Sport

Dana White: Conor mun berjast á UFC 200

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Dana White, forseti UFC, segir að Írinn Conor McGregor muni berjast á UFC 200 bardagakvöldinu sem haldið verður þann 9. júlí í sumar.

McGregor tapaði fyrir Nate Diaz í sínum fyrsta veltivigtarbardaga um síðustu helgi en það var bardagi sem Diaz tók að sér með skömmum fyrirvara vegna meiðsla léttvigtarmeistarans Rafael Dos Anjos.

Diaz vann McGregor, sem er ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og því að keppa tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan sig, á hengingu í annarri lotu.

Sjá einnig: Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið

„Hann [McGregor] vill berjast sem allra fyrst. Hann vill komast aftur í búrið og berjast aftur. Við erum að vinna að því hver hans næsti andstæðingur verður,“ sagði White í samtali við ESPN í gær.

Líklegt er að McGregor muni verja titil sinn í fjaðurvigt og jafnvel að hann muni aftur berjast við Jose Aldo, fyrrum meistara sem Írinn vann á þrettán sekúndum í desember.

Sjá einnig: Conor hrynur niður styrkleikalistann hjá UFC

„Í þessum bransa má ástríðan ekki deyja. Menn verða að þrá það að berjast. Conor McGregor er hið fullkomna dæmi. Þessi gaur mun koma til baka og berjast á UFC 200.“

Bardagakvöldið mun fara fram í T-Mobile Arena í Las Vegas sem nú er verið að fullbúa.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×