Sport

Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas.

Bardagavikan fyrir UFC 196 hófst formlega í gær. Það er einn viðburður á dag fram að bardagakvöldinu. Venju samkvæmt var byrjað á opinni æfingu.

Þá mættu fjögur stærstu nöfnin á bardagakvöldinu og æfðu fyrir framan áhorfendur áður en þau fóru í stutt viðtal hjá Megan Olivi. Stemningin á þessum æfingum er oft ekkert sérstök en það er allt annað upp á handleggnum þegar Conor McGregor mætir.

Hann lét reyndar bíða aðeins eftir sér í gær en aðdáendur hans sem höfðu beðið í marga klukkutíma létu það ekki trufla sig.

Sjá má þá helsta af æfingunum hér að ofan. Í kvöld verður síðan blaðamannafundur og á föstudag stíga keppendur á vigtina.

UFC 196 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport aðfararnótt sunnudags. Tryggðu þér áskrift á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir

Holly fékk kampavín í flugvélinni

Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 keyrir Conor McGregor Rolls Royce bifreið sína frá Kaliforníu til Las Vegas en Holly Holm fór með flugvél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×