Haraldur spilaði frábærlega og vann sterkt háskólamót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2016 12:30 Haraldur Franklín Magnús. Vísir/Getty GR-ingurinn Haraldur Franklín Magnús sigraði á sterku háskólamóti í golfi sem lauk um helgina í Texas í Bandaríkjunum. Haraldur Franklín Magnús spilaði frábærlega og kláraði á tíu höggum undir pari. Þetta er í annað sinn sem GR-ingurinn nær að sigra á háskólamóti í Bandaríkjunum. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Haraldur lék fyrsta hringinn á mótinu á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Þetta er besta frammistaða hans á einum hringi á háskólamóti. Síðari hringinn lék Haraldur síðan á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Haraldur Franklín er á lokaári sínu með Louisiana háskólaliðinu en hann fékk alls tólf fugla á hringjunum tveimur. Leiknar voru bara 36 holur en ekki 54 eins og til stóð vegna úrkomu á Laredo Country Club golfvellinum. Með þessum sigri á mótinu um helgina hefur Haraldur Franklín náð tólf sinnum að vera á meðal tíu efstu á háskólamóti og sex sinnum hefur hann verið á meðal fimm efstu. Haraldur Franklín sigraði í fyrsta sinn á háskólamóti árið 2014 en þá vann hann Memphis Intercollegiate mótið. Þetta var samt aðeins í annað sinn sem kylfingur úr Louisiana háskólaliðinu sigrar á þessu mót iá Laredo Country Club golfvellinum en Craig Perks var sá fyrsti fyrir 26 árum. Ragnar Már Garðarsson endaði á einu höggu undir pari en hann leikur einnig með Louisiana háskólaliðinu. Ragnar lék á 75 og 68 höggum og endaði í 22. sæti ásamt fleiri kylfingum. Ragnar lék síðustu 14 holurnar á mótinu á sex höggum undir pari og náði með því að komast upp um 38 sæti á lokahringnum. Næsta mót hjá Haraldi og Ragnari fer fram 21. til 22. mars þegar Lone Star mótið fer fram á Briggs Ranch í i San Antonio í Texas. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
GR-ingurinn Haraldur Franklín Magnús sigraði á sterku háskólamóti í golfi sem lauk um helgina í Texas í Bandaríkjunum. Haraldur Franklín Magnús spilaði frábærlega og kláraði á tíu höggum undir pari. Þetta er í annað sinn sem GR-ingurinn nær að sigra á háskólamóti í Bandaríkjunum. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Haraldur lék fyrsta hringinn á mótinu á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Þetta er besta frammistaða hans á einum hringi á háskólamóti. Síðari hringinn lék Haraldur síðan á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Haraldur Franklín er á lokaári sínu með Louisiana háskólaliðinu en hann fékk alls tólf fugla á hringjunum tveimur. Leiknar voru bara 36 holur en ekki 54 eins og til stóð vegna úrkomu á Laredo Country Club golfvellinum. Með þessum sigri á mótinu um helgina hefur Haraldur Franklín náð tólf sinnum að vera á meðal tíu efstu á háskólamóti og sex sinnum hefur hann verið á meðal fimm efstu. Haraldur Franklín sigraði í fyrsta sinn á háskólamóti árið 2014 en þá vann hann Memphis Intercollegiate mótið. Þetta var samt aðeins í annað sinn sem kylfingur úr Louisiana háskólaliðinu sigrar á þessu mót iá Laredo Country Club golfvellinum en Craig Perks var sá fyrsti fyrir 26 árum. Ragnar Már Garðarsson endaði á einu höggu undir pari en hann leikur einnig með Louisiana háskólaliðinu. Ragnar lék á 75 og 68 höggum og endaði í 22. sæti ásamt fleiri kylfingum. Ragnar lék síðustu 14 holurnar á mótinu á sex höggum undir pari og náði með því að komast upp um 38 sæti á lokahringnum. Næsta mót hjá Haraldi og Ragnari fer fram 21. til 22. mars þegar Lone Star mótið fer fram á Briggs Ranch í i San Antonio í Texas.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira