Allir krakkar þurfa að læra golf í grunnskóla í Kína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2016 22:30 Kínverskur skóli vill sjá fleiri krakka spila golf. Vísir/Getty Golf er orðið stór hluti af námi grunnskólabarna í Kína eða í það minnsta í einum grunnskólanum í Shanghæ. Golf hefur hingað til verið íþrótt fyrir þá efnameiri í Kína en ákvörðun þessa umrædda grunnskóla er liður í að breyta þeirri venju. Grunnskólinn sem um ræðir er Experimental School of Foreign Languages í Shanghæ og er hann rekinn af kínverska ríkinu. „Golf er ekki bara fyrir þá ríku. Þetta getur orðið vinsæl íþrótt hjá öllum," sagði skólastjórinn Xia Haiping. Skólastjórinn vill meina að það sé ekki nóg að læra enskuna og golfið sé hluti af vegferð barnanna að öðlast meiri þekkingu á heiminum utan Kína. Stjórnvöld í Kína hafa grætt mikið á því að selja land undir golfvelli í Kína og þá sér almenningur í Kína golfvellina sem stað fyrir elítuna og stjórnmálamenn til að hittast og stunda vafasöm viðskipti sín. Það eru margir háklassa golfvellir til í Kína og Kínverjar eiga marga unga og upprennandi kylfinga sem eru líklegir til afrek í næstu framtíð. Stjórnvöld í Kína hafa þó ekki viljað sleppa taki sína á sportinu og hafa lokað fjölda golfvella sem ekki hafa farið eftir þeirra viðmiðum. Grunnskólinn í Shanghæ hefur ákveðið að golf verði skyldufag fyrir öll börn sem eru sjö og átta ára. Skólinn hefur gefið þetta út á heimasíðu sinni. Þetta er fyrsti skólinn rekinn af kínverska ríkinu sem tekur golfið upp sem skyldugrein en það höfðu nokkrir einkareknir skólar gert áður. 390 þúsund Kínverjar fóru í golf átta sinnum eða oftar á síðasta ári en það var fækkun frá árinu 2014 þegar sú tala var 410 þúsund.Vísir/Getty Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Golf er orðið stór hluti af námi grunnskólabarna í Kína eða í það minnsta í einum grunnskólanum í Shanghæ. Golf hefur hingað til verið íþrótt fyrir þá efnameiri í Kína en ákvörðun þessa umrædda grunnskóla er liður í að breyta þeirri venju. Grunnskólinn sem um ræðir er Experimental School of Foreign Languages í Shanghæ og er hann rekinn af kínverska ríkinu. „Golf er ekki bara fyrir þá ríku. Þetta getur orðið vinsæl íþrótt hjá öllum," sagði skólastjórinn Xia Haiping. Skólastjórinn vill meina að það sé ekki nóg að læra enskuna og golfið sé hluti af vegferð barnanna að öðlast meiri þekkingu á heiminum utan Kína. Stjórnvöld í Kína hafa grætt mikið á því að selja land undir golfvelli í Kína og þá sér almenningur í Kína golfvellina sem stað fyrir elítuna og stjórnmálamenn til að hittast og stunda vafasöm viðskipti sín. Það eru margir háklassa golfvellir til í Kína og Kínverjar eiga marga unga og upprennandi kylfinga sem eru líklegir til afrek í næstu framtíð. Stjórnvöld í Kína hafa þó ekki viljað sleppa taki sína á sportinu og hafa lokað fjölda golfvella sem ekki hafa farið eftir þeirra viðmiðum. Grunnskólinn í Shanghæ hefur ákveðið að golf verði skyldufag fyrir öll börn sem eru sjö og átta ára. Skólinn hefur gefið þetta út á heimasíðu sinni. Þetta er fyrsti skólinn rekinn af kínverska ríkinu sem tekur golfið upp sem skyldugrein en það höfðu nokkrir einkareknir skólar gert áður. 390 þúsund Kínverjar fóru í golf átta sinnum eða oftar á síðasta ári en það var fækkun frá árinu 2014 þegar sú tala var 410 þúsund.Vísir/Getty
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira