Sjálfvirkur bremsubúnaður skylda árið 2022 Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 09:32 Allir bílar í Bandaríkjunum árið 2022 verða með sjálfvirkum bremsubúnaði. Autoblog Helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna hafa komist að samkomulagi um það að í öllum nýjum bílum þeirra, frá og með árinu 2022, verði sjálfvirkur bremsubúnaður sem komi í veg fyrir aftanákeyrslur. Aftanákeyrslur valda mörgum slysum og miklu tjóni í umferðinni í Bandaríkjunum, sem annarsstaðar og nýjum bílum fer nú ört fjölgandi sem skynja aðsteðjandi hættu að framan og tengjast bremsubúnaði þeirra. Subaru Eysight er gott dæmi um slíkan búnað, en hann má t.d. finna í Subaru Outback bílum. Síðan sá bíll var útbúinn þeim búnaði hafa aftanákeysrslur svo til heyrt sögunni til hjá eigendum hans. Þeir tíu bílaframleiðendur sem koma að þessu samkomulagi eru bæði bandarískir sem og erlendir framleiðendur sem framleiða bíla í Bandaríkjunum. Er þar um að ræða framleiðendurna Audi, BMW, Ford, General Motors, Mazda, Mercedes-Benz, Tesla, Toyota, Volkswagen og Volvo. Samtals framleiða þeir yfir 90% af öllum nýjum bílum sem seldir eru þar í landi. Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent
Helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna hafa komist að samkomulagi um það að í öllum nýjum bílum þeirra, frá og með árinu 2022, verði sjálfvirkur bremsubúnaður sem komi í veg fyrir aftanákeyrslur. Aftanákeyrslur valda mörgum slysum og miklu tjóni í umferðinni í Bandaríkjunum, sem annarsstaðar og nýjum bílum fer nú ört fjölgandi sem skynja aðsteðjandi hættu að framan og tengjast bremsubúnaði þeirra. Subaru Eysight er gott dæmi um slíkan búnað, en hann má t.d. finna í Subaru Outback bílum. Síðan sá bíll var útbúinn þeim búnaði hafa aftanákeysrslur svo til heyrt sögunni til hjá eigendum hans. Þeir tíu bílaframleiðendur sem koma að þessu samkomulagi eru bæði bandarískir sem og erlendir framleiðendur sem framleiða bíla í Bandaríkjunum. Er þar um að ræða framleiðendurna Audi, BMW, Ford, General Motors, Mazda, Mercedes-Benz, Tesla, Toyota, Volkswagen og Volvo. Samtals framleiða þeir yfir 90% af öllum nýjum bílum sem seldir eru þar í landi.
Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent