Gunnar Nelson í viðtali í Ástralíu á dögunum | Hlustið á viðtalið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2016 09:00 Gunnar Nelson. Vísir/Getty Gunnar Nelson snýr aftur í hringinn eftir 54 daga mætir þá Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í Holland. Hluti af undirbúningi hans fyrir bardagann er að hjálpa til að auglýsa hann í fjölmiðlum. Íslenski bardagamaðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í UFC undanfarin ár og hróður hans hefur borist út um allan heim. Gunnar Nelson var fenginn í útvarpsviðtal hjá The Submission Radio í Ástralíu á dögunum. Gunnar talaði þá um bardagann við Albert Tumenov, tapið á móti Demian Maia og að sjálfsögðu vin sinn Conor McGregor. Viðtalið við Gunnar hefst eftir 30 mínútur og 7 sekúndur í þættinum en það er hægt að hlusta á það allt í spilaranum í gær. Viðtalið hófst á því að Gunnar var spurður út í íslenska veðrið en svo barst talið af bardaga Conor McGregor og Nate Diaz sem Conor tapaði mjög óvænt. „Mér fannst Conor vera að vinna bardagann en svo kláraði hann sig á öllum þessum höggum. Hann var að berjast við stærri mann og hefði kannski átt að nota hraðann örlítið meira í stað þess að treysta á kraftinn og reyna öll þessi högg,“ segir Gunnar Nelson um bardaga McGregor og Diaz á UFC 196. Gunnar er á því að Conor McGregor hafi gert taktísk mistök í bardaganum en ekki teknísk mistök og það hafi kostað Írann sigurinn. Gunnar Nelson talar einnig um tapið sitt í desember, komandi bardaga í maí og þá talaði hann einnig um Hafþór Júlíus Björnsson sem er betur þekktur sem „The Mountain" úti í hinum stóra heimi. Gunnar var einnig fenginn til að segja sitt álit á því hvort að The Mighty Ducks 2 kvikmyndin gefi upp ranga ímynd af Íslandi en allir slæmu strákarnir komu þá frá Íslandi. Viðtalið við Gunnar tekur um 24 mínútur og þar er því rætt um ýmislegt. MMA Tengdar fréttir Þjálfari Conors: Gæti ekki verið stoltari John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor og Gunnars Nelson, segir engan hafa hugmynd um hversu mikið Conor McGregor leggur á sig. 7. mars 2016 14:00 Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45 Gunnar Nelson hélt risapartý á Vegamótum - Myndir Bardagakappinn Gunnar Nelson og Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, héldu risapartý á Vegamótum síðastliðin föstudag. 25. febrúar 2016 13:36 Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Gunnar: Spenntur fyrir að berjast aftur í Evrópu Gunnar Nelson mætir rússneska rotaranum Albert Tumenov í Rotterdam í maí. 1. mars 2016 10:18 Gunnar Nelson stefnir á það að vinna fjóra bardaga á árinu 2016 Gunnar Nelson stígur aftur inn í búrið í maí eftir fimm mánaða fjarveru. Hann segist ekki finna fyrir meiri pressu en áður. Hann hefur trú á vini sínum Conor McGregor um helgina en enga trú á því að þeir muni berjast síðar. 3. mars 2016 06:30 Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur. 3. febrúar 2016 15:30 Strákarnir sem ætla að koma Gunnari Nelson í rétta bardagagírinn Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir komandi bardaga á móti Rússanum Albert Tumenov en þeir munu berjast í Rotterdam í Holland 8. maí næstkomandi. 15. mars 2016 08:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Sjá meira
Gunnar Nelson snýr aftur í hringinn eftir 54 daga mætir þá Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í Holland. Hluti af undirbúningi hans fyrir bardagann er að hjálpa til að auglýsa hann í fjölmiðlum. Íslenski bardagamaðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í UFC undanfarin ár og hróður hans hefur borist út um allan heim. Gunnar Nelson var fenginn í útvarpsviðtal hjá The Submission Radio í Ástralíu á dögunum. Gunnar talaði þá um bardagann við Albert Tumenov, tapið á móti Demian Maia og að sjálfsögðu vin sinn Conor McGregor. Viðtalið við Gunnar hefst eftir 30 mínútur og 7 sekúndur í þættinum en það er hægt að hlusta á það allt í spilaranum í gær. Viðtalið hófst á því að Gunnar var spurður út í íslenska veðrið en svo barst talið af bardaga Conor McGregor og Nate Diaz sem Conor tapaði mjög óvænt. „Mér fannst Conor vera að vinna bardagann en svo kláraði hann sig á öllum þessum höggum. Hann var að berjast við stærri mann og hefði kannski átt að nota hraðann örlítið meira í stað þess að treysta á kraftinn og reyna öll þessi högg,“ segir Gunnar Nelson um bardaga McGregor og Diaz á UFC 196. Gunnar er á því að Conor McGregor hafi gert taktísk mistök í bardaganum en ekki teknísk mistök og það hafi kostað Írann sigurinn. Gunnar Nelson talar einnig um tapið sitt í desember, komandi bardaga í maí og þá talaði hann einnig um Hafþór Júlíus Björnsson sem er betur þekktur sem „The Mountain" úti í hinum stóra heimi. Gunnar var einnig fenginn til að segja sitt álit á því hvort að The Mighty Ducks 2 kvikmyndin gefi upp ranga ímynd af Íslandi en allir slæmu strákarnir komu þá frá Íslandi. Viðtalið við Gunnar tekur um 24 mínútur og þar er því rætt um ýmislegt.
MMA Tengdar fréttir Þjálfari Conors: Gæti ekki verið stoltari John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor og Gunnars Nelson, segir engan hafa hugmynd um hversu mikið Conor McGregor leggur á sig. 7. mars 2016 14:00 Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45 Gunnar Nelson hélt risapartý á Vegamótum - Myndir Bardagakappinn Gunnar Nelson og Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, héldu risapartý á Vegamótum síðastliðin föstudag. 25. febrúar 2016 13:36 Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Gunnar: Spenntur fyrir að berjast aftur í Evrópu Gunnar Nelson mætir rússneska rotaranum Albert Tumenov í Rotterdam í maí. 1. mars 2016 10:18 Gunnar Nelson stefnir á það að vinna fjóra bardaga á árinu 2016 Gunnar Nelson stígur aftur inn í búrið í maí eftir fimm mánaða fjarveru. Hann segist ekki finna fyrir meiri pressu en áður. Hann hefur trú á vini sínum Conor McGregor um helgina en enga trú á því að þeir muni berjast síðar. 3. mars 2016 06:30 Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur. 3. febrúar 2016 15:30 Strákarnir sem ætla að koma Gunnari Nelson í rétta bardagagírinn Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir komandi bardaga á móti Rússanum Albert Tumenov en þeir munu berjast í Rotterdam í Holland 8. maí næstkomandi. 15. mars 2016 08:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Sjá meira
Þjálfari Conors: Gæti ekki verið stoltari John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor og Gunnars Nelson, segir engan hafa hugmynd um hversu mikið Conor McGregor leggur á sig. 7. mars 2016 14:00
Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45
Gunnar Nelson hélt risapartý á Vegamótum - Myndir Bardagakappinn Gunnar Nelson og Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, héldu risapartý á Vegamótum síðastliðin föstudag. 25. febrúar 2016 13:36
Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45
Gunnar: Spenntur fyrir að berjast aftur í Evrópu Gunnar Nelson mætir rússneska rotaranum Albert Tumenov í Rotterdam í maí. 1. mars 2016 10:18
Gunnar Nelson stefnir á það að vinna fjóra bardaga á árinu 2016 Gunnar Nelson stígur aftur inn í búrið í maí eftir fimm mánaða fjarveru. Hann segist ekki finna fyrir meiri pressu en áður. Hann hefur trú á vini sínum Conor McGregor um helgina en enga trú á því að þeir muni berjast síðar. 3. mars 2016 06:30
Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur. 3. febrúar 2016 15:30
Strákarnir sem ætla að koma Gunnari Nelson í rétta bardagagírinn Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir komandi bardaga á móti Rússanum Albert Tumenov en þeir munu berjast í Rotterdam í Holland 8. maí næstkomandi. 15. mars 2016 08:00