Sport

Þetta er ekki hanaslagur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aldo í búrinu gegn McGregor.
Aldo í búrinu gegn McGregor. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Jose Aldo hefur ítrekað óskað eftir öðrum bardaga gegn Conor McGregor. Er þeir mættust þann 12. desember síðastliðinn þá var Aldo rotaður á 13 sekúndum.

Aldo hefur meðal annars lýst því yfir að hann sé til í að mæta Conor hvar sem og er hvenær sem er.

Er landi hans, Rafael dos Anjos, meiddist þá kom símtalið til Aldo. Var hann klár í nýjan bardaga gegn McGregor? Svarið var nei þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar.

„Allir atvinnumenn þurfa tíma til þess að æfa,“ sagði Aldo en hann fékk símtalið ellefu dögum fyrir áætlaðan bardagadag.

„Þetta er ekki hanaslagur þar sem ég mæti með hanann minn og hendi honum inn í búrið. Þetta er alvöru íþrótt. Þegar ég hef tíma til þess að æfa þá er ég til hvar sem er og hvenær sem er.“

Enn er óljóst hvenær Aldo keppir næst en hann segist ekki vilja keppa nema fjaðurvigtarbeltið sé undir.

„Mér er alveg sama hvað aðrir segja en ég á skilið að fá annan bardaga um beltið hið fyrsta,“ sagði Aldo en honum er sama hvort það sé gegn Conor eða einhverjum öðrum. Ef Írinn fer ekki í að verja beltið næstu mánuði gætu aðrir fengið tækifæri.

„Ég veit ég mun vinna beltið mitt til baka.“

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×