við og ná aftur yfirtökum. Síðari lotann þróaðist á svipaðan máta. McGregor byrjaði vel en svo kom vendipunktur þegar Diaz náði öflugu vinstri handar höggi á McGregor, sem virtist vankaður. McGregor reyndi að standa af sér árás Diaz. Írinn reyndi að koma sér undan höggunum með því að ná Diaz niður í gólfið en átti aldrei möguleika eftir það. Diaz náði stjórn á baki McGregor sem gafst upp eftir að Bandaríkjamaðurinn náði „rear naked choke“ hengingartaki.Vísir/GettyÉg er auðmjúkur í tapi Þetta var þriðja tap McGregor á ferlinum í blönduðum bardagalistum og fyrsta tapið eftir fimmtán sigra í röð. Hann hefur nú unnið alls nítján sigra en tapað þremur. Árangur hans í UFC eru nú sjö sigrar og eitt tap. „Ég tók áhættu með því að fara upp í veltivigt,“ sagði McGregor eftir bardagann í nótt. „Ég fór illa með orkuna mína. En ég er auðmjúkur í bæði sigrum mínum og töpum. Hann tók þennan bardaga með afar skömmum fyrirvara og kláraði verkið.“ „Hann var skilvirkur en ekki ég. Svona lagað gerist. Ég mun læra af þessu og vaxa. Ég tek þessu eins og maður.“ Diaz var sigurreifur eftir bardagann og notaði blótsyrði sem ekki verða höfð eftir hér. „Þetta kom mér ekki á óvart. Það er nýr konungur mættur.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. 5. mars 2016 19:15 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas. 3. mars 2016 14:00 Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45 Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. 5. mars 2016 19:15
Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45
Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas. 3. mars 2016 14:00
Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45
Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti