Sport

Gunnar: Spenntur fyrir að berjast aftur í Evrópu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson verður í Rotterdam 8. maí.
Gunnar Nelson verður í Rotterdam 8. maí. vísir/getty
Eins og Vísir greindi frá í morgun mætir Gunnar Nelson Rússanum Albert Tumenov á UFC Fight Night-bardagakvöldi í Rotterdam 8. maí.

Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Brasilíumanninum Demian Maia í desember á síðasta ári.

Gunnar mun ásamt öðrum bardagamönnum kvöldsins brjóta blað í sögu UFC því þetta verður í fyrsta sinn sem UFC-kvöld er haldið í Hollandi.

„Ég er spenntur fyrir því að berjast í Evrópu aftur og það á fyrsta bardagakvöldinu í Hollandi,“ segir Gunnar Nelson á Facebook-síðu sinni.

Gunnar barðist reglulega í Evrópu, aðallega á Bretlandseyjum, áður en hann færði sig til Las Vegas í Bandaríkjunum þar sem hann barðist í síðustu tvö skipti.

Albert Tumenov er mikill rotari sem á 19 bardaga að baki í MMA. Hann hefur unnið 17 og aðeins tapað tveimur. Ellefu sigrar komu eftir rothögg en sex eftir dómaraúrskurð. Bæði töpin komu eftir dómaraúrskurð.

„Tumenov er mjög góður bardagamaður og ég hlakka til að mæta honum í búrinu áttunda maí,“ segir Gunnar Nelson.

I'm excited to be fighting in Europe again and on Netherlands first UFC card. Albert Tumenov is a very good fighter and I look forward to step into the octagon with him May 8th.

Posted by Gunnar Nelson on Tuesday, March 1, 2016
MMA

Tengdar fréttir

Conor mætir Nate Diaz

Írinn svíkur engan. Fer upp um tvo þyngdarflokka til þess að geta keppt 5. mars.

Gunnar enn í fimmtánda sæti

Gunnar Nelson er í sama sæti og síðast á styrkleikalista UFC en færist þó niður um eitt sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×