Danir fá fyrstu óperu Daníels Bjarnasonar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2016 10:00 „Þetta er ópera fyrir stórt svið, stóra hljómsveit, marga einsöngvara og kór – þannig að hún er grand,“ segir Daníel. Vísir/Anton Brink Það var spennandi en líka pínu ógnvænlegt að byrja á svona umfangsmiklu verki, því þetta er ópera fyrir stórt svið, stóra hljómsveit, marga einsöngvara og kór – þannig að hún er grand,“ segir Daníel Bjarnason tónskáld um frumraun sína í óperusmíð. Um er að ræða óperu eftir dönsku myndinni Brødre eftir danska kvikmyndaleikstjórann Susanne Bier. „Það er allavega ár síðan byrjað var að tala um þetta – kannski rúmlega ár,“ upplýsir Daníel. „Síðan höfum við verið að vinna í handritinu, eða librettoen eins og það kallast á dönsku. Það er sænsk kona sem skrifar textann, Kerstin Perski, hún er reynd í óperuhandritaskrifum.“ Hann segir óperuna verða sungna á ensku en ekki dönsku. Af hverju? „Sú hugmynd er frá mér komin. Þó ég tali góða dönsku, eftir að hafa búið í Danmörku um tíma, fannst mér liggja beinna við að hafa enskan texta til að gera verkið alþjóðlegra og til að auðvelda erlendum söngvurum að syngja hann. Kerstin Perski hefur reynslu af því að skrifa handrit á ensku svo það var ekkert mál.“ Danska þjóðaróperan í Árósum pantaði óperuna hjá Daníel. „Tilefnið er það að Árósar eru menningarborg Evrópu 2017 og þar er verið að ráðast í nokkur stór verkefni, meðal annars það sem er kallað Bier-þrílógían, þar sem þrjár bíómyndir eftir Susanne Bier verða teknar og unnið úr þeim nýtt efni; ein myndin verður óperan mín, önnur dansverk og sú þriðja leikhúsverk. Músíkhúsið þeirra í Árósum heldur utan um verkefnin sem öll eru sjálfstæð en undir þessari regnhlífarhugmynd,“ útskýrir hann. Daníel segir Dani verða í aðalhlutverkum í óperunni, nokkrir söngvarar komi annars staðar frá en ekki sé búið að loka þeim hlutum endanlega. Hins vegar sé nýbúið að tilkynna að Daninn Kasper Holten, fyrrverandi stjórnandi Danska konunglega leikhússins, stjórni uppfærslunni. „Holten er að hætta sem listrænn stjórnandi Covent Garden í London og hann stökk á þetta sem fyrsta verkefni eftir að hann hættir þar. Mér finnst það frábært,“ segir Daníel. Í grein í Politiken er tekið fram að Daníel sé „danskfæddur“, þannig gera Danir smá tilkall til hans og það finnst honum svolítið fyndið. „Þeir hafa greinilega þörf fyrir að taka þetta fram. Í fyrstu fréttatilkynningunni sem ég sá um óperuna gengu þeir lengra, þar var ég skrifaður dansk/íslenskur en ég náði að leiðrétta það því ég er rammíslenskur,“ segir hann. „En það er rétt að ég er fæddur á Rigshospitalet því foreldrar mínir, Bjarni Daníelsson og Valgerður Gunnarsdóttir Schram, voru í námi í Danmörku á þeim tíma, ég var sex mánaða þegar við fluttum heim. Svo var ég reyndar í menntaskóla líka í Kaupmannahöfn því við bjuggum þar aftur um tíma. En Danir mega orða þetta svona ef þeir vilja.“ Menning Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Það var spennandi en líka pínu ógnvænlegt að byrja á svona umfangsmiklu verki, því þetta er ópera fyrir stórt svið, stóra hljómsveit, marga einsöngvara og kór – þannig að hún er grand,“ segir Daníel Bjarnason tónskáld um frumraun sína í óperusmíð. Um er að ræða óperu eftir dönsku myndinni Brødre eftir danska kvikmyndaleikstjórann Susanne Bier. „Það er allavega ár síðan byrjað var að tala um þetta – kannski rúmlega ár,“ upplýsir Daníel. „Síðan höfum við verið að vinna í handritinu, eða librettoen eins og það kallast á dönsku. Það er sænsk kona sem skrifar textann, Kerstin Perski, hún er reynd í óperuhandritaskrifum.“ Hann segir óperuna verða sungna á ensku en ekki dönsku. Af hverju? „Sú hugmynd er frá mér komin. Þó ég tali góða dönsku, eftir að hafa búið í Danmörku um tíma, fannst mér liggja beinna við að hafa enskan texta til að gera verkið alþjóðlegra og til að auðvelda erlendum söngvurum að syngja hann. Kerstin Perski hefur reynslu af því að skrifa handrit á ensku svo það var ekkert mál.“ Danska þjóðaróperan í Árósum pantaði óperuna hjá Daníel. „Tilefnið er það að Árósar eru menningarborg Evrópu 2017 og þar er verið að ráðast í nokkur stór verkefni, meðal annars það sem er kallað Bier-þrílógían, þar sem þrjár bíómyndir eftir Susanne Bier verða teknar og unnið úr þeim nýtt efni; ein myndin verður óperan mín, önnur dansverk og sú þriðja leikhúsverk. Músíkhúsið þeirra í Árósum heldur utan um verkefnin sem öll eru sjálfstæð en undir þessari regnhlífarhugmynd,“ útskýrir hann. Daníel segir Dani verða í aðalhlutverkum í óperunni, nokkrir söngvarar komi annars staðar frá en ekki sé búið að loka þeim hlutum endanlega. Hins vegar sé nýbúið að tilkynna að Daninn Kasper Holten, fyrrverandi stjórnandi Danska konunglega leikhússins, stjórni uppfærslunni. „Holten er að hætta sem listrænn stjórnandi Covent Garden í London og hann stökk á þetta sem fyrsta verkefni eftir að hann hættir þar. Mér finnst það frábært,“ segir Daníel. Í grein í Politiken er tekið fram að Daníel sé „danskfæddur“, þannig gera Danir smá tilkall til hans og það finnst honum svolítið fyndið. „Þeir hafa greinilega þörf fyrir að taka þetta fram. Í fyrstu fréttatilkynningunni sem ég sá um óperuna gengu þeir lengra, þar var ég skrifaður dansk/íslenskur en ég náði að leiðrétta það því ég er rammíslenskur,“ segir hann. „En það er rétt að ég er fæddur á Rigshospitalet því foreldrar mínir, Bjarni Daníelsson og Valgerður Gunnarsdóttir Schram, voru í námi í Danmörku á þeim tíma, ég var sex mánaða þegar við fluttum heim. Svo var ég reyndar í menntaskóla líka í Kaupmannahöfn því við bjuggum þar aftur um tíma. En Danir mega orða þetta svona ef þeir vilja.“
Menning Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira