Haraldur Nelson vill ekki MMA á ÓL: „Rugl reglum verður hrúgað í íþróttina“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2016 13:00 Haraldur Nelson vill ekki breyta MMA. vísir/vilhelm Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að gera blandaðar bardagalistir, MMA, að Ólympíuíþrótt. Lorenzo Fertitta, einn af eigendum UFC, sagði í viðtali við BBC í lok febrúar að það væri bara tímaspursmál hvenær MMA yrði hluti af Ólympíuleikunum vegna hratt vaxandi vinsælda íþróttarinnar. „Ólympíuleikarnir eru bara viðskipti. Þar vilja menn vilja yngri áhorfendur og stóra sjónvarpssamninga. Miðað við hvert við erum að fara með UFC þá verður MMA Ólympíuíþrótt,“ sagði Fertitta.Gunnar Nelson gæti orðið Ólympíufari.vísir/gettyTaekwondo eins og riverdance Haraldur vonar að svo verði ekki því hann er hræddur um að regluverkinu verði breytt mikið eins og gert hefur verið í öðrum bardagaíþróttum sem hafa orðið hluti af Ólympíuleikunm. „Maður er á tveimur áttum með þetta. Ég man eftir þessari umræðu hjá karatemönnum. Þar skiptust menn í tvo hópa og nýlega átti ég samtal við einn reyndasta karateþjálfara Íslands. Hann vill ekki sjá karate á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. „Það er af sömu ástæðu og ég staldra við þetta. Mér finnst allskonar vitleysa fara í gang þegar bardagaíþróttir eru teknar inn á Ólympíuleikana.“ „Þá fara menn að hrúga rugl reglum í þróttina og það er kannski ekkert bara Ólympíuleikunum að kenna. Horfðu bara á taekwondo á ÓL í dag. Það er líkara „riverdance“ en bardagaíþrótt á Ólympíuleikunum. Það er eins og menn séu handalausir. Þeir bara sparka og sparka til að fá sig.“ „Ég er alls ekki að segja að taekwondo sé ekki góð íþrótt eða hana sé ekki got að stunda. Hún er góð undirstaða fyrir aðrar bardagaíþróttir en maður hefur séð breytingar til hins verra á þeirri íþrótt á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur.Haraldur Nelson vill halda íþróttinni óbreyttri.vísir/gettyÍslensk glíma í galla Júdó er önnur íþrótt sem Haraldi finnst hafa verið breytt til hins verra í gegnum tíðina eftir að hún varð hluti af Ólympíuleikunum. „Það er búið að koma með hinar og þessar reglur í júdóið. Nú er bannað til dæmis að sækja í fætur. Ég veit að júdómenn skiptast í tvær fylkingar með þetta líka. Sumum finnst þetta bæta sportið en aðrir glímumenn sem ég hef talað við eru ekki sáttir við þetta aukna regluverk,“ segir Haraldur. „Einn þekktur júdómaður sem er búinn að vinna fjölda titla hér heima sagði við mig að júdó á Ólympíuleikum væri orðið eins og íslensk glíma í Gi (galla). Mér finnst það ansi góð samlíking.“ Haraldur er hræddur um að svipaðir hlutir verði gerðir við blandaðar bardagalistir verði þær einhverntíma teknar inn sem Ólympíuíþróttir. „Ég óttast að það verði dregið úr íþróttinni eins og hún er í dag og menn fari að hrúga inn einhverjum reglum sem skemma MMA. Þá yrði þetta ekki MMA heldur eitthvað ólympískt afstyrmi sem væri ekkert í líkingu við það sport sem við þekkjum í dag,“ segir Haraldur. „Á móti fengi íþróttin auðvitað enn meiri athygli, en hún fær það nú þegar. Ólympíuleikarnir eru ekkert upphaf og endir á íþróttum,“ segir Haraldur Nelson. MMA Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að gera blandaðar bardagalistir, MMA, að Ólympíuíþrótt. Lorenzo Fertitta, einn af eigendum UFC, sagði í viðtali við BBC í lok febrúar að það væri bara tímaspursmál hvenær MMA yrði hluti af Ólympíuleikunum vegna hratt vaxandi vinsælda íþróttarinnar. „Ólympíuleikarnir eru bara viðskipti. Þar vilja menn vilja yngri áhorfendur og stóra sjónvarpssamninga. Miðað við hvert við erum að fara með UFC þá verður MMA Ólympíuíþrótt,“ sagði Fertitta.Gunnar Nelson gæti orðið Ólympíufari.vísir/gettyTaekwondo eins og riverdance Haraldur vonar að svo verði ekki því hann er hræddur um að regluverkinu verði breytt mikið eins og gert hefur verið í öðrum bardagaíþróttum sem hafa orðið hluti af Ólympíuleikunm. „Maður er á tveimur áttum með þetta. Ég man eftir þessari umræðu hjá karatemönnum. Þar skiptust menn í tvo hópa og nýlega átti ég samtal við einn reyndasta karateþjálfara Íslands. Hann vill ekki sjá karate á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. „Það er af sömu ástæðu og ég staldra við þetta. Mér finnst allskonar vitleysa fara í gang þegar bardagaíþróttir eru teknar inn á Ólympíuleikana.“ „Þá fara menn að hrúga rugl reglum í þróttina og það er kannski ekkert bara Ólympíuleikunum að kenna. Horfðu bara á taekwondo á ÓL í dag. Það er líkara „riverdance“ en bardagaíþrótt á Ólympíuleikunum. Það er eins og menn séu handalausir. Þeir bara sparka og sparka til að fá sig.“ „Ég er alls ekki að segja að taekwondo sé ekki góð íþrótt eða hana sé ekki got að stunda. Hún er góð undirstaða fyrir aðrar bardagaíþróttir en maður hefur séð breytingar til hins verra á þeirri íþrótt á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur.Haraldur Nelson vill halda íþróttinni óbreyttri.vísir/gettyÍslensk glíma í galla Júdó er önnur íþrótt sem Haraldi finnst hafa verið breytt til hins verra í gegnum tíðina eftir að hún varð hluti af Ólympíuleikunum. „Það er búið að koma með hinar og þessar reglur í júdóið. Nú er bannað til dæmis að sækja í fætur. Ég veit að júdómenn skiptast í tvær fylkingar með þetta líka. Sumum finnst þetta bæta sportið en aðrir glímumenn sem ég hef talað við eru ekki sáttir við þetta aukna regluverk,“ segir Haraldur. „Einn þekktur júdómaður sem er búinn að vinna fjölda titla hér heima sagði við mig að júdó á Ólympíuleikum væri orðið eins og íslensk glíma í Gi (galla). Mér finnst það ansi góð samlíking.“ Haraldur er hræddur um að svipaðir hlutir verði gerðir við blandaðar bardagalistir verði þær einhverntíma teknar inn sem Ólympíuíþróttir. „Ég óttast að það verði dregið úr íþróttinni eins og hún er í dag og menn fari að hrúga inn einhverjum reglum sem skemma MMA. Þá yrði þetta ekki MMA heldur eitthvað ólympískt afstyrmi sem væri ekkert í líkingu við það sport sem við þekkjum í dag,“ segir Haraldur. „Á móti fengi íþróttin auðvitað enn meiri athygli, en hún fær það nú þegar. Ólympíuleikarnir eru ekkert upphaf og endir á íþróttum,“ segir Haraldur Nelson.
MMA Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast