Fermingum hefur fækkað um rúma tíund Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2016 07:00 Séra Gísli Jónasson, prófastur við Breiðholtskirkju vísir/valli Á síðustu sex árum hefur fermingarbörnum þjóðkirkjunnar fækkað verulega. Þar sem þjóðkirkjan tekur ekki saman fjölda fermingarbarna eða aðra tölfræði tengda fermingum brá blaðamaður á það ráð að telja fermingarbörn í fermingarblaði Morgunblaðsins árið 2010 og árið 2016. Í þessum samanburði voru eingöngu kirkjur teknar með sem sendu upplýsingar um fjölda fermingarbarna bæði árin en það voru 47 kirkjur, þar af nær allar sóknir á höfuðborgarsvæðinu. Allar kirkjurnar í könnuninni eru innan þjóðkirkjunnar. Niðurstaðan er að 2.229 börn fermast í ár í þessum tilteknu kirkjum en árið 2010 voru þau 2.676. Það er 17 prósenta fækkun en ef leiðrétt er fyrir minni árgang fermingarbarna í ár en fyrir sex árum, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, er niðurstaðan um tólf prósenta fækkun. Í aðeins sjö sóknum hefur fermingarbörnum fjölgað og það óverulega í flestum tilfellum. Lindakirkja í Kópavogi er eina sóknin sem hefur sótt verulega í sig veðrið en þar er um 20 prósenta fjölgun að ræða. Fækkunin er aftur móti mest í Grafarvogskirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Í Grafarvogi hefur fermingarbörnum fækkað um tæp fjörutíu prósent en þau eru helmingi færri í Hafnarfjarðarkirkju í ár en fyrir sex árum, hefur fækkað úr 167 í 82.Fækkun fermingarbarna er mest í Grafarvogs- og Hafnarfjarðarkirkju samkvæmt talningu á fermingarbörnum árin 2010 og 2016. Fréttablaðið/Stefán„Ég kann ekki skýringu á þessari miklu breytingu á þessu tímabili,“ segir sr. Þórhildur Ólafsdóttir í Hafnarfjarðarkirkju en hún starfaði ekki við kirkjuna frá 2003 til 2010. „Fyrir 2003 var algengt að börnin væru vel á annað hundrað. En undanfarin ár hafa þau verið í kringum áttatíu.“ Sr. Gísli Jónasson í Breiðholtskirkju segir helstu ástæðuna fyrir að fækkað hafi fermingarbörnum í hans sókn vera þá að innflytjendum fjölgar hratt í hverfinu. „Flest börnin sem eru af erlendu bergi brotin eru kaþólsk og fermast því ekki hjá okkur. Um leið hlýtur að teljast eðlilegt að þjóðkirkjuhlutfallið lækki. Einnig hefur börnum fækkað mjög hratt í hverfinu. Það voru 1.500 börn í Breiðholtsskóla þegar mest var en nú eru innan við 400 börn í skólanum.“ Ekki er þó hægt að skýra fækkun um fjögur hundruð börn með fermingum í kaþólsku kirkjunni eða borgaralegri fermingu. Á þessu sex ára tímabili hafa 150 fleiri börn fermst borgaralega en kaþólskum fermingum hefur í raun fækkað frá árinu 2007 þegar þær náðu hámarki. Börn og uppeldi Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira
Á síðustu sex árum hefur fermingarbörnum þjóðkirkjunnar fækkað verulega. Þar sem þjóðkirkjan tekur ekki saman fjölda fermingarbarna eða aðra tölfræði tengda fermingum brá blaðamaður á það ráð að telja fermingarbörn í fermingarblaði Morgunblaðsins árið 2010 og árið 2016. Í þessum samanburði voru eingöngu kirkjur teknar með sem sendu upplýsingar um fjölda fermingarbarna bæði árin en það voru 47 kirkjur, þar af nær allar sóknir á höfuðborgarsvæðinu. Allar kirkjurnar í könnuninni eru innan þjóðkirkjunnar. Niðurstaðan er að 2.229 börn fermast í ár í þessum tilteknu kirkjum en árið 2010 voru þau 2.676. Það er 17 prósenta fækkun en ef leiðrétt er fyrir minni árgang fermingarbarna í ár en fyrir sex árum, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, er niðurstaðan um tólf prósenta fækkun. Í aðeins sjö sóknum hefur fermingarbörnum fjölgað og það óverulega í flestum tilfellum. Lindakirkja í Kópavogi er eina sóknin sem hefur sótt verulega í sig veðrið en þar er um 20 prósenta fjölgun að ræða. Fækkunin er aftur móti mest í Grafarvogskirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Í Grafarvogi hefur fermingarbörnum fækkað um tæp fjörutíu prósent en þau eru helmingi færri í Hafnarfjarðarkirkju í ár en fyrir sex árum, hefur fækkað úr 167 í 82.Fækkun fermingarbarna er mest í Grafarvogs- og Hafnarfjarðarkirkju samkvæmt talningu á fermingarbörnum árin 2010 og 2016. Fréttablaðið/Stefán„Ég kann ekki skýringu á þessari miklu breytingu á þessu tímabili,“ segir sr. Þórhildur Ólafsdóttir í Hafnarfjarðarkirkju en hún starfaði ekki við kirkjuna frá 2003 til 2010. „Fyrir 2003 var algengt að börnin væru vel á annað hundrað. En undanfarin ár hafa þau verið í kringum áttatíu.“ Sr. Gísli Jónasson í Breiðholtskirkju segir helstu ástæðuna fyrir að fækkað hafi fermingarbörnum í hans sókn vera þá að innflytjendum fjölgar hratt í hverfinu. „Flest börnin sem eru af erlendu bergi brotin eru kaþólsk og fermast því ekki hjá okkur. Um leið hlýtur að teljast eðlilegt að þjóðkirkjuhlutfallið lækki. Einnig hefur börnum fækkað mjög hratt í hverfinu. Það voru 1.500 börn í Breiðholtsskóla þegar mest var en nú eru innan við 400 börn í skólanum.“ Ekki er þó hægt að skýra fækkun um fjögur hundruð börn með fermingum í kaþólsku kirkjunni eða borgaralegri fermingu. Á þessu sex ára tímabili hafa 150 fleiri börn fermst borgaralega en kaþólskum fermingum hefur í raun fækkað frá árinu 2007 þegar þær náðu hámarki.
Börn og uppeldi Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira