Lífið samstarf

Ný gagnvirk sýning um ferðir hvala

Hvalasýningin Whales of Iceland á Fiskislóð 23-25 er sú stærsta sinnar tekundar í Evrópu, jafnvel heiminum. Á sýningunni má finna fróðleik um hvali við Íslandi og í Norður Atlantshafi. Þar er að finna 23 hvalamódel í fullri stærð á þeim 23 hvalategundundum sem fundist hafa við Ísland.

Frítt snjallforrit

Gestir geta hlaðið niður á síma sína fríu snjallforriti, WhalesofIceland app, sem er skemmtileg hljóðleiðsögn um hvalina. En þar má einnig finna allar nýjustu upplýsingar um þær tegundir  sem fundist hafa hér.

Frumsýning á gagnvirkri sýningu

Um páskana verður frumsýnd gagnvirk sýning á ferðum þriggja hnúfubaka og eins kálfs sem Hvalasýningin ásamt Hafrannsóknarstofnun merktu. Hægt er að fylgjast með ferðum þeirra og gestir taka virkan þátt í sýningunni á gangvirkri stöð og geta fylgst með ferðum þeirra, séð myndir og myndbönd og hættur sem hvalirnir lenda í á leið sinni í heitari sjó og tilbaka.

Sýndarveruleikagleraugu og hljóðstöð er á staðnum.

Opið er alla páskana frá 10 til 17



Nánari upplýsingar má finna hér

Hér er tengill á Appið 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.