Menning

Hið íslenska bókmenntafélag í samstarf með GAMMA

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá undirritun samstarfssamningsins í dag.
Frá undirritun samstarfssamningsins í dag. vísir
Fjármálafyrirtækið GAMMA og Hið íslenska bókmenntafélag skrifuðu undir samstarfssamning í dag í Gallery GAMMA þess efnis að GAMMA gerist bakhjarl félagsins til næstu fjögurra ára og styrki félagið um 20 milljónir króna á því tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu en Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað árið 1816 og hefur starfað óslitið síðan og fagnar því tveggja alda afmæli á árinu.

Tilgangur Bókmenntafélagsins í þau 200 ár sem það hefur starfað er að styðja og styrkja íslenska tungu, bókvísi og menntun, bæði með bókum og öðru eftir því sem efni þess fremst leyfa. Frá árinu 1827 hefur félagið gefið út tímaritið Skírni sem er eitt elsta menningartímarit á Norðurlöndum.

Meginmarkmið samningsins milli félagsins og Gamma er að styðja við útgáfu félagsins og gera því kleift að halda upp á afmælisárið með sérstökum viðburðum og útgáfustarfi, sem og að efla starf þess til framtíðar litið.

Í tilefni tveggja aldar afmæli Hins íslenska bókmenntafélagsins er félagið komið á Twitter undir nafninu @bokmenntafelag og var fyrsta færslan á þeim vettvangi birt í dag en hún hljóðaði svo: „Hér hefjast næstu tvö hundruð ár í sögu Hins íslenska bókmenntafélags.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×