Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2016 23:45 Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. Í ljósi átaka þeirra í gær eftir blaðamannafundinn var ákveðið að fjölga lögreglumönnum á sviðinu. Er það kom að því að þeir mættust eftir vigtunina ákvað forseti UFC, Dana White, að stíga hraustlega á milli þeirra til að tryggja að það yrðu ekki nein átök. Skynsamur. Conor ögraði samt Diaz. Sendi honum tóninn. Sjálfstraustið uppmálað eins og alltaf. Það var eiginlega skrítið að sjá Conor stíga á vigtina í kvöld. Er hann keppir í fjaðurvigt þarf hann að skera hrikalega mikið niður og lítur eiginlega út eins og sjúklingur á vigtinni. Það var ekkert svoleiðis í gangi í kvöld. Báðir kappar voru 76 kíló en Diaz þó hálfu kílói þyngri. Conor er því heilum ellefu kílóum þyngri en á vigtinni fyrir bardagann gegn Jose Aldo í desember. Allt annað að sjá manninn. Leit hrikalega vel út en Diaz er ekki eins vel byggður og fékk að heyra það. „Ég skil ekki hvernig svona feitur gaur getur verið svona grannur,“ sagði Conor og hló. Írinn öskraði á Diaz er hann nálgaðist hann hvernig höndin væri. Var þar að vitna í að hann hefði lamið hann í höndina í gær. Diaz var stuttur í spuna eins og venjulega: „Fuck this little bitch. Fuck you,“ öskraði Diaz ekkert sérstaklega djúpur. Enn eina ferðina virðast Írar hafa tæmt lífeyrinn sinn til þess að fara til Las Vegas og horfa á Conor því þeir áttu salinn. Conor verður því á heimavelli enn eina ferðina aðra nótt er þeir takast á. Sjá má vigtunina hér að ofan en hér að neðan eru tvær myndir sem sýna muninn á Conor frá því í desember og í nótt.Hér má sjá muninn á Conor á vigtinni í kvöld og í desember. Munar 11 kílóum. Varla sami maðurinn.Já, þetta er sami maður. MMA Tengdar fréttir Conor með tvo Rolls Royce Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 er kíkt í heimsókn í glæsivilluna hjá Conor McGregor þar sem hann er með mikinn bílaflota. 4. mars 2016 12:00 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Geggjuð stuttmynd um Conor McGregor Sports Illustrated fjallar mikið um Conor McGregor þessa dagana og hefur nú birt frábæra stuttmynd um Írann. 29. febrúar 2016 11:15 Conor og Nate létu hnefana tala of snemma | Sjáið blaðamannafundinn í kvöld UFC-bardagi Conor McGregor og Nate Diaz hófst næstum því 48 tímum of snemma þegar þeim félögum lenti saman á blaðamannafundi í Las Vegas í kvöld. 3. mars 2016 23:10 Svona á að auglýsa bardaga | Myndband UFC setti í loftið frábæra auglýsingu fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um helgina. 29. febrúar 2016 23:30 Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki Conor McGregor sýndi Conan O'Brien sparkið sem hann ætlar að rota Nate Diaz með og það munaði minnstu að sjónvarpsmaðurinn lægi eftir. 4. mars 2016 10:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. Í ljósi átaka þeirra í gær eftir blaðamannafundinn var ákveðið að fjölga lögreglumönnum á sviðinu. Er það kom að því að þeir mættust eftir vigtunina ákvað forseti UFC, Dana White, að stíga hraustlega á milli þeirra til að tryggja að það yrðu ekki nein átök. Skynsamur. Conor ögraði samt Diaz. Sendi honum tóninn. Sjálfstraustið uppmálað eins og alltaf. Það var eiginlega skrítið að sjá Conor stíga á vigtina í kvöld. Er hann keppir í fjaðurvigt þarf hann að skera hrikalega mikið niður og lítur eiginlega út eins og sjúklingur á vigtinni. Það var ekkert svoleiðis í gangi í kvöld. Báðir kappar voru 76 kíló en Diaz þó hálfu kílói þyngri. Conor er því heilum ellefu kílóum þyngri en á vigtinni fyrir bardagann gegn Jose Aldo í desember. Allt annað að sjá manninn. Leit hrikalega vel út en Diaz er ekki eins vel byggður og fékk að heyra það. „Ég skil ekki hvernig svona feitur gaur getur verið svona grannur,“ sagði Conor og hló. Írinn öskraði á Diaz er hann nálgaðist hann hvernig höndin væri. Var þar að vitna í að hann hefði lamið hann í höndina í gær. Diaz var stuttur í spuna eins og venjulega: „Fuck this little bitch. Fuck you,“ öskraði Diaz ekkert sérstaklega djúpur. Enn eina ferðina virðast Írar hafa tæmt lífeyrinn sinn til þess að fara til Las Vegas og horfa á Conor því þeir áttu salinn. Conor verður því á heimavelli enn eina ferðina aðra nótt er þeir takast á. Sjá má vigtunina hér að ofan en hér að neðan eru tvær myndir sem sýna muninn á Conor frá því í desember og í nótt.Hér má sjá muninn á Conor á vigtinni í kvöld og í desember. Munar 11 kílóum. Varla sami maðurinn.Já, þetta er sami maður.
MMA Tengdar fréttir Conor með tvo Rolls Royce Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 er kíkt í heimsókn í glæsivilluna hjá Conor McGregor þar sem hann er með mikinn bílaflota. 4. mars 2016 12:00 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Geggjuð stuttmynd um Conor McGregor Sports Illustrated fjallar mikið um Conor McGregor þessa dagana og hefur nú birt frábæra stuttmynd um Írann. 29. febrúar 2016 11:15 Conor og Nate létu hnefana tala of snemma | Sjáið blaðamannafundinn í kvöld UFC-bardagi Conor McGregor og Nate Diaz hófst næstum því 48 tímum of snemma þegar þeim félögum lenti saman á blaðamannafundi í Las Vegas í kvöld. 3. mars 2016 23:10 Svona á að auglýsa bardaga | Myndband UFC setti í loftið frábæra auglýsingu fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um helgina. 29. febrúar 2016 23:30 Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki Conor McGregor sýndi Conan O'Brien sparkið sem hann ætlar að rota Nate Diaz með og það munaði minnstu að sjónvarpsmaðurinn lægi eftir. 4. mars 2016 10:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Conor með tvo Rolls Royce Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 er kíkt í heimsókn í glæsivilluna hjá Conor McGregor þar sem hann er með mikinn bílaflota. 4. mars 2016 12:00
Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45
Geggjuð stuttmynd um Conor McGregor Sports Illustrated fjallar mikið um Conor McGregor þessa dagana og hefur nú birt frábæra stuttmynd um Írann. 29. febrúar 2016 11:15
Conor og Nate létu hnefana tala of snemma | Sjáið blaðamannafundinn í kvöld UFC-bardagi Conor McGregor og Nate Diaz hófst næstum því 48 tímum of snemma þegar þeim félögum lenti saman á blaðamannafundi í Las Vegas í kvöld. 3. mars 2016 23:10
Svona á að auglýsa bardaga | Myndband UFC setti í loftið frábæra auglýsingu fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um helgina. 29. febrúar 2016 23:30
Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki Conor McGregor sýndi Conan O'Brien sparkið sem hann ætlar að rota Nate Diaz með og það munaði minnstu að sjónvarpsmaðurinn lægi eftir. 4. mars 2016 10:00