Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2016 19:15 Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. „Ég ákvað að koma bara heim og vera heima með fjölskyldunni áður en ég fer sjálfur út að æfa,“ segir Gunnar aðspurður um hvort það hafi ekki verið freistandi að fara út með Conor og njóta lífsins í Vegas í stað þess að undirbúa sig fyrir bardaga. Nate Diaz hljóp í skarðið er léttvigtarmeistarinn Rafael dos Anjos meiddist. Það gerði hann með ellefu daga fyrirvara. „Þetta verður helvíti skemmtilegur bardagi. Ég er eiginlega spenntari fyrir þessum bardaga en Dos Anjos-bardaganum. Það eru tvær ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi hvernig Diaz berst. Hann er líka lengri og stærri en Conor. Það verður áhugavert að horfa á það. Ég held samt að Conor sé miklu betri. Diaz er samt algjör hundur.“ Conor fór upp um tvo þyngdarflokka til þess að berjast gegn Diaz. Bardaginn fer fram í þyngdarflokki Gunnars, veltivigtinni. „Þeir eru að berjast í þeirri þyngd sem þeir labba um dags daglega. Conor er líklega svona 79 kíló dagsdaglega,“ segir Gunnar en í veltivigt er bardagakapparnir 77 kíló. „Mér finnst það vera til fyrirmyndar og gera þetta áhugaverðara. Menn ættu að vera ferskari.“ Bæði Conor og Diaz eru miklir strigakjaftar og munu láta hvorn annan heyra það í búrinu. „Það verður talað í búrinu. Ég get lofað þér því. Dos Anjos er betri bardagamaður en Diaz en þessir tveir stílar eru meira spennandi. Diaz-bræðurnir eru karakterar og ég hef gaman af Nate. Menn blaðra bara eitthvað út í bláinn. Það er enginn að finna upp hjólið í þessu. Menn eru bara að æfa sig.“ Conor er búinn að spá því að hann roti Diaz í fyrstu lotu. Gunna er ekki alveg sannfærður um það. „Ég held að Conor klári þetta í annarri lotu. Ef hann klárar þetta í fyrstu lotu þá gerir hann það seint í lotunni. Ég held það verði hreyfing og að Conor muni veðra hann niður. Setji hann upp. Ég held að það taki alveg lotu. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegt.“ MMA Tengdar fréttir Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Di Caprio og Gordon Ramsay ætla að sjá Conor Aðdráttarafl Írans Conor McGregor er slíkt að stjörnurnar fjölmenna nú á bardaga hjá honum. 4. mars 2016 16:30 Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45 Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00 Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki Conor McGregor sýndi Conan O'Brien sparkið sem hann ætlar að rota Nate Diaz með og það munaði minnstu að sjónvarpsmaðurinn lægi eftir. 4. mars 2016 10:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. „Ég ákvað að koma bara heim og vera heima með fjölskyldunni áður en ég fer sjálfur út að æfa,“ segir Gunnar aðspurður um hvort það hafi ekki verið freistandi að fara út með Conor og njóta lífsins í Vegas í stað þess að undirbúa sig fyrir bardaga. Nate Diaz hljóp í skarðið er léttvigtarmeistarinn Rafael dos Anjos meiddist. Það gerði hann með ellefu daga fyrirvara. „Þetta verður helvíti skemmtilegur bardagi. Ég er eiginlega spenntari fyrir þessum bardaga en Dos Anjos-bardaganum. Það eru tvær ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi hvernig Diaz berst. Hann er líka lengri og stærri en Conor. Það verður áhugavert að horfa á það. Ég held samt að Conor sé miklu betri. Diaz er samt algjör hundur.“ Conor fór upp um tvo þyngdarflokka til þess að berjast gegn Diaz. Bardaginn fer fram í þyngdarflokki Gunnars, veltivigtinni. „Þeir eru að berjast í þeirri þyngd sem þeir labba um dags daglega. Conor er líklega svona 79 kíló dagsdaglega,“ segir Gunnar en í veltivigt er bardagakapparnir 77 kíló. „Mér finnst það vera til fyrirmyndar og gera þetta áhugaverðara. Menn ættu að vera ferskari.“ Bæði Conor og Diaz eru miklir strigakjaftar og munu láta hvorn annan heyra það í búrinu. „Það verður talað í búrinu. Ég get lofað þér því. Dos Anjos er betri bardagamaður en Diaz en þessir tveir stílar eru meira spennandi. Diaz-bræðurnir eru karakterar og ég hef gaman af Nate. Menn blaðra bara eitthvað út í bláinn. Það er enginn að finna upp hjólið í þessu. Menn eru bara að æfa sig.“ Conor er búinn að spá því að hann roti Diaz í fyrstu lotu. Gunna er ekki alveg sannfærður um það. „Ég held að Conor klári þetta í annarri lotu. Ef hann klárar þetta í fyrstu lotu þá gerir hann það seint í lotunni. Ég held það verði hreyfing og að Conor muni veðra hann niður. Setji hann upp. Ég held að það taki alveg lotu. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegt.“
MMA Tengdar fréttir Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Di Caprio og Gordon Ramsay ætla að sjá Conor Aðdráttarafl Írans Conor McGregor er slíkt að stjörnurnar fjölmenna nú á bardaga hjá honum. 4. mars 2016 16:30 Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45 Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00 Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki Conor McGregor sýndi Conan O'Brien sparkið sem hann ætlar að rota Nate Diaz með og það munaði minnstu að sjónvarpsmaðurinn lægi eftir. 4. mars 2016 10:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45
Di Caprio og Gordon Ramsay ætla að sjá Conor Aðdráttarafl Írans Conor McGregor er slíkt að stjörnurnar fjölmenna nú á bardaga hjá honum. 4. mars 2016 16:30
Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45
Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00
Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki Conor McGregor sýndi Conan O'Brien sparkið sem hann ætlar að rota Nate Diaz með og það munaði minnstu að sjónvarpsmaðurinn lægi eftir. 4. mars 2016 10:00