Lögreglan í Brussel hefur ráðist til atlögu gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í borginni og voru fjölmiðlar ytra beðnir um að segja ekki frá þeim aðgerðum.
Didier Reynders, utanríkisráðherra Belgíu, sagði í sjónvarpsviðtali að rannsókn væri yfirstandandi á því hvort vígamenn sem tengist árásunum gangi enn lausir.
Nánari atvikalýsing: Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel
Fregnir hafa borist af því að ósprengt sprengjuvesti hafi fundist á Zaventem flugvellinum en almannavarnir Belgíu segja sprengjusveit hersins vinna að því að sprengja vestið. Þá fannst Kalashnikov árásarriffill á flugvellinum í morgun, þar sem tvær sprengdur voru sprengdar. Minnst ein þeirra var sjálfsmorðssprengja.
Grunsamlegur pakki fannst einni nærri háskóla í Brussel og var hann einnig sprengdur af sprengjusveitum.
'We fear that people are still at large': Belgian foreign minister after attacks
— AFP news agency (@AFP) March 22, 2016
Children can be heard wailing as passengers evacuate a train inside the tunnels of the Brussels metro https://t.co/Vj41IcEazS
— Sky News (@SkyNews) March 22, 2016