Söngkonan Dísa Jakobsdóttir tilkynnti það á Facebook síðu sinni í morgun að það sé hún sem ljái nýrri stiklu myndarinnar Miss Peregrine's Home for Peculiar Children rödd sína. Myndin er sú nýjasta úr smiðju leikstjórans Tim Burton, sem gerði m.a. myndirnar Edward Scissorhands, Sleepy Hollow og Nightmare Before Christmas, og verður frumsýnd í september.
Lagið sem Dísa syngur heitir There's a new world coming og er eftir Ninu Simone. Það kom upphaflega út á breiðskífunni Here comes the Sun árið 1971.
Myndin er gerð eftir samnefndri bók Ransom Riggs og skartar m.a. Evu Green, Samuel L. Jackson og Asa Butterfield sem fer með aðalhlutverkið.
Stikluna má sjá hér fyrir neðan;
Tónlist