Keli sýnir verkin sín í Neskirkju Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. mars 2016 08:00 Sr. Skúli S. Ólafsson og Hrafnkell Sigurðsson Vísir/Stefán Karlsson „Það sem er svo skemmtilegt við að sýna í þessari byggingu er að fá nýja sýn á eigin verk,“ segir myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson, sem opnar sýningu á Kirkjutorgi, safnaðarheimilinu í Neskirkju, á sunnudag. Hrafnkell hefur átt mikilli velgengni að fagna. Verk hans eru til sýnis á söfnum á meginlandi Evrópu, í Bandaríkjunum og á Íslandi, svo eitthvað sé nefnt. Messað verður kl. 11.00, samkvæmt hefðinni, en sr. Skúli S. Ólafsson sóknarprestur ræðir um verk Hrafnkels í predikun sinni. Skúli og Hrafnkell eru sammála um að uppsetning verkanna í kirkju dragi fram aðra hlið á þeim en væru þau sýnd í hefðbundnara sýningarrými. „Verkin eru líkamleg, en líka andleg. Eins og mannfólkið – við erum þetta tvennt, líkaminn og andinn. Inni í kirkju setur maður þetta meira í svona andlegt samhengi,“ útskýrir Hrafnkell. Að messu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar á Kirkjutorgi og Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og nefndarmaður í Sjónlistaráði Neskirkju, ávarpar gesti og fjallar um sýninguna. Ýmsar sýningar hafa verið haldnar á Kirkjutorgi, en nýtt Sjónlistaráð Neskirkju var skipað á dögunum. Fyrsta val ráðsins á listamanni var Hrafnkell. Áður hafa m.a. Húbert Nói og Einar Garibaldi sýnt verk sín á Kirkjutorgi. „Hrafnkell er frábær myndlistarmaður. Það er mikill heiður að fá að sýna verk eftir hann,“ segir sr. Skúli. Verkin á sýningunni spanna tíu ára tímabil. „Þannig að það má segja að þetta sé lítil yfirlitssýning á verkum Hrafnkels.“Skúli S Ólafsson og Hrafnkell SigurðssonVísir/Stefán Karlsson Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
„Það sem er svo skemmtilegt við að sýna í þessari byggingu er að fá nýja sýn á eigin verk,“ segir myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson, sem opnar sýningu á Kirkjutorgi, safnaðarheimilinu í Neskirkju, á sunnudag. Hrafnkell hefur átt mikilli velgengni að fagna. Verk hans eru til sýnis á söfnum á meginlandi Evrópu, í Bandaríkjunum og á Íslandi, svo eitthvað sé nefnt. Messað verður kl. 11.00, samkvæmt hefðinni, en sr. Skúli S. Ólafsson sóknarprestur ræðir um verk Hrafnkels í predikun sinni. Skúli og Hrafnkell eru sammála um að uppsetning verkanna í kirkju dragi fram aðra hlið á þeim en væru þau sýnd í hefðbundnara sýningarrými. „Verkin eru líkamleg, en líka andleg. Eins og mannfólkið – við erum þetta tvennt, líkaminn og andinn. Inni í kirkju setur maður þetta meira í svona andlegt samhengi,“ útskýrir Hrafnkell. Að messu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar á Kirkjutorgi og Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og nefndarmaður í Sjónlistaráði Neskirkju, ávarpar gesti og fjallar um sýninguna. Ýmsar sýningar hafa verið haldnar á Kirkjutorgi, en nýtt Sjónlistaráð Neskirkju var skipað á dögunum. Fyrsta val ráðsins á listamanni var Hrafnkell. Áður hafa m.a. Húbert Nói og Einar Garibaldi sýnt verk sín á Kirkjutorgi. „Hrafnkell er frábær myndlistarmaður. Það er mikill heiður að fá að sýna verk eftir hann,“ segir sr. Skúli. Verkin á sýningunni spanna tíu ára tímabil. „Þannig að það má segja að þetta sé lítil yfirlitssýning á verkum Hrafnkels.“Skúli S Ólafsson og Hrafnkell SigurðssonVísir/Stefán Karlsson
Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira