Vann upp fimm högga forskot á lokahringnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2016 11:00 Charl Schwartzel fagnar sigri á mótinu í gær. Vísir/Getty Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzl fagnaði sigri á Valspar-mótinu sem lauk í gærkvöldi en þetta var hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni síðan hann vann Masters-mótið árið 2011. Schwartzel náði að vinna upp fimm högga forystu Bill Haas á lokahringnum og hafði svo betur í bráðabana þar sem hann vann strax á fyrstu holu með stuttu pútti. Haas gerði stór mistök þegar hann reyndi að slá úr sandgryfju við hlið flatarinnar en það gerði það að verkum að Schwartzel mátti tvípútta fyrir sigrinum, sem reyndist einfalt verk. Hann spilaði á 67 höggum á lokahringnum og var á sjö höggum undir pari eftir hringinn, sem og Haas. Ryan Moore endaði í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Þetta eru góðar fréttir fyrir Schwartzel fyrir Masters-mótið sem fer fram í næsta mánuði en ríkjandi meistari þess móts, Jordan Spieth, náði að bjarga sér þokkalega fyrir horn eftir afar erfiða byrjun á mótinu í Flórída um helgina. Spieth var meðal neðstu manna eftir fyrsta hringinn en komst þó í gegnum niðurskurðinn eftir góðan annan dag. Hann endaði svo í átjánda sæti mótsins eftir að hafa spilað á 73 höggum í gær. Lee McCoy, 22 ára áhugamaður, náði afar áhugaverðum árangri en hann lék á 69 höggum á lokahringnum og endaði í fjórða sæti. Um næstu helgi fer fram Arnold Palmer Invitaional mótið en fyrsta útsending frá því verður á Golfstöðinni á fimmtudag klukkan 18.00. Golf Tengdar fréttir Spieth byrjaði skelfilega á Valspar Jordan Spieth vann Valspar-mótið í fyrra en gæti lent í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn. 11. mars 2016 12:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzl fagnaði sigri á Valspar-mótinu sem lauk í gærkvöldi en þetta var hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni síðan hann vann Masters-mótið árið 2011. Schwartzel náði að vinna upp fimm högga forystu Bill Haas á lokahringnum og hafði svo betur í bráðabana þar sem hann vann strax á fyrstu holu með stuttu pútti. Haas gerði stór mistök þegar hann reyndi að slá úr sandgryfju við hlið flatarinnar en það gerði það að verkum að Schwartzel mátti tvípútta fyrir sigrinum, sem reyndist einfalt verk. Hann spilaði á 67 höggum á lokahringnum og var á sjö höggum undir pari eftir hringinn, sem og Haas. Ryan Moore endaði í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Þetta eru góðar fréttir fyrir Schwartzel fyrir Masters-mótið sem fer fram í næsta mánuði en ríkjandi meistari þess móts, Jordan Spieth, náði að bjarga sér þokkalega fyrir horn eftir afar erfiða byrjun á mótinu í Flórída um helgina. Spieth var meðal neðstu manna eftir fyrsta hringinn en komst þó í gegnum niðurskurðinn eftir góðan annan dag. Hann endaði svo í átjánda sæti mótsins eftir að hafa spilað á 73 höggum í gær. Lee McCoy, 22 ára áhugamaður, náði afar áhugaverðum árangri en hann lék á 69 höggum á lokahringnum og endaði í fjórða sæti. Um næstu helgi fer fram Arnold Palmer Invitaional mótið en fyrsta útsending frá því verður á Golfstöðinni á fimmtudag klukkan 18.00.
Golf Tengdar fréttir Spieth byrjaði skelfilega á Valspar Jordan Spieth vann Valspar-mótið í fyrra en gæti lent í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn. 11. mars 2016 12:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Spieth byrjaði skelfilega á Valspar Jordan Spieth vann Valspar-mótið í fyrra en gæti lent í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn. 11. mars 2016 12:30