Haraldur spilaði frábærlega og vann sterkt háskólamót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2016 12:30 Haraldur Franklín Magnús. Vísir/Getty GR-ingurinn Haraldur Franklín Magnús sigraði á sterku háskólamóti í golfi sem lauk um helgina í Texas í Bandaríkjunum. Haraldur Franklín Magnús spilaði frábærlega og kláraði á tíu höggum undir pari. Þetta er í annað sinn sem GR-ingurinn nær að sigra á háskólamóti í Bandaríkjunum. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Haraldur lék fyrsta hringinn á mótinu á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Þetta er besta frammistaða hans á einum hringi á háskólamóti. Síðari hringinn lék Haraldur síðan á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Haraldur Franklín er á lokaári sínu með Louisiana háskólaliðinu en hann fékk alls tólf fugla á hringjunum tveimur. Leiknar voru bara 36 holur en ekki 54 eins og til stóð vegna úrkomu á Laredo Country Club golfvellinum. Með þessum sigri á mótinu um helgina hefur Haraldur Franklín náð tólf sinnum að vera á meðal tíu efstu á háskólamóti og sex sinnum hefur hann verið á meðal fimm efstu. Haraldur Franklín sigraði í fyrsta sinn á háskólamóti árið 2014 en þá vann hann Memphis Intercollegiate mótið. Þetta var samt aðeins í annað sinn sem kylfingur úr Louisiana háskólaliðinu sigrar á þessu mót iá Laredo Country Club golfvellinum en Craig Perks var sá fyrsti fyrir 26 árum. Ragnar Már Garðarsson endaði á einu höggu undir pari en hann leikur einnig með Louisiana háskólaliðinu. Ragnar lék á 75 og 68 höggum og endaði í 22. sæti ásamt fleiri kylfingum. Ragnar lék síðustu 14 holurnar á mótinu á sex höggum undir pari og náði með því að komast upp um 38 sæti á lokahringnum. Næsta mót hjá Haraldi og Ragnari fer fram 21. til 22. mars þegar Lone Star mótið fer fram á Briggs Ranch í i San Antonio í Texas. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
GR-ingurinn Haraldur Franklín Magnús sigraði á sterku háskólamóti í golfi sem lauk um helgina í Texas í Bandaríkjunum. Haraldur Franklín Magnús spilaði frábærlega og kláraði á tíu höggum undir pari. Þetta er í annað sinn sem GR-ingurinn nær að sigra á háskólamóti í Bandaríkjunum. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Haraldur lék fyrsta hringinn á mótinu á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Þetta er besta frammistaða hans á einum hringi á háskólamóti. Síðari hringinn lék Haraldur síðan á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Haraldur Franklín er á lokaári sínu með Louisiana háskólaliðinu en hann fékk alls tólf fugla á hringjunum tveimur. Leiknar voru bara 36 holur en ekki 54 eins og til stóð vegna úrkomu á Laredo Country Club golfvellinum. Með þessum sigri á mótinu um helgina hefur Haraldur Franklín náð tólf sinnum að vera á meðal tíu efstu á háskólamóti og sex sinnum hefur hann verið á meðal fimm efstu. Haraldur Franklín sigraði í fyrsta sinn á háskólamóti árið 2014 en þá vann hann Memphis Intercollegiate mótið. Þetta var samt aðeins í annað sinn sem kylfingur úr Louisiana háskólaliðinu sigrar á þessu mót iá Laredo Country Club golfvellinum en Craig Perks var sá fyrsti fyrir 26 árum. Ragnar Már Garðarsson endaði á einu höggu undir pari en hann leikur einnig með Louisiana háskólaliðinu. Ragnar lék á 75 og 68 höggum og endaði í 22. sæti ásamt fleiri kylfingum. Ragnar lék síðustu 14 holurnar á mótinu á sex höggum undir pari og náði með því að komast upp um 38 sæti á lokahringnum. Næsta mót hjá Haraldi og Ragnari fer fram 21. til 22. mars þegar Lone Star mótið fer fram á Briggs Ranch í i San Antonio í Texas.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira