100.000 væntanlegar pantanir í Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 29. mars 2016 09:26 Hulunni verður svipt af Tesla Model 3 eftir tvo daga og í leiðinni opnað fyrir pantanir í bílinn. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun opna fyrir pantanir í Tesla Model 3 bíl sinn þann 31. mars, eða eftir 2 daga. Búist er við allt að 100.000 pöntunum í þessa næstu framleiðslugerð Tesla, eingöngu á fyrsta sólarhringnum. Tesla Model 3 á ekki að kosta meira en 35.000 dollara og verða mun ódýrari bíll er fyrri smíðagerðir, þ.e. Tesla Model S og Model X. Opnað verður fyrir pantanir í bílinn á sama tíma og hann verður fyrst sýndur þeim 800 heppnu einstaklingum sem boðið hefur verið á frumsýningu bílsins í Hawthorne í Kaliforníu. Ef að Tesla fær 100.000 pantanir í Model 3 bílinn mun það samsvara meira en ársframleiðslu, en Tesla framleiddi og seldi ríflega 50.000 bíla í fyrra, en þó af dýrari og vandaðir gerð en Model 3. Heyrst hefur að hollenska fyrirtækið MisterGreen ætli að panta 1.000 bíla, en það leigir nú þegar út vænan flota af Tesla Model S bílum í Hollandi og Belgíu. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun opna fyrir pantanir í Tesla Model 3 bíl sinn þann 31. mars, eða eftir 2 daga. Búist er við allt að 100.000 pöntunum í þessa næstu framleiðslugerð Tesla, eingöngu á fyrsta sólarhringnum. Tesla Model 3 á ekki að kosta meira en 35.000 dollara og verða mun ódýrari bíll er fyrri smíðagerðir, þ.e. Tesla Model S og Model X. Opnað verður fyrir pantanir í bílinn á sama tíma og hann verður fyrst sýndur þeim 800 heppnu einstaklingum sem boðið hefur verið á frumsýningu bílsins í Hawthorne í Kaliforníu. Ef að Tesla fær 100.000 pantanir í Model 3 bílinn mun það samsvara meira en ársframleiðslu, en Tesla framleiddi og seldi ríflega 50.000 bíla í fyrra, en þó af dýrari og vandaðir gerð en Model 3. Heyrst hefur að hollenska fyrirtækið MisterGreen ætli að panta 1.000 bíla, en það leigir nú þegar út vænan flota af Tesla Model S bílum í Hollandi og Belgíu.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið