Erlent

Birta upptöku til að reyna bera kennsl á manninn í hvíta jakkanum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ekki hefur fengið staðfest hvort að Faycal sé í raun og veru maðurinn í hvíta jakkanum
Ekki hefur fengið staðfest hvort að Faycal sé í raun og veru maðurinn í hvíta jakkanum
Lögregluyfirvöld í Belgíu hafa birt upptöku úr öryggismyndavél á flugvellinum í Brussel til þess að að fá aðstoð við að bera kennsl á manninn í hvíta jakkanum sem sést í fylgd árásarmannana.

Á myndbandinu sjást þrír menn, tveir svartklæddir sem staðfest hefur verið að eru bræðurnir Ibrahim el-Bakraoui og Najim Laachraoui sem sprengdu sjálfa sig í loft upp á flugvellinum. Við hlið þeirra er hvítklæddur maður.

Talið er að hann hafi ætlað að sprengja sjálfan sig í loft upp en sprengja hans sprakk ekki. Talið er að maðurinn sé Faycal Cheffou sem hefur verið ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkinum. Yfirvöld hafa þó ekki viljað staðfesta að hvítklæddi maðurinn sé Cheffou og óskar lögreglan nú eftir því að fá aðstoð við að bera kennsl á manninn.

Heilbrigðisyfirvöld í Belgíu hafa staðfest að tala látinna í hryðjuverkaárásunum hafi hækkað í 35, fjórir af þeim sem særðust haf látist á spítala á síðustu dögum. Í dag voru þrír menn sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu í Belgíu í gær ákærðir fyrir að tilheyra hryðjuverka hóp. Handtaka og ákæra þeirra er liður í rannsókn lögregluyfirvalda á hryðjuverkunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×