Sport

Ekki séns að við Ronda verðum vinkonur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronda og Miesha.
Ronda og Miesha. vísir/getty
Miesha Tate mun væntanlega verja titil sinn í UFC gegn Rondu Rousey.

Þær hafa barist tvisvar áður og Ronda haft betur í bæði skiptin. Þær mættust síðast í lok árs 2013 og þá kláraðist bardaginn ekki fyrr en í þriðju lotu.

Miesha kom mörgum á óvart með því að leggja Holly Holm á dögunum. Þær eru miklar vinkonur og voru því lítil læti á milli þeirra í aðdraganda bardagans.

Miesha og Ronda eru aftur á móti engar vinkonur og Miesha hefur engan áhuga á því að vingast við Rondu.

„Verðið þið blaðamenn fyrir vonbrigðum ef ég segi að það sé ekki séns að við verðum vinkonur?“ sagði Tate á blaðamannafundi í Ástralíu.

„Ég bara sé það ekki gerast. Mér finnst ég ekki vera að missa af neinu. Kannski finnst einhverjum leiðinlegt að við séum ekki vinkonur en mér finnst það ekkert leiðinlegt.“

Ekki liggur fyrir hvenær þær berjast. UFC vildi fá bardagann á UFC 200 en ekki er víst að Ronda verði klár þá enda mikið að gera hjá henni í Hollywood.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×