Aðdáendur undirbúa 30 ára afmælisveislu Birgir Örn Steinarsson skrifar 14. mars 2016 14:16 Velgengni Sykurmolanna var fyrsti stóri íslenski tónlistarsigurinn erlendis. vísir/Timothy White Þótt ótrúlegt megi virðast verða í júní liðin 30 ár frá því að breiðskífa Sykurmolanna, „Life's too good“, kom út. Fáar íslenskar plötuútgáfur hafa haft jafnmikil áhrif á íslenska tónlistarsögu og sú plata en Sykurmolarnir urðu fyrsta íslenska sveitin til þess að ná heimsfrægð og ruddu þannig brautina fyrir sólóferil Bjarkar Guðmundsdóttur. Öll vitum við hvernig það ævintýri fór og sumir hafa gengið það langt að merkja atburðinn í sögubækur sem mikilvægan fyrir sögu íslenska ferðamannaiðnaðarins. Útgáfan markaði fyrsta raunverulega sigurinn í útrás íslenskrar tónlistar og vakti áður óþekkta athygli á íslenskri tónlistarmenningu fyrir utan landsteinanna. Aðdáendur sveitarinnar hérlendis eru þegar byrjaðir að undirbúa afmælisveisluna. Einn þeirra er Wim Van Hooste sem er hollenskur tónlistarunnandi sem býr hér og heldur uppi heimasíðunni Rokmusik.co. Sú síða er skrifuð á ensku og fjallar einvörðungu um íslenska tónlist. Wim hvetur nú aðdáendur sveitarinnar og íslenskar hljómsveitir til þess að hljóðrita nýjar útgáfur af lögum Sykurmolanna sem hann mun þá pósta á síðu sinni. Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Þótt ótrúlegt megi virðast verða í júní liðin 30 ár frá því að breiðskífa Sykurmolanna, „Life's too good“, kom út. Fáar íslenskar plötuútgáfur hafa haft jafnmikil áhrif á íslenska tónlistarsögu og sú plata en Sykurmolarnir urðu fyrsta íslenska sveitin til þess að ná heimsfrægð og ruddu þannig brautina fyrir sólóferil Bjarkar Guðmundsdóttur. Öll vitum við hvernig það ævintýri fór og sumir hafa gengið það langt að merkja atburðinn í sögubækur sem mikilvægan fyrir sögu íslenska ferðamannaiðnaðarins. Útgáfan markaði fyrsta raunverulega sigurinn í útrás íslenskrar tónlistar og vakti áður óþekkta athygli á íslenskri tónlistarmenningu fyrir utan landsteinanna. Aðdáendur sveitarinnar hérlendis eru þegar byrjaðir að undirbúa afmælisveisluna. Einn þeirra er Wim Van Hooste sem er hollenskur tónlistarunnandi sem býr hér og heldur uppi heimasíðunni Rokmusik.co. Sú síða er skrifuð á ensku og fjallar einvörðungu um íslenska tónlist. Wim hvetur nú aðdáendur sveitarinnar og íslenskar hljómsveitir til þess að hljóðrita nýjar útgáfur af lögum Sykurmolanna sem hann mun þá pósta á síðu sinni.
Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira