Sport

Sjáðu síðasta bardaga hjá næsta andstæðingi Gunnars

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eins og Vísir greindi frá í morgun þá mun Gunnar Nelson mæta Rússanum Albert Tumenov í UFC-bardaga þann 8. maí næstkomandi.

Þeir munu berjast í Rotterdam í Hollandi en þetta verður í fyrsta skipti sem UFC-bardagakvöld fer fram þar í landi.

Sjá einnig: Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam

Tumenov er harður nagli og mikill rotari. Hann er búinn að vinna fimm bardaga í röð og í þremur þeirra hefur hann rotað andstæðing sinn.

Hann barðist síðast við Lorenz Larkin þann 2. janúar. Sama kvöld og Robbie Lawler varði titil sinn í veltivigtinni.

Bardaginn var jafn en Tumenov vann að lokum á dómaraúrskurði. Tveir dómarar dæmdu Tumenov sigur en einn var á bandi Larkin.

Sjá má bardaga þeirra hér að ofan. Pétur Marinó Jónsson lýsir.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×