403 látið lífið í árásum íslamista í Evrópu frá 2004 Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2016 15:15 Frá árásunum í París í nóvember. Vísir/AFP Alls hafa 403 látið lífið í árásum íslamista í Evrópu frá árinu 2004. Þá eru ekki taldir með þeir sem hafa látið lífið í árásunum í Brussel í morgun. Minnst 34 eru látnir þar en sú tala á líklega eftir að hækka. Þessar árásir eru þær nýjustu röð hryðjuverkaárása frá árinu 2004 þegar sprengjur voru sprengdar í lestum í Madrid. AFP fréttaveitan fór yfir árásirnar, sem hundruð manna hafa særst í. Þann 11. mars 2004 voru tólf sprengjur sprengdar um borð í fjórum lestum í Madrid. 191 lét lífið í árásinni og um tvö þúsund manns særðust. Hópur vígamanna sem framkvæmdu árásirnar sögðust hafa verið á vegum al-Qaeda. Tilefni árásarinnar var að refsa Spánverjum fyrir að taka þátt í innrásinni í Írak árið 2003. Sjö menn sem grunaðir voru um að hafa framkvæmt árásina sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan gerði atlögu að íbúð þeirra nærri Madrid. Einn lögregluþjónn lét lífið.Fjórir sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu sig í loft upp í London þann 7. júlí 2005. Þrír þeirra um borð í neðanjarðarlestum og einn í strætó. 52 létu lífið og um 700 særðust.Al-Qaeda lýsti yfir ábyrgð á árásinni, sem er sú versta á breskri grundu frá því að flugvél var sprengd í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.Á dögunum 11. til 19. mars 2012 myrti hinn 23 ára gamli Mohamed Merah þrjá franska hermenn í borgunum Toulouse og Montauban í suðurhluta-Frakklands. Þá myrti hann þrjú börn af gyðingaættum og kennara í Toulouse. Sjálfur sagðist Merah aðhyllast al-Qaeda samtökunum, en hann var felldur af lögreglu eftir 32 tíma umsátur um íbúð hans.Þann 24. maí 2014 skaut Mehdi Nemmouche á hóp fólks á safni gyðinga í Brussel. Hann myrti fjóra og þar með tvo ferðamenn frá Ísrael. Hann var fæddur í Frakklandi, en upprunalega frá Alsír. Hann var svo handtekinn í Frakklandi og framseldur til Belgíu.Tveir þungvopnaðir menn ruddust inn á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra. Þar myrtu þeir tólf einstaklinga. Þar með taldir eru tveir lögregluþjónar sem þeir skutu á flótta frá Charlie Hebdo. Næsta dag lét lögreglukona lífið fyrir utan París og fjórir aðrir þegar vopnaður maður tók yfir matvöruverslun gyðinga í París. Allir árásarmennirnir létu lífið í skotbardögum við lögreglu. Mennirnir sem réðust á Charlie Hebdo sögðust vera á vegum ISIS en maðurinn sem réðst á matvöruverslunina sagðist vera á vegum al-Qaeda.Þann 14. febrúar 2015 réðst hinn 22 ára gamli Omar El-Hussein á hóp fólks á málþingi um íslam og málfrelsi í Kaupmannahöfn. Hann skaut kvikmyndagerðarmann til bana og særði þrjá lögregluþjóna. Skömmu seinna myrti hann öryggisvörð við bænahús gyðinga og særði tvo aðra lögregluþjóna. Hann var skotinn til bana af lögreglu nokkrum klukkustundum seinna.Þann 13. nóvember réðst hópur vígamanna iSIS á París. Vígamenn sprengdi sig í loft upp við Stade de France þar sem Frakkar og Þýskaland kepptu í fótbolta. Vígamenn skutu á kaffihús og réðust á tónleikastaðinn Bataclan. 130 manns létu lífið og rúmlega 350 særðust í árásunum. Þetta er alvarlegasta hryðjuverkaárásin í sögu Frakklands. Árásarmennirnir voru felldir af lögreglu, nema Salah Abdeslam sem flúði til Belgíu.Í dag voru sprengdar sprengjur á flugvelli í Brussel og á lestarstöð. Einungis nokkrum dögum eftir að einn af Abdeslam var handtekinn. Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Alls hafa 403 látið lífið í árásum íslamista í Evrópu frá árinu 2004. Þá eru ekki taldir með þeir sem hafa látið lífið í árásunum í Brussel í morgun. Minnst 34 eru látnir þar en sú tala á líklega eftir að hækka. Þessar árásir eru þær nýjustu röð hryðjuverkaárása frá árinu 2004 þegar sprengjur voru sprengdar í lestum í Madrid. AFP fréttaveitan fór yfir árásirnar, sem hundruð manna hafa særst í. Þann 11. mars 2004 voru tólf sprengjur sprengdar um borð í fjórum lestum í Madrid. 191 lét lífið í árásinni og um tvö þúsund manns særðust. Hópur vígamanna sem framkvæmdu árásirnar sögðust hafa verið á vegum al-Qaeda. Tilefni árásarinnar var að refsa Spánverjum fyrir að taka þátt í innrásinni í Írak árið 2003. Sjö menn sem grunaðir voru um að hafa framkvæmt árásina sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan gerði atlögu að íbúð þeirra nærri Madrid. Einn lögregluþjónn lét lífið.Fjórir sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu sig í loft upp í London þann 7. júlí 2005. Þrír þeirra um borð í neðanjarðarlestum og einn í strætó. 52 létu lífið og um 700 særðust.Al-Qaeda lýsti yfir ábyrgð á árásinni, sem er sú versta á breskri grundu frá því að flugvél var sprengd í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.Á dögunum 11. til 19. mars 2012 myrti hinn 23 ára gamli Mohamed Merah þrjá franska hermenn í borgunum Toulouse og Montauban í suðurhluta-Frakklands. Þá myrti hann þrjú börn af gyðingaættum og kennara í Toulouse. Sjálfur sagðist Merah aðhyllast al-Qaeda samtökunum, en hann var felldur af lögreglu eftir 32 tíma umsátur um íbúð hans.Þann 24. maí 2014 skaut Mehdi Nemmouche á hóp fólks á safni gyðinga í Brussel. Hann myrti fjóra og þar með tvo ferðamenn frá Ísrael. Hann var fæddur í Frakklandi, en upprunalega frá Alsír. Hann var svo handtekinn í Frakklandi og framseldur til Belgíu.Tveir þungvopnaðir menn ruddust inn á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra. Þar myrtu þeir tólf einstaklinga. Þar með taldir eru tveir lögregluþjónar sem þeir skutu á flótta frá Charlie Hebdo. Næsta dag lét lögreglukona lífið fyrir utan París og fjórir aðrir þegar vopnaður maður tók yfir matvöruverslun gyðinga í París. Allir árásarmennirnir létu lífið í skotbardögum við lögreglu. Mennirnir sem réðust á Charlie Hebdo sögðust vera á vegum ISIS en maðurinn sem réðst á matvöruverslunina sagðist vera á vegum al-Qaeda.Þann 14. febrúar 2015 réðst hinn 22 ára gamli Omar El-Hussein á hóp fólks á málþingi um íslam og málfrelsi í Kaupmannahöfn. Hann skaut kvikmyndagerðarmann til bana og særði þrjá lögregluþjóna. Skömmu seinna myrti hann öryggisvörð við bænahús gyðinga og særði tvo aðra lögregluþjóna. Hann var skotinn til bana af lögreglu nokkrum klukkustundum seinna.Þann 13. nóvember réðst hópur vígamanna iSIS á París. Vígamenn sprengdi sig í loft upp við Stade de France þar sem Frakkar og Þýskaland kepptu í fótbolta. Vígamenn skutu á kaffihús og réðust á tónleikastaðinn Bataclan. 130 manns létu lífið og rúmlega 350 særðust í árásunum. Þetta er alvarlegasta hryðjuverkaárásin í sögu Frakklands. Árásarmennirnir voru felldir af lögreglu, nema Salah Abdeslam sem flúði til Belgíu.Í dag voru sprengdar sprengjur á flugvelli í Brussel og á lestarstöð. Einungis nokkrum dögum eftir að einn af Abdeslam var handtekinn.
Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira