Westerwelle varð ráðherra og aðstoðarkanslari í ríkisstjórn Angelu Merkel árið 2009 eftir mikinn kosningasigur flokks síns, Frjálsra demókrata.
Í ráðherratíð sinni boðaði Westerwelle takmörkuð inngrip hersins og lagðist til að mynda gegn aðgerðum Atlantshafsbandalagsins í Lýbíu árið 2011.
Westerwelle var samkynhneigður og kom opinberlega út úr skápnum árið 2004.
Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, minnist Westerwelle á Facebook-síðu sinni í dag.