Sport

Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Conor McGregor mætir Nate Diaz í léttvigtarbardaga í UFC aðfaranótt sunnudags en bardaginn verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Conor var gestur Conan O'Brien í vinsælum spjallþætti þess síðarnefnda í Bandaríkjunum í gær. Aðspurður hvernig honum litist á bardagann var Írinn bara nokkuð sigurviss að vanda.

Sjá einnig:Conor og Nate létu hnefana tala of snemma | Sjáið blaðamannafundinn í kvöld

„Hann gerir alltaf það sama. Höggin hans eru alltaf eins og hann bakkar alltaf eins,“ sagði Conor um Nate Diaz. „Ég er með mörg högg í vopnabúrinu. Þrátt fyrir hæðarmuninn er ég hrifinn af vinstri handar upphögginu,“ bætti hann við.

„Svo er ég líka hrifinn af Capoeira-sparkinu þegar maður setur lófann í gólfið og sveiflar hælnum eins og hafnaboltakylfu. Þetta er eitthvað sem ég er orðinn mjög góður í og það gæti verið að ég frumsýni þetta í bardaganum og roti hann,“ sagði Conor McGregor.

Conan var svo spenntur þegar hann heyrði um hvernig spark var að ræða að Conor bauðst til að sýna sjónvarpsmanninum hvernig hann ætlar að bera sig að.

Conan var heldur betur til í það en það munaði ekki miklu að fótur Conor tengdi við andlitið á Conan. Þá hefði þessi vinsæli spjallþáttastjórnandi vafalítið legið eftir rotaður.

Myndband af þessari uppákomu má sjá í spilaranum hér að ofan.

MMA

Tengdar fréttir

Holly fékk kampavín í flugvélinni

Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 keyrir Conor McGregor Rolls Royce bifreið sína frá Kaliforníu til Las Vegas en Holly Holm fór með flugvél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×