Aðdáendur undirbúa 30 ára afmælisveislu Birgir Örn Steinarsson skrifar 14. mars 2016 14:16 Velgengni Sykurmolanna var fyrsti stóri íslenski tónlistarsigurinn erlendis. vísir/Timothy White Þótt ótrúlegt megi virðast verða í júní liðin 30 ár frá því að breiðskífa Sykurmolanna, „Life's too good“, kom út. Fáar íslenskar plötuútgáfur hafa haft jafnmikil áhrif á íslenska tónlistarsögu og sú plata en Sykurmolarnir urðu fyrsta íslenska sveitin til þess að ná heimsfrægð og ruddu þannig brautina fyrir sólóferil Bjarkar Guðmundsdóttur. Öll vitum við hvernig það ævintýri fór og sumir hafa gengið það langt að merkja atburðinn í sögubækur sem mikilvægan fyrir sögu íslenska ferðamannaiðnaðarins. Útgáfan markaði fyrsta raunverulega sigurinn í útrás íslenskrar tónlistar og vakti áður óþekkta athygli á íslenskri tónlistarmenningu fyrir utan landsteinanna. Aðdáendur sveitarinnar hérlendis eru þegar byrjaðir að undirbúa afmælisveisluna. Einn þeirra er Wim Van Hooste sem er hollenskur tónlistarunnandi sem býr hér og heldur uppi heimasíðunni Rokmusik.co. Sú síða er skrifuð á ensku og fjallar einvörðungu um íslenska tónlist. Wim hvetur nú aðdáendur sveitarinnar og íslenskar hljómsveitir til þess að hljóðrita nýjar útgáfur af lögum Sykurmolanna sem hann mun þá pósta á síðu sinni. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Þótt ótrúlegt megi virðast verða í júní liðin 30 ár frá því að breiðskífa Sykurmolanna, „Life's too good“, kom út. Fáar íslenskar plötuútgáfur hafa haft jafnmikil áhrif á íslenska tónlistarsögu og sú plata en Sykurmolarnir urðu fyrsta íslenska sveitin til þess að ná heimsfrægð og ruddu þannig brautina fyrir sólóferil Bjarkar Guðmundsdóttur. Öll vitum við hvernig það ævintýri fór og sumir hafa gengið það langt að merkja atburðinn í sögubækur sem mikilvægan fyrir sögu íslenska ferðamannaiðnaðarins. Útgáfan markaði fyrsta raunverulega sigurinn í útrás íslenskrar tónlistar og vakti áður óþekkta athygli á íslenskri tónlistarmenningu fyrir utan landsteinanna. Aðdáendur sveitarinnar hérlendis eru þegar byrjaðir að undirbúa afmælisveisluna. Einn þeirra er Wim Van Hooste sem er hollenskur tónlistarunnandi sem býr hér og heldur uppi heimasíðunni Rokmusik.co. Sú síða er skrifuð á ensku og fjallar einvörðungu um íslenska tónlist. Wim hvetur nú aðdáendur sveitarinnar og íslenskar hljómsveitir til þess að hljóðrita nýjar útgáfur af lögum Sykurmolanna sem hann mun þá pósta á síðu sinni.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira