Erlent

Fyrstu staðfestu Zika-tilfellin í Kólumbíu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vírusinn smitast með moskítóflugum.
Vírusinn smitast með moskítóflugum. Vísir/EPA
Vísindamenn í Kólumbíu hafa staðfest að mæður þriggja barna sem hafa fæðst með dverghöfuð voru smitaðar af Zika-veirunni. Það eru fyrstu slíku tilfellin sem komið hafa upp í landinu í ár.

Ekki hefur verið staðfest hvort tengsl séu á milli Zika-veirunnar og höfuðsmæðarheilkennis, sem er alvarlegur fæðingargalli hjá nýburum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur þó flest benda til þess að veiran valdi þessum fæðingargalla. Alls fæddust 4000 börn með heilkennið í Brasilíu í fyrra sem er talin vísbending um að Zika sé valdurinn.

Yfir 26 þúsund manns í Kólumbíu hafa greinst með veiruna, þar af nærri fjögur þúsund þungaðar konur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á heimsvísu vegna veirunnar en óttast er að yfir fjórar milljónir manna muni smitast af henni.


Tengdar fréttir

Hvað er Zika?

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×