Telur Útlendingastofnun sundurgreina gögn til að réttlæta synjun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2016 18:59 „Mér sýnist að vinnubrögð Útlendingastofunar séu, sem og vinnubrögð kærunefndar útlendingamála, þau að sundurgreina sögu umsækjanda í þeim tilgangi til að réttlæta synjun,“ ritar Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, í grein sem birtist á Vísi í dag. Í greininni rekur hann sögu Amir Shokrogozar, 29 ára gamals samkynhneigðs Írana, sem flúði heimaland sitt sökum þess að þar í landi varðar það dauðarefsingu að vera samkynhneigður. Frá Íran fór hann til Tyrklands og þaðan til Ítalíu.Toshiki Toma„Amir bjó í flóttamannabúðum og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. Hann varð að fara úr flóttamannabúðum, þar sem lögreglan tók hann ekki alvarlega og gerði ekkert í málinu,“ skrifar Toma. Frá Ítalíu hrökklaðist Amir til Svíþjóðar en þar dvaldist hann í þrjú ár ólöglega. Í Svíþjóð tók hann kristni og leitaði síðar til Íslands eftir að hafa frétt að fordómar gagnvart samkynhneigðum væru líklega minnstir á Íslandi. Hann sótti um hæli hér á landi og horfir nú fram á það að vera vísað til Ítalíu á nýjan leik. Í niðurstöðu Útlendingastofnunar er það nefnt sem ástæða fyrir synjun að Amir var veitt dvalarleyfi í Ítalíu auk þess að flótti hans hafi verið á efnahagslegum nótum en ekki í tengslum við öryggi hans. „Og í fjórða lagi telst kynferðislegt ofbeldi sem Amir upplifði í Ítalíu lítilsháttar ,,verður (...) ekki jafnað við pyntingar eða annað sem réttlætt gæti þá afstöðu að telja skuli hann í sérstakri stöðu“,“ hefur Toma eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. „Ég vil skora á yfirvöld að endurskoða mál Amir Shokrogozar og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Toma í niðurlagi pistils síns. Flóttamenn Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
„Mér sýnist að vinnubrögð Útlendingastofunar séu, sem og vinnubrögð kærunefndar útlendingamála, þau að sundurgreina sögu umsækjanda í þeim tilgangi til að réttlæta synjun,“ ritar Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, í grein sem birtist á Vísi í dag. Í greininni rekur hann sögu Amir Shokrogozar, 29 ára gamals samkynhneigðs Írana, sem flúði heimaland sitt sökum þess að þar í landi varðar það dauðarefsingu að vera samkynhneigður. Frá Íran fór hann til Tyrklands og þaðan til Ítalíu.Toshiki Toma„Amir bjó í flóttamannabúðum og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. Hann varð að fara úr flóttamannabúðum, þar sem lögreglan tók hann ekki alvarlega og gerði ekkert í málinu,“ skrifar Toma. Frá Ítalíu hrökklaðist Amir til Svíþjóðar en þar dvaldist hann í þrjú ár ólöglega. Í Svíþjóð tók hann kristni og leitaði síðar til Íslands eftir að hafa frétt að fordómar gagnvart samkynhneigðum væru líklega minnstir á Íslandi. Hann sótti um hæli hér á landi og horfir nú fram á það að vera vísað til Ítalíu á nýjan leik. Í niðurstöðu Útlendingastofnunar er það nefnt sem ástæða fyrir synjun að Amir var veitt dvalarleyfi í Ítalíu auk þess að flótti hans hafi verið á efnahagslegum nótum en ekki í tengslum við öryggi hans. „Og í fjórða lagi telst kynferðislegt ofbeldi sem Amir upplifði í Ítalíu lítilsháttar ,,verður (...) ekki jafnað við pyntingar eða annað sem réttlætt gæti þá afstöðu að telja skuli hann í sérstakri stöðu“,“ hefur Toma eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. „Ég vil skora á yfirvöld að endurskoða mál Amir Shokrogozar og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Toma í niðurlagi pistils síns.
Flóttamenn Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira